Netanyahu biður þingið um friðhelgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2020 22:22 Bejamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. getty/Lior Mizrahi Ísraelski forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að biðja þingið um friðhelgi undan sakfellingu vegna spillingarásakana. Beiðnin mun líklega tefja dósmálið þar til eftir þingkosningar sem halda á í mars. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Forsætisráðherrann var ákærður í nóvember fyrir spillingu, svik, mútur og umboðssvik í þremur mismunandi dómsmálum. Netanyahu hefur neitað sök í öllum þremur málunum. Til þess að hann fái friðhelgi þarf meirihluti þingmanna ísraelska þingsins að kjósa með því. Netanyahu er sá leiðtogi landsins sem hefur setið lengst í valdastóli og er hann sakaður um að hafa þegið gjafir frá forríkum viðskiptamönnum og boðið greiða í von um jákvæðari umfjöllun í fjölmiðlum. Hann bað um friðhelgina í áramótaávarpi sem var spilað í sjónvarpinu aðeins fjórum klukkustundum áður en fresturinn til þess rann út. Hann sagði að beiðnin væri í samræmi við lögin og til þess að hann gæti haldið áfram að vinna í þágu Ísraela og framtíðar Ísraelsríkis. Í mars verða haldnar þriðju þingkosningarnar á innan við ári en Netanyahu hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir síðustu tvær kosningar. Dómsmál geta ekki hafist ef búið er að biðja um friðhelgi þingsins og ísraelska þingið, sem kallað er Knesset, hefur verið leyst upp fyrir komandi kosningar og er því ólíklegt að beiðni Netanyahu verði tekin fyrir þar fyrir kosningarnar. Samkvæmt lögum Ísrael fá meðlimir þingsins ekki sjálfkrafa friðhelgi frá sakfellingu, en geta beðið um hana ef það á við. Sitjandi forsætisráðherra Ísraels þarf aðeins að stíga til hliðar eftir að hann hefur verið sakfelldur. Í síðustu þingkosningum fékk Linkud flokkur Netanyahu 32 þingmenn en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Blár og Hvítur, fékk 33 þingmenn og náði hvorugur flokkurinn að mynda ríkisstjórn. Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu hrósar sigri í formannskjöri Útgönguspár benda til þess að Netanyahu hafi hlotið um 70 prósent atkvæða í baráttunni um formannssæti Líkúd-flokksins gegn Gideon Saar. 26. desember 2019 23:02 Skorað á Netanyahu í formannskosningum Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins. 26. desember 2019 13:46 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ísraelski forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að biðja þingið um friðhelgi undan sakfellingu vegna spillingarásakana. Beiðnin mun líklega tefja dósmálið þar til eftir þingkosningar sem halda á í mars. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Forsætisráðherrann var ákærður í nóvember fyrir spillingu, svik, mútur og umboðssvik í þremur mismunandi dómsmálum. Netanyahu hefur neitað sök í öllum þremur málunum. Til þess að hann fái friðhelgi þarf meirihluti þingmanna ísraelska þingsins að kjósa með því. Netanyahu er sá leiðtogi landsins sem hefur setið lengst í valdastóli og er hann sakaður um að hafa þegið gjafir frá forríkum viðskiptamönnum og boðið greiða í von um jákvæðari umfjöllun í fjölmiðlum. Hann bað um friðhelgina í áramótaávarpi sem var spilað í sjónvarpinu aðeins fjórum klukkustundum áður en fresturinn til þess rann út. Hann sagði að beiðnin væri í samræmi við lögin og til þess að hann gæti haldið áfram að vinna í þágu Ísraela og framtíðar Ísraelsríkis. Í mars verða haldnar þriðju þingkosningarnar á innan við ári en Netanyahu hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir síðustu tvær kosningar. Dómsmál geta ekki hafist ef búið er að biðja um friðhelgi þingsins og ísraelska þingið, sem kallað er Knesset, hefur verið leyst upp fyrir komandi kosningar og er því ólíklegt að beiðni Netanyahu verði tekin fyrir þar fyrir kosningarnar. Samkvæmt lögum Ísrael fá meðlimir þingsins ekki sjálfkrafa friðhelgi frá sakfellingu, en geta beðið um hana ef það á við. Sitjandi forsætisráðherra Ísraels þarf aðeins að stíga til hliðar eftir að hann hefur verið sakfelldur. Í síðustu þingkosningum fékk Linkud flokkur Netanyahu 32 þingmenn en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Blár og Hvítur, fékk 33 þingmenn og náði hvorugur flokkurinn að mynda ríkisstjórn.
Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu hrósar sigri í formannskjöri Útgönguspár benda til þess að Netanyahu hafi hlotið um 70 prósent atkvæða í baráttunni um formannssæti Líkúd-flokksins gegn Gideon Saar. 26. desember 2019 23:02 Skorað á Netanyahu í formannskosningum Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins. 26. desember 2019 13:46 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Netanyahu hrósar sigri í formannskjöri Útgönguspár benda til þess að Netanyahu hafi hlotið um 70 prósent atkvæða í baráttunni um formannssæti Líkúd-flokksins gegn Gideon Saar. 26. desember 2019 23:02
Skorað á Netanyahu í formannskosningum Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins. 26. desember 2019 13:46