Allt á suðupunkti vegna árásar næturinnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. janúar 2020 19:00 Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið á hátt settum hershöfðingja. Bandaríkjamenn gerðu drónaárás á bílalest hans í Írak í nótt og er allt á suðupunkti á milli ríkjanna tveggja. Qasem Soleimani var yfirmaður Quds-herdeildar íranska byltingavarðliðsins og stýrði því hernaðaraðgerðum Írans utan landamæranna. Soleimani var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Undir handleiðslu hershöfðingjans voru skæruliðasveitir studdar og Íran gerði sig gildandi í Sýrlandi og Írak. Í augum bandarískra stjórnvalda er Quds-herdeildin hryðjuverkasamtök og Soleimani ábyrgur fyrir dauða hundraða Bandaríkjamanna. Íraskir mótmælendur réðust á dögunum að sendiráði Bandaríkjanna í höfuðborginni Bagdad. Að mati bandaríska varnarmálaráðuneytisins lagði Soleimani blessun sína yfir þá árás og önnur árás sögð yfirvofandi. Var því tekin ákvörðun um að drepa Soleimani. Tugir Bandaríkjamanna voru fluttir frá Írak í dag. Soleimani naut vinsælda heima fyrir og söfnuðust þúsundir saman á strætum íranskra borga og syrgðu. Frá því Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur sambandið við Íran versnað til muna. Trump hefur meðal annars rift kjarnorkusamkomulagi við Íran, skilgreint byltingavarðliðið sem hryðjuverkasamtök og sent herlið á Persaflóa. Íranar hafa aftur á móti skotið niður bandarískan dróna og brotið gegn fyrrnefndu kjarnorkusamkomulagi. Nú heita Íranar frekari hefndum. Javad Zarif utanríkisráðherra sagði í morgun að aðgerðir Bandaríkjamanna teldust til hryðjuverka og væru skýrt brot gegn fullveldi Írans. Í ljósi aðstæðna hafa margir rifjað upp að árið 2011 hafi Trump tíst því að Barack Obama, þáverandi forseti, ætlaði í stríð við Íran í von um að tryggja endurkjör sitt. Forsetakosningar fara fram í nóvember í Bandaríkjunum og gefur Trump kost á sér til endurkjörs. Önnur ríki hafa hvatt til stillingar í dag og reynt að draga úr spennunni. Rússar, Tyrkir og Írakar hafa fordæmt árásina. Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið á hátt settum hershöfðingja. Bandaríkjamenn gerðu drónaárás á bílalest hans í Írak í nótt og er allt á suðupunkti á milli ríkjanna tveggja. Qasem Soleimani var yfirmaður Quds-herdeildar íranska byltingavarðliðsins og stýrði því hernaðaraðgerðum Írans utan landamæranna. Soleimani var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Undir handleiðslu hershöfðingjans voru skæruliðasveitir studdar og Íran gerði sig gildandi í Sýrlandi og Írak. Í augum bandarískra stjórnvalda er Quds-herdeildin hryðjuverkasamtök og Soleimani ábyrgur fyrir dauða hundraða Bandaríkjamanna. Íraskir mótmælendur réðust á dögunum að sendiráði Bandaríkjanna í höfuðborginni Bagdad. Að mati bandaríska varnarmálaráðuneytisins lagði Soleimani blessun sína yfir þá árás og önnur árás sögð yfirvofandi. Var því tekin ákvörðun um að drepa Soleimani. Tugir Bandaríkjamanna voru fluttir frá Írak í dag. Soleimani naut vinsælda heima fyrir og söfnuðust þúsundir saman á strætum íranskra borga og syrgðu. Frá því Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur sambandið við Íran versnað til muna. Trump hefur meðal annars rift kjarnorkusamkomulagi við Íran, skilgreint byltingavarðliðið sem hryðjuverkasamtök og sent herlið á Persaflóa. Íranar hafa aftur á móti skotið niður bandarískan dróna og brotið gegn fyrrnefndu kjarnorkusamkomulagi. Nú heita Íranar frekari hefndum. Javad Zarif utanríkisráðherra sagði í morgun að aðgerðir Bandaríkjamanna teldust til hryðjuverka og væru skýrt brot gegn fullveldi Írans. Í ljósi aðstæðna hafa margir rifjað upp að árið 2011 hafi Trump tíst því að Barack Obama, þáverandi forseti, ætlaði í stríð við Íran í von um að tryggja endurkjör sitt. Forsetakosningar fara fram í nóvember í Bandaríkjunum og gefur Trump kost á sér til endurkjörs. Önnur ríki hafa hvatt til stillingar í dag og reynt að draga úr spennunni. Rússar, Tyrkir og Írakar hafa fordæmt árásina.
Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira