Margfalt fleiri einstaklingar kolefnisjafna ferðirnar en ríkið situr eftir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2020 18:45 Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. Einstaklingar og fyrirtæki geta reiknað út kolefnisfótspor sitt og greitt í samræmi við það hjá Kolviði, samstarfsverkefni Skógræktarfélags Íslands og Landverndar, eða hjá Votlendissjóði. Þá eru fyrirtæki einnig í samstarfi við Landgræðsluna og skógræktina. Fjöldi þeirra sem kolefnisjafna ferðir sínar hefur aukist gríðarlega. 515 einstaklingar gerðu það hjá Kolviði í fyrra samanborið við 66 árið áður. Þá eru fyrirtækin 75 miðað við 44 árið áður. Þetta var langt fram úr væntingum að sögn Reynis Kristinssonar, stjórnarformanns Kolviðar. „Við gerðum ráð fyrir í fyrra að gróðursetja um 75 þúsund tré til að kolefnisjafna það sem við sáum fyrir okkur. Eftirspurnin var hins vegar um 250 þúsund," segir Reynir. Aukningin er fimmföld milli ára hjá Votlendissjóði. 250 kolefnisjöfnuðu sig í fyrra samanborið við 50 árið áður, en sjóðurinn byrjaði þó einungis að bjóða upp á það um mitt árið. Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar. Sífellt fleiri fyrirtæki taka þátt. Samkvæmt Olís hafa viðskiptavinir tekið bærilega í að jafna eldsneytiskaupin. Fyrirtækið mun bráðlega taka saman fjárhæðir síðasta árs og skila til Landgræðslunnar. Þá býður Icelandair upp á kolefnisjöfnun og kostar það til að mynda þrjú tré hjá Kolviði, eða um sjö hundruð krónur, að fljúga til Kaupmannahafnar. „Það er mikil umræða um þetta og fyrirtækin vilja standa sig vel og skila af sér samfélagslegri ábyrgð," segir Reynir. Ríkið hefur ekki tekið eins virkan þátt. Samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Á árunum 2016-2019 fóru til að mynda einungis starfsmenn Samgöngustofu í 849 utanlandsferðir. „Ríkið er nú aðallega að tala um þetta. Við höfum ekki séð ríkisstofnanir koma inn hjá okkur. Því miður að þá söknum við þess svolítið að fá ekki ráðuneytin og ríkisstofnanir með," segir Reynir. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. Einstaklingar og fyrirtæki geta reiknað út kolefnisfótspor sitt og greitt í samræmi við það hjá Kolviði, samstarfsverkefni Skógræktarfélags Íslands og Landverndar, eða hjá Votlendissjóði. Þá eru fyrirtæki einnig í samstarfi við Landgræðsluna og skógræktina. Fjöldi þeirra sem kolefnisjafna ferðir sínar hefur aukist gríðarlega. 515 einstaklingar gerðu það hjá Kolviði í fyrra samanborið við 66 árið áður. Þá eru fyrirtækin 75 miðað við 44 árið áður. Þetta var langt fram úr væntingum að sögn Reynis Kristinssonar, stjórnarformanns Kolviðar. „Við gerðum ráð fyrir í fyrra að gróðursetja um 75 þúsund tré til að kolefnisjafna það sem við sáum fyrir okkur. Eftirspurnin var hins vegar um 250 þúsund," segir Reynir. Aukningin er fimmföld milli ára hjá Votlendissjóði. 250 kolefnisjöfnuðu sig í fyrra samanborið við 50 árið áður, en sjóðurinn byrjaði þó einungis að bjóða upp á það um mitt árið. Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar. Sífellt fleiri fyrirtæki taka þátt. Samkvæmt Olís hafa viðskiptavinir tekið bærilega í að jafna eldsneytiskaupin. Fyrirtækið mun bráðlega taka saman fjárhæðir síðasta árs og skila til Landgræðslunnar. Þá býður Icelandair upp á kolefnisjöfnun og kostar það til að mynda þrjú tré hjá Kolviði, eða um sjö hundruð krónur, að fljúga til Kaupmannahafnar. „Það er mikil umræða um þetta og fyrirtækin vilja standa sig vel og skila af sér samfélagslegri ábyrgð," segir Reynir. Ríkið hefur ekki tekið eins virkan þátt. Samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Á árunum 2016-2019 fóru til að mynda einungis starfsmenn Samgöngustofu í 849 utanlandsferðir. „Ríkið er nú aðallega að tala um þetta. Við höfum ekki séð ríkisstofnanir koma inn hjá okkur. Því miður að þá söknum við þess svolítið að fá ekki ráðuneytin og ríkisstofnanir með," segir Reynir.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira