Höskuldur Eiríksson til KPMG Lögmanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2020 16:15 Höskuldur Eiríksson. Höskuldur Eiríksson hefur hafið störf hjá KPMG Lögmönnum og er jafnframt orðinn einn eigenda stofunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá H:N Markaðsskiptum. Hann starfaði áður hjá lögmannsstofunni BBA Legal þar sem hann var einnig einn eigenda. Í tilkynningunni segir að KPMG Lögmenn sé lögmannsstofa sem sett var á laggirnar árið 2018 á grunni KPMG en þar starfa nú tæplega 30 manns, þar af tuttugu lögmenn og lögfræðingar og tíu aðrir sérfræðingar sem búa yfir sérþekkingu á öðrum sviðum viðskipta og fjármála. Þetta segir um Höskuld og fyrri störf hans í tilkynningunni: „Höskuldur hóf störf hjá Logos lögmannsþjónustu 2006 en færði sig til BBA Legal árið 2007. Hjá BBA Legal hefur Höskuldur byggt upp mikla þekkingu og reynslu í tengslum við lögfræðilega ráðgjöf tengda viðskiptalífinu. Í seinni tíð hefur hann unnið einna mest í kaupum- og sölum fyrirtækja á Íslandi og yfir landamæri (Cross-border M&A). Höskuldur hefur m.a. unnið fyrir ýmsa sjóði, sjóðsstýringarfyrirtæki og banka í slíkum verkefnum, sem sum hver eru á meðal stærstu viðskipta frá hruni og varða m.a. kaup og sölu á upplýsingatæknifyrirtækjum, fasteignafélögum, þjónustufyrirtækjum og fyrirtækjum í smávöruverslun. Jafnframt hefur hann veitt víðtæka ráðgjöf um félagaréttarleg málefni og annast ýmiss konar samningagerð og lögfræðilega greiningu fyrir fyrirtæki í tengslum við ýmiss konar fjárfestingar og samningagerð, bæði innanlands og utan. Þá hefur Höskuldur sérhæft sig í alþjóðlegum og innlendum lánssamningum og hefur unnið fyrir flesta íslensku bankana sem og ýmsa erlenda banka í slíkri samningagerð og veðtöku tengdri slíkum lánum. Hann náði sér t.a.m. í LL.M. gráðu í International Banking & Finance hjá UCL í London. Þá er Höskuldur höfundur bókarinnar „Lánssamningar á milli banka og fyrirtækja“. „Það er ánægjulegt og mikill fengur að fá Höskuld til liðs við okkur hjá KPMG Lögmönnum. Höskuldur hefur víðtækna reynslu og þekkingu á málum sem viðkemur þeirri ráðgjöf sem við veitum viðskiptavinum KPMG. Hann hefur veitt ráðgjöf í tengslum við mörg af stærstu endurskipulagningarverkefnum síðustu ára, sem vörðuðu fjármálafyrirtæki, fasteignafyrirtæki og framleiðslufyrirtæki, og hefur þar unnið fyrir erlenda sambanka, erlend fjármögnunarleigufyrirtæki, innlenda banka og slitastjórn eins föllnu bankanna,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, eigandi hjá KPMG Lögmönnum. Höskuldur er giftur Freyju Jónsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau fimm börn.“ Vistaskipti Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Sjá meira
Höskuldur Eiríksson hefur hafið störf hjá KPMG Lögmönnum og er jafnframt orðinn einn eigenda stofunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá H:N Markaðsskiptum. Hann starfaði áður hjá lögmannsstofunni BBA Legal þar sem hann var einnig einn eigenda. Í tilkynningunni segir að KPMG Lögmenn sé lögmannsstofa sem sett var á laggirnar árið 2018 á grunni KPMG en þar starfa nú tæplega 30 manns, þar af tuttugu lögmenn og lögfræðingar og tíu aðrir sérfræðingar sem búa yfir sérþekkingu á öðrum sviðum viðskipta og fjármála. Þetta segir um Höskuld og fyrri störf hans í tilkynningunni: „Höskuldur hóf störf hjá Logos lögmannsþjónustu 2006 en færði sig til BBA Legal árið 2007. Hjá BBA Legal hefur Höskuldur byggt upp mikla þekkingu og reynslu í tengslum við lögfræðilega ráðgjöf tengda viðskiptalífinu. Í seinni tíð hefur hann unnið einna mest í kaupum- og sölum fyrirtækja á Íslandi og yfir landamæri (Cross-border M&A). Höskuldur hefur m.a. unnið fyrir ýmsa sjóði, sjóðsstýringarfyrirtæki og banka í slíkum verkefnum, sem sum hver eru á meðal stærstu viðskipta frá hruni og varða m.a. kaup og sölu á upplýsingatæknifyrirtækjum, fasteignafélögum, þjónustufyrirtækjum og fyrirtækjum í smávöruverslun. Jafnframt hefur hann veitt víðtæka ráðgjöf um félagaréttarleg málefni og annast ýmiss konar samningagerð og lögfræðilega greiningu fyrir fyrirtæki í tengslum við ýmiss konar fjárfestingar og samningagerð, bæði innanlands og utan. Þá hefur Höskuldur sérhæft sig í alþjóðlegum og innlendum lánssamningum og hefur unnið fyrir flesta íslensku bankana sem og ýmsa erlenda banka í slíkri samningagerð og veðtöku tengdri slíkum lánum. Hann náði sér t.a.m. í LL.M. gráðu í International Banking & Finance hjá UCL í London. Þá er Höskuldur höfundur bókarinnar „Lánssamningar á milli banka og fyrirtækja“. „Það er ánægjulegt og mikill fengur að fá Höskuld til liðs við okkur hjá KPMG Lögmönnum. Höskuldur hefur víðtækna reynslu og þekkingu á málum sem viðkemur þeirri ráðgjöf sem við veitum viðskiptavinum KPMG. Hann hefur veitt ráðgjöf í tengslum við mörg af stærstu endurskipulagningarverkefnum síðustu ára, sem vörðuðu fjármálafyrirtæki, fasteignafyrirtæki og framleiðslufyrirtæki, og hefur þar unnið fyrir erlenda sambanka, erlend fjármögnunarleigufyrirtæki, innlenda banka og slitastjórn eins föllnu bankanna,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, eigandi hjá KPMG Lögmönnum. Höskuldur er giftur Freyju Jónsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau fimm börn.“
Vistaskipti Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Sjá meira