Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er ekki sáttur með dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar yfir jólahátíðirnar og heldur áfram að gagnrýna leikjafyrirkomulagið.
Liverpool tapaði ekki stigi yfir jólahátíðina en liðin mætir svo grönnunum í Everton á morgun er liðin mætast í enska bikarnum.
Klopp var spurður út í álagið á blaðamannafundi gærdagsins.
„Eins og alltaf í lífinu þá snýst þetta um gæðin en ekki magnið,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir grannslaginn um helgina.
„Ef þú hittir góðan vin tvisvar á ári þá er þetta besti tími lífsins. Ef þú sérð hann á hverjum þá segiru eftir fimm daga: Hvaða rugl er þetta?“
Jurgen Klopp thinks Premier League teams are playing too much football over the festive period.
— BBC Sport (@BBCSport) January 3, 2020
And he thinks some people would agree... #bbcfootballpic.twitter.com/GSIOsTIi1z
„Það sem við erum að gera núna er að við köstum öllum fótbolta að fólkinu yfir jólahátíðirnar.“
„Hversu margir leikir voru á öðrum degi jóla? Það voru líklega menn sem horfðu á alla þessa leiki í beinni.“
„Ég held að það sé ekki gott fyrir samböndin hjá þeim í hreinskilni sagt. Þetta væri ekki gott fyrir mig því ég horfi nú þegar á of mikið af fótbolta,“ sagði Þjóðverjinn léttur.