„Eins og maður sé að reykja pakka á dag“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2020 13:00 Slökkviliðsmaður berst við eld í Nýja Suður-Wales í vikunni. Vísir/AP Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarrelda, sem logað hafa í fylkinu síðustu vikur, í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Íslendingur, sem hefur verið búsettur á svæðinu í tuttugu ár, man ekki eftir því að ástandið hafi verið jafnslæmt og nú.Sjá einnig: Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Þá er sautján manns saknað eftir elda vikunnar og er þeirra nú leitað.Neyðarástandið í Nýja Suður Wales tekur gildi klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og stendur í viku hið minnsta. Með neyðarástandinu verður fulltrúum yfirvalda meðal annars heimilt að neyða íbúa til að yfirgefa heimili sín, loka vegum og að grípa til ýmissa fleiri aðgerða til að tryggja öryggi. Þúsundir hafa nú þegar flúið hættusvæðin þar sem skortur er á ýmsum nauðsynjum. Krakkarnir með sárindi í hálsi Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum. Páll Þórðarson býr í bænum Bowral í Nýja Suður Wales, suðvestur af stórborginni Sidney. Páll Þórðarson hefur verið búsettur í Ástralíu í tuttugu ár.Aðsend „Þar hafa eldarnir verið að brenna í aðra áttina í kringum okkur og þar var mikið tjón í vikunni fyrir jól, þá brunnu tuttugu, þrjátiu hús í bæjum sem heita Buxton og Balmoral, og fórst einn slökkviliðsmaður líka,“ segir Páll. „En síðan fyrir og eftir það erum við búin að standa í reykjarmekki og það er ekki útséð með hættuna á þessu svæði sem við búum á því það er búist við enn frekari eldum suður af okkur.“ Páll segir að rýmingaráætlanir hafi verið kynntar fyrir íbúum víða í fylkinu en heimabær hans sé þó ekki í bráðri hættu. Þau fjölskyldan, sem ætlar að dvelja í Sidney nú þegar ástandið versnar um helgina, hafi samt sem áður fundið vel fyrir eldunum. „Reykjarmökkurinn er búinn að standa á okkur meira og minna síðustu sex vikur. Það er eins og maður sé að reykja pakka á dag. Krakkarnir með sárindi í hálsi suma dagana, maður sleppur ekkert undan þessu.“ Þá kveðst Páll ekki muna eftir því, á sínum tuttugu árum í landinu, að ástandið hafi verið jafnslæmt. „Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem hafa orðið skógareldar á svæðinu í kringum okkur. En þetta er á allt öðru stigi en maður hefur nokkurn tímann séð.“ Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarrelda, sem logað hafa í fylkinu síðustu vikur, í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Íslendingur, sem hefur verið búsettur á svæðinu í tuttugu ár, man ekki eftir því að ástandið hafi verið jafnslæmt og nú.Sjá einnig: Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Þá er sautján manns saknað eftir elda vikunnar og er þeirra nú leitað.Neyðarástandið í Nýja Suður Wales tekur gildi klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og stendur í viku hið minnsta. Með neyðarástandinu verður fulltrúum yfirvalda meðal annars heimilt að neyða íbúa til að yfirgefa heimili sín, loka vegum og að grípa til ýmissa fleiri aðgerða til að tryggja öryggi. Þúsundir hafa nú þegar flúið hættusvæðin þar sem skortur er á ýmsum nauðsynjum. Krakkarnir með sárindi í hálsi Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum. Páll Þórðarson býr í bænum Bowral í Nýja Suður Wales, suðvestur af stórborginni Sidney. Páll Þórðarson hefur verið búsettur í Ástralíu í tuttugu ár.Aðsend „Þar hafa eldarnir verið að brenna í aðra áttina í kringum okkur og þar var mikið tjón í vikunni fyrir jól, þá brunnu tuttugu, þrjátiu hús í bæjum sem heita Buxton og Balmoral, og fórst einn slökkviliðsmaður líka,“ segir Páll. „En síðan fyrir og eftir það erum við búin að standa í reykjarmekki og það er ekki útséð með hættuna á þessu svæði sem við búum á því það er búist við enn frekari eldum suður af okkur.“ Páll segir að rýmingaráætlanir hafi verið kynntar fyrir íbúum víða í fylkinu en heimabær hans sé þó ekki í bráðri hættu. Þau fjölskyldan, sem ætlar að dvelja í Sidney nú þegar ástandið versnar um helgina, hafi samt sem áður fundið vel fyrir eldunum. „Reykjarmökkurinn er búinn að standa á okkur meira og minna síðustu sex vikur. Það er eins og maður sé að reykja pakka á dag. Krakkarnir með sárindi í hálsi suma dagana, maður sleppur ekkert undan þessu.“ Þá kveðst Páll ekki muna eftir því, á sínum tuttugu árum í landinu, að ástandið hafi verið jafnslæmt. „Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem hafa orðið skógareldar á svæðinu í kringum okkur. En þetta er á allt öðru stigi en maður hefur nokkurn tímann séð.“
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38
Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15
Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09