Sala á nýjum bílum dróst saman um 34,8 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2020 10:15 Niðursveiflan í sölu nýrra bíla á síðasta ári var meiri en búist var við. Vísir/Vilhelm Miklar breytingar voru á sölu nýrra fólksbíla hérlendis á síðasta ári og dróst heildarsalan á nýjum fólksbílum saman um 34,8% frá árinu 2018. Í heildina seldust 11.728 nýir fólksbílar árið 2019 samanborið við 17.976 árið áður samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. Hlutfall vistvænna bíla hélt áfram að aukast á árinu sem leið og var hlutfall þeirra 27,5% af heildarsölu. Í flokki vistvænna bíla eru rafbílar, metanbílar og tvinnbílar. Þar af voru tengiltvinnbílar fremstir í flokki með um 10,3% af sölu nýrra bíla, tvinnbílar með um 8,9% og rafmagnsbílar um 7,8%. Hlutfall vistvænna bíla með því hæsta í heiminum „Eru þetta hlutfallstölur sem eru fáheyrðar annarsstaðar í heiminum fyrir utan Noreg og er líklegt að Ísland verði áfram í fararbroddi þar sem horft er til framlengingar á ívilnunum vegna vörugjalda við kaup á slíkum bílum,“ segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Á sama tíma hækkar meðalaldur bílaflotans hér á landi og er nú 12,3 ár á meðan meðalaldurinn í Evrópusambandinu er sagður vera 10,8 ár. Bílaleigur keyptu yfir 40% nýrra bíla „Af þeim 11.728 sem seldust á árinu þá keyptu bílaleigur 4.866 bíla eða 41,5%. Hlutfallið er í takti við flest ár frá 2009 þegar bílaleiguflotinn fór stækkandi vegna fjölgunar ferðamanna en bílaleigur hafa að meðaltali keypt um 42,6% allra nýrra bíla síðan þá.“ Þrátt fyrir samdrátt er salan í fyrra sögð vera sambærileg ársmeðaltali ef bílasala er skoðuð í sögulegu samhengi. Frá síðustu aldamótum hafa um 11.400 fólksbílar selst að meðaltali á ári og salan í fyrra því rétt yfir meðaltalinu. Toyota var söluhæsta vörumerkið á árinu með 16,8% hlutfall sölunnar en þar á eftir fylgdu KIA með 12,6% og Hyundai með 6,8%. Bílar Efnahagsmál Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Sjá meira
Miklar breytingar voru á sölu nýrra fólksbíla hérlendis á síðasta ári og dróst heildarsalan á nýjum fólksbílum saman um 34,8% frá árinu 2018. Í heildina seldust 11.728 nýir fólksbílar árið 2019 samanborið við 17.976 árið áður samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. Hlutfall vistvænna bíla hélt áfram að aukast á árinu sem leið og var hlutfall þeirra 27,5% af heildarsölu. Í flokki vistvænna bíla eru rafbílar, metanbílar og tvinnbílar. Þar af voru tengiltvinnbílar fremstir í flokki með um 10,3% af sölu nýrra bíla, tvinnbílar með um 8,9% og rafmagnsbílar um 7,8%. Hlutfall vistvænna bíla með því hæsta í heiminum „Eru þetta hlutfallstölur sem eru fáheyrðar annarsstaðar í heiminum fyrir utan Noreg og er líklegt að Ísland verði áfram í fararbroddi þar sem horft er til framlengingar á ívilnunum vegna vörugjalda við kaup á slíkum bílum,“ segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Á sama tíma hækkar meðalaldur bílaflotans hér á landi og er nú 12,3 ár á meðan meðalaldurinn í Evrópusambandinu er sagður vera 10,8 ár. Bílaleigur keyptu yfir 40% nýrra bíla „Af þeim 11.728 sem seldust á árinu þá keyptu bílaleigur 4.866 bíla eða 41,5%. Hlutfallið er í takti við flest ár frá 2009 þegar bílaleiguflotinn fór stækkandi vegna fjölgunar ferðamanna en bílaleigur hafa að meðaltali keypt um 42,6% allra nýrra bíla síðan þá.“ Þrátt fyrir samdrátt er salan í fyrra sögð vera sambærileg ársmeðaltali ef bílasala er skoðuð í sögulegu samhengi. Frá síðustu aldamótum hafa um 11.400 fólksbílar selst að meðaltali á ári og salan í fyrra því rétt yfir meðaltalinu. Toyota var söluhæsta vörumerkið á árinu með 16,8% hlutfall sölunnar en þar á eftir fylgdu KIA með 12,6% og Hyundai með 6,8%.
Bílar Efnahagsmál Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Sjá meira
40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun