Úrvalsdeildarlið vildu Björn en hann valdi Lilleström Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2020 16:45 Björn Bergmann Sigurðarson er orðinn leikmaður Lilleström á nýjan leik. mynd/lsk.no Björn Bergmann Sigurðarson var 17 ára gamall þegar hann skrifaði fyrst undir samning við norska knattspyrnufélagið Lilleström. Nú snýr hann aftur til félagsins, 29 ára gamall. Björn hefur skrifað undir samning við Lilleström sem gildir til loka þessa árs. Hann mun því leika með liðinu í næstefstu deild Noregs eftir að hafa spilað með því í úrvalsdeildinni árin 2009-2012, en Lilleström féll með óhemju naumum hætti niður um deild í fyrra. Velkommen tilbake, Björn Bergmann Sigurdarson! https://t.co/uIcisNikTn pic.twitter.com/CmLJQb6EfV— Lillestrøm SK (@LillestromSK) August 14, 2020 Samkvæmt heimasíðu Lilleström var hópur félaga úr norsku úrvalsdeildinni og víðar í Evrópu á eftir Birni en hann vildi snúa aftur til félagsins sem hann þekkir svo vel. Björn hefur verið á mála hjá Rostov í Rússlandi frá árinu 2018, sama ári og hann lék með Íslandi á HM, en hann var að láni hjá APOEL í Kýpur framan af þessu ári. Hann hefur einnig leikið með Molde, FC Köbenhavn og Wolves á sínum ferli, eftir að hafa byrjað hjá ÍA. „Það voru nokkuð mörg félög sem höfðu samband en ég var búinn að ákveða að koma hingað. Það skiptir ekki máli fyrir mig hvort það er í efstu eða næstefstu deild. Það sem skiptir máli fyrir mig er Lilleström. Hér vil ég vera,“ sagði Björn við heimasíðu Lilleström. Björn verður því liðsfélagi annars Skagamanns, Arnórs Smárasonar: „Það verður mjög gaman. Ég þekki jú Arnór vel. Við ólumst upp á Akranesi og höfum spilað samna í landsliðinu. Ég er búinn að æfa með ÍA í tvær vikur núna og finnst ég vera í fínu formi. Vonand get ég hjálpað liðinu sem mest.“ Norski boltinn Rússneski boltinn Tengdar fréttir Björn gæti farið í næstefstu deild Noregs Björn Bergmann Sigurðarson, landsliðsmaður í fótbolta, gæti verið á leið aftur til Lilleström í Noregi þar sem hann lék við góðan orðstír á árunum 2009-2012. 12. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson var 17 ára gamall þegar hann skrifaði fyrst undir samning við norska knattspyrnufélagið Lilleström. Nú snýr hann aftur til félagsins, 29 ára gamall. Björn hefur skrifað undir samning við Lilleström sem gildir til loka þessa árs. Hann mun því leika með liðinu í næstefstu deild Noregs eftir að hafa spilað með því í úrvalsdeildinni árin 2009-2012, en Lilleström féll með óhemju naumum hætti niður um deild í fyrra. Velkommen tilbake, Björn Bergmann Sigurdarson! https://t.co/uIcisNikTn pic.twitter.com/CmLJQb6EfV— Lillestrøm SK (@LillestromSK) August 14, 2020 Samkvæmt heimasíðu Lilleström var hópur félaga úr norsku úrvalsdeildinni og víðar í Evrópu á eftir Birni en hann vildi snúa aftur til félagsins sem hann þekkir svo vel. Björn hefur verið á mála hjá Rostov í Rússlandi frá árinu 2018, sama ári og hann lék með Íslandi á HM, en hann var að láni hjá APOEL í Kýpur framan af þessu ári. Hann hefur einnig leikið með Molde, FC Köbenhavn og Wolves á sínum ferli, eftir að hafa byrjað hjá ÍA. „Það voru nokkuð mörg félög sem höfðu samband en ég var búinn að ákveða að koma hingað. Það skiptir ekki máli fyrir mig hvort það er í efstu eða næstefstu deild. Það sem skiptir máli fyrir mig er Lilleström. Hér vil ég vera,“ sagði Björn við heimasíðu Lilleström. Björn verður því liðsfélagi annars Skagamanns, Arnórs Smárasonar: „Það verður mjög gaman. Ég þekki jú Arnór vel. Við ólumst upp á Akranesi og höfum spilað samna í landsliðinu. Ég er búinn að æfa með ÍA í tvær vikur núna og finnst ég vera í fínu formi. Vonand get ég hjálpað liðinu sem mest.“
Norski boltinn Rússneski boltinn Tengdar fréttir Björn gæti farið í næstefstu deild Noregs Björn Bergmann Sigurðarson, landsliðsmaður í fótbolta, gæti verið á leið aftur til Lilleström í Noregi þar sem hann lék við góðan orðstír á árunum 2009-2012. 12. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Björn gæti farið í næstefstu deild Noregs Björn Bergmann Sigurðarson, landsliðsmaður í fótbolta, gæti verið á leið aftur til Lilleström í Noregi þar sem hann lék við góðan orðstír á árunum 2009-2012. 12. ágúst 2020 14:30