Bayern liðið tapar alltaf fyrir framtíðar meisturunum í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 15:20 Manuel Neuer nær ekki að stoppa Sadio Mane hjá Liverpool í sigri Liverpool á Bayern í fyrra. Getty/Lars Baron Barcelona tryggir sér ekki aðeins sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar takist liðinu að vinna Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld því sagan væri þá líka með spænska stórliðinu. Leikur Barcelona og Bayern München er án efa stórleikur átta liða úrslitanna enda tvö frábær lið sem hafa alla burði til að fara alla leið og vinna Meistaradeildina í ár. Bæði hafa líka þurft að bíða aðeins eftir því að vinna Meistaradeildina, Barcelona frá árinu 2015 en Bayern München frá 2013, þrátt fyrir að vera með mjög öflug lið flest árin. Það er hins vegar ein staðreynd sem vekur athygli varðandi gengi Bayern München í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar undanfarin ár eins og sjá má hér fyrir neðan. 2017: Real Madrid (QF) 2018: Real Madrid (SF) 2019: Liverpool (RO16) When Bayern lose, it's to the future Champions League winners pic.twitter.com/HrOQCrxyVL— B/R Football (@brfootball) August 14, 2020 Það lið sem hefur slegið út Bayern München undanfarin þrjú tímabil hefur farið alla leið og unnið Meistaradeildina. Það gerði Liverpool í sextán liða úrslitunum -í fyrra og það gerði einnig Real Madrid bæði 2017 og 2018. Síðasta lið til að vinna Meistaradeildina án þess að slá út Bayern München var lið Real Madrid tímabilið 2015-16. Bayern datt þá út á móti nágrönnum Real í Atlético Madrid í undanúrslitunum. Þegar Barcelona vann Meistaradeildina síðast vorið 2015 þá sló Barcelona einmitt lið Bayern München út í undanúrslitunum, 5-3 samanlagt. Real Madrid sló líka Bayern München út í undanúrslitunum vorið 2014 og fór svo og vann titilinn. Þetta þýðir á síðustu sex Meistaradeildartímabilum, eða síðan að Bayern liðið vann Meistaradeildina síðast, hafa fimm lið, sem hafa slegið út Bayern, farið alla leið og fagnað sigri í Meistaradeildinni eða Liverpool (2019), Real Madrid (2014, 2017, 2918) og Barcelona (2015). Leikur Bayern München og Barcelona hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Barcelona tryggir sér ekki aðeins sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar takist liðinu að vinna Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld því sagan væri þá líka með spænska stórliðinu. Leikur Barcelona og Bayern München er án efa stórleikur átta liða úrslitanna enda tvö frábær lið sem hafa alla burði til að fara alla leið og vinna Meistaradeildina í ár. Bæði hafa líka þurft að bíða aðeins eftir því að vinna Meistaradeildina, Barcelona frá árinu 2015 en Bayern München frá 2013, þrátt fyrir að vera með mjög öflug lið flest árin. Það er hins vegar ein staðreynd sem vekur athygli varðandi gengi Bayern München í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar undanfarin ár eins og sjá má hér fyrir neðan. 2017: Real Madrid (QF) 2018: Real Madrid (SF) 2019: Liverpool (RO16) When Bayern lose, it's to the future Champions League winners pic.twitter.com/HrOQCrxyVL— B/R Football (@brfootball) August 14, 2020 Það lið sem hefur slegið út Bayern München undanfarin þrjú tímabil hefur farið alla leið og unnið Meistaradeildina. Það gerði Liverpool í sextán liða úrslitunum -í fyrra og það gerði einnig Real Madrid bæði 2017 og 2018. Síðasta lið til að vinna Meistaradeildina án þess að slá út Bayern München var lið Real Madrid tímabilið 2015-16. Bayern datt þá út á móti nágrönnum Real í Atlético Madrid í undanúrslitunum. Þegar Barcelona vann Meistaradeildina síðast vorið 2015 þá sló Barcelona einmitt lið Bayern München út í undanúrslitunum, 5-3 samanlagt. Real Madrid sló líka Bayern München út í undanúrslitunum vorið 2014 og fór svo og vann titilinn. Þetta þýðir á síðustu sex Meistaradeildartímabilum, eða síðan að Bayern liðið vann Meistaradeildina síðast, hafa fimm lið, sem hafa slegið út Bayern, farið alla leið og fagnað sigri í Meistaradeildinni eða Liverpool (2019), Real Madrid (2014, 2017, 2918) og Barcelona (2015). Leikur Bayern München og Barcelona hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira