Sport

Í beinni í dag: Enski boltinn og fyrsta golf­mót ársins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Justin Thomas vann mótið 2017.
Justin Thomas vann mótið 2017. vísir/getty

Tvær beinar útsendingar eru á sportrásum Stöðvar 2 í dag á þessum öðru degi ársins.

Swansea og Charlton mætast í síðasta leik 26. umferðarinnar í ensku B-deildinni. Swansea í 11. sætinu en Charlton í því nítjánda.







Fyrsta mót ársins á PGA-túrnum fer svo af stað í Kaplaua í Havaí. Margir öflugir kylfingar eru mættir til leiks, þar á meðal Justin Thomas og Xander Schauffele.





Beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 næstu daga má sjá á heimasíðu Stöðvar 2 eða með því að smella hér.

Beinar útsendingar dagsins:

19.40 Swansea - Charlton (Stöð 2 Sport)

23.00 Sentry Tournament of Champions (Stöð 2 Golf)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×