Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn Sylvía Hall skrifar 14. ágúst 2020 15:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann álitlegasta. Með þessum hætti sé hægt að takmarka það að veiran berist inn til landsins með ferðamönnum, þó ekki sé hægt að útiloka að slíkt gerist. „Það eru gallar við allt sem okkur datt í hug að gera. Það sýnir bara það að við getum ekki haldið þessari veiru frá Íslandi,“ sagði Þórólfur eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar þar sem breytingar á landamæraskimun voru kynntar. Hann nefnir sem dæmi ný smit í löndum sem hafa gripið til mun harðari aðgerða en Ísland. Til að mynda hefur fjöldi smita greinst í Nýja-Sjálandi eftir rúmlega hundrað daga án nýrra tilfella. Þórólfur segir besta kostinn í stöðunni vera að lágmarka áhættuna með skynsamlegum viðbrögðum á landamærum sem og innanlands. Þórólfur lagði fram níu valmöguleika í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Hann segir sínar tillögur byggja á sóttvarnasjónarmiðum en það sé undir ríkisstjórninni komið að leggja mat á kostina með tilliti til annarra hagsmuna. Heildarútkoman sé í þeirra höndum. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ sagði Þórolfur. Hann segir skimanir á landamærum hafa skilað miklum árangri til þessa. Með því að skima komufarþega við komuna til landsins hafi verið komið í veg fyrir að tæplega fimmtíu virk smit kæmust inn í landið. Hefði það ekki verið gert gæti staðan verið mun alvarlegri í ljósi þess hvernig staðan er núna eftir að eitt afbrigði veirunnar fór að smitast á milli manna. „Við erum að eiga við eina veiru sem einhvern veginn hefur komist inn, við vitum ekki hvernig. Við erum með 120 manns sem hafa smitast af henni og fjórar innlagnir á sjúkrahús, þar af einn á gjörgæslu sem þurfti öndunarvél.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið Fjármálaráðherra segir að til greina komi að hækka það gjald sem ferðmenn sem koma til landsins þurfa að greiða.Ríkisstjórn kynnir næstu skref vegna skimunnar á landsmærum í Safnahúsinu í dag. 14. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann álitlegasta. Með þessum hætti sé hægt að takmarka það að veiran berist inn til landsins með ferðamönnum, þó ekki sé hægt að útiloka að slíkt gerist. „Það eru gallar við allt sem okkur datt í hug að gera. Það sýnir bara það að við getum ekki haldið þessari veiru frá Íslandi,“ sagði Þórólfur eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar þar sem breytingar á landamæraskimun voru kynntar. Hann nefnir sem dæmi ný smit í löndum sem hafa gripið til mun harðari aðgerða en Ísland. Til að mynda hefur fjöldi smita greinst í Nýja-Sjálandi eftir rúmlega hundrað daga án nýrra tilfella. Þórólfur segir besta kostinn í stöðunni vera að lágmarka áhættuna með skynsamlegum viðbrögðum á landamærum sem og innanlands. Þórólfur lagði fram níu valmöguleika í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Hann segir sínar tillögur byggja á sóttvarnasjónarmiðum en það sé undir ríkisstjórninni komið að leggja mat á kostina með tilliti til annarra hagsmuna. Heildarútkoman sé í þeirra höndum. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ sagði Þórolfur. Hann segir skimanir á landamærum hafa skilað miklum árangri til þessa. Með því að skima komufarþega við komuna til landsins hafi verið komið í veg fyrir að tæplega fimmtíu virk smit kæmust inn í landið. Hefði það ekki verið gert gæti staðan verið mun alvarlegri í ljósi þess hvernig staðan er núna eftir að eitt afbrigði veirunnar fór að smitast á milli manna. „Við erum að eiga við eina veiru sem einhvern veginn hefur komist inn, við vitum ekki hvernig. Við erum með 120 manns sem hafa smitast af henni og fjórar innlagnir á sjúkrahús, þar af einn á gjörgæslu sem þurfti öndunarvél.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið Fjármálaráðherra segir að til greina komi að hækka það gjald sem ferðmenn sem koma til landsins þurfa að greiða.Ríkisstjórn kynnir næstu skref vegna skimunnar á landsmærum í Safnahúsinu í dag. 14. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16
Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið Fjármálaráðherra segir að til greina komi að hækka það gjald sem ferðmenn sem koma til landsins þurfa að greiða.Ríkisstjórn kynnir næstu skref vegna skimunnar á landsmærum í Safnahúsinu í dag. 14. ágúst 2020 12:00