Engin áhrif á bensínverð hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2020 12:00 Mótmælendur í Íran bregðast við árásinni með því að eyðileggja bandaríska fánann. AP/Vahid Salemi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. Framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs segir heimsmarkaðsverð þó hafa tekið kipp og sveiflan á bilinu 3-5 prósent sem sé greinilega vegana atburða næturinnar. Hershöfðinginn Qasem Soleimani fór fyrir Quds-sérsveitum íranska byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. Var hann ráðinn af dögum í drónaárás í Bagdad, höfuðborg Írak. Donald Trump fyrirskipaði árásina og fagnar niðurstöðunni á Twitter. Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að morðinu verði hefnt á grimmilegan hátt. Þá lýsti hann einnig yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu Bandarískir fjölmiðlar greina frá töluverðri hækkun á bensínverði þar í landi. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs, segir fyrirtækið raunar hafa lækkað verðið lítillega í morgun í framhaldi af hækkunum um áramótin vegna skattahækkun. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Þórður segir það aldrei góðs viti fyrir bensínverð þegar atburðir á borð við þessa gerast í Mið-Austurlöndum. „Ég held að íslenski markaðurinn þurfi í augnablikinu ekki að hafa stórar áhyggjur,“ segir Þórður. Ekki eins og markaðurinn sé að hreyfast nú. Miðað við það eru áhrif vegna skattahækkunar hér heima meiri. „En svo veistu ekkert hvað gerist.“ Verðið sé almennt á uppleið en heimsmarkaðsverðið hafi verið að ýtast upp undnafarnar vikur og mánuði. Þar komi meðal annars til breytingar á reglum um svartolíu en frá áramótum megi brennisteinsinnihald ekki vera meira en 0,5 prósent. Hámarkaði var áður 3,5 prósent. Áhrif vegna breytinganna sem tóku gildi um áramótin hafi verið farin að sjást seint á nýliðnu ári. Bensínverð á landinu er víðast hvar á bilinu 232-243 krónur á lítrann. Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. Framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs segir heimsmarkaðsverð þó hafa tekið kipp og sveiflan á bilinu 3-5 prósent sem sé greinilega vegana atburða næturinnar. Hershöfðinginn Qasem Soleimani fór fyrir Quds-sérsveitum íranska byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. Var hann ráðinn af dögum í drónaárás í Bagdad, höfuðborg Írak. Donald Trump fyrirskipaði árásina og fagnar niðurstöðunni á Twitter. Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að morðinu verði hefnt á grimmilegan hátt. Þá lýsti hann einnig yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu Bandarískir fjölmiðlar greina frá töluverðri hækkun á bensínverði þar í landi. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs, segir fyrirtækið raunar hafa lækkað verðið lítillega í morgun í framhaldi af hækkunum um áramótin vegna skattahækkun. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Þórður segir það aldrei góðs viti fyrir bensínverð þegar atburðir á borð við þessa gerast í Mið-Austurlöndum. „Ég held að íslenski markaðurinn þurfi í augnablikinu ekki að hafa stórar áhyggjur,“ segir Þórður. Ekki eins og markaðurinn sé að hreyfast nú. Miðað við það eru áhrif vegna skattahækkunar hér heima meiri. „En svo veistu ekkert hvað gerist.“ Verðið sé almennt á uppleið en heimsmarkaðsverðið hafi verið að ýtast upp undnafarnar vikur og mánuði. Þar komi meðal annars til breytingar á reglum um svartolíu en frá áramótum megi brennisteinsinnihald ekki vera meira en 0,5 prósent. Hámarkaði var áður 3,5 prósent. Áhrif vegna breytinganna sem tóku gildi um áramótin hafi verið farin að sjást seint á nýliðnu ári. Bensínverð á landinu er víðast hvar á bilinu 232-243 krónur á lítrann.
Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30