Mikil aukning í samtölum við Hjálparsímann 1717: Atburðir í samfélaginu eins og óveðrið í desember hafði áhrif á kvíða fólks Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. janúar 2020 18:45 Mun fleiri höfðu samband við Hjálparsímann 1717 á síðasta ári en árið þar á undan. Vandi fólks snýr að félags- og fjárhagsvanda sem og húsnæðisvanda. Þá eru sjálfsvígssamtöl orðin alvarlegri. Atburðir í samfélaginu, eins og óveðrið í desember, hafa aukið kvíða hjá fólki. Hjálparsíma Rauða krossins á Íslandi, 1717, berast að jafnaði 14-15 þúsund símtöl á ári og hefur sá fjöldi haldist að bestu óbreyttur með smávægilegum breytingum á milli ára. Álagstími Hjálparsímans er ávallt í kringum hátíðir og segir ráðgjafi að jólahátíðin sem senn er á enda engin undantekning. „Það er svona þegar að það ríkir mikil gleði í samfélaginu almennt þá oft eykst álagið hjá okkur,“ segir Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717. Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717.Vísir/Stöð 2 Alvarlegum sjálfsvígssamtölum fjölgar Tilfelli sem sjálfboðaliðar takast á við snúa að sjálfsvígshugsunum, einmanaleika, fjárhagserfiðleikum og vanrækslu barna. Á undanförnum þremur árum hefur verið stöðug aukning í sjálfsvígssamtölum sem rakin eru meðal annars til aukinnar umfjöllunar um geðheilbrigðismál og sjálfsvíg. Mikil aukning var á milli áranna 2018 og 2019 en á síðasta ári bárust hátt í eitt þúsund símtöl vegna sjálfsvíga sem er tæplega 30% aukning frá árinu áður. Á milli áranna 2017 og 2018 var aukningin undir 10%. „Við sjáum mjög mikla aukningu á milli 2018 og 2019 í sjálfsvígssímtölum. Eðli þeirra hefur líka verið að breytast. Það er orðið meira um alvarlegri sjálfsvígssamtöl,“ segir Berglind. Tilfellum er snúa að félags- og fjárhagsvanda, húsnæðisvanda og vanrækslu barna fjölgar Einnig hefur samtölum er varða félagslegan- og fjárhagslegan vanda aukist töluvert á síðasta ári. Samtölum er varða atvinnuleysi hefur fjölgað um 56%, fjárhagsvanda um 46% og húsnæðisvanda 51%. Þá er 30% aukning í samtölum er snúa að vanrækslu barna Berglind segir að aldurshópurinn sem hafi samband sé mjög breiður en mest fjölgar hjá fólki undir 25 ára. „Í rauninni eru þetta ellefu til tólf ára börn og upp í eldra fólk,“ segir Berglind. Það hefur samtölum vegna atburða í samfélaginu einnig aukist, nú síðast í byrjun desember. „Það er eins og óveðrið sem var núna seinast. Það kemur bara upp ákveðinn ótti og kvíði. Fólk upplifir bara mikinn kvíða. Hvað mun gerast, hvernig mun þetta fara?“ segir Berglind.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Mun fleiri höfðu samband við Hjálparsímann 1717 á síðasta ári en árið þar á undan. Vandi fólks snýr að félags- og fjárhagsvanda sem og húsnæðisvanda. Þá eru sjálfsvígssamtöl orðin alvarlegri. Atburðir í samfélaginu, eins og óveðrið í desember, hafa aukið kvíða hjá fólki. Hjálparsíma Rauða krossins á Íslandi, 1717, berast að jafnaði 14-15 þúsund símtöl á ári og hefur sá fjöldi haldist að bestu óbreyttur með smávægilegum breytingum á milli ára. Álagstími Hjálparsímans er ávallt í kringum hátíðir og segir ráðgjafi að jólahátíðin sem senn er á enda engin undantekning. „Það er svona þegar að það ríkir mikil gleði í samfélaginu almennt þá oft eykst álagið hjá okkur,“ segir Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717. Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717.Vísir/Stöð 2 Alvarlegum sjálfsvígssamtölum fjölgar Tilfelli sem sjálfboðaliðar takast á við snúa að sjálfsvígshugsunum, einmanaleika, fjárhagserfiðleikum og vanrækslu barna. Á undanförnum þremur árum hefur verið stöðug aukning í sjálfsvígssamtölum sem rakin eru meðal annars til aukinnar umfjöllunar um geðheilbrigðismál og sjálfsvíg. Mikil aukning var á milli áranna 2018 og 2019 en á síðasta ári bárust hátt í eitt þúsund símtöl vegna sjálfsvíga sem er tæplega 30% aukning frá árinu áður. Á milli áranna 2017 og 2018 var aukningin undir 10%. „Við sjáum mjög mikla aukningu á milli 2018 og 2019 í sjálfsvígssímtölum. Eðli þeirra hefur líka verið að breytast. Það er orðið meira um alvarlegri sjálfsvígssamtöl,“ segir Berglind. Tilfellum er snúa að félags- og fjárhagsvanda, húsnæðisvanda og vanrækslu barna fjölgar Einnig hefur samtölum er varða félagslegan- og fjárhagslegan vanda aukist töluvert á síðasta ári. Samtölum er varða atvinnuleysi hefur fjölgað um 56%, fjárhagsvanda um 46% og húsnæðisvanda 51%. Þá er 30% aukning í samtölum er snúa að vanrækslu barna Berglind segir að aldurshópurinn sem hafi samband sé mjög breiður en mest fjölgar hjá fólki undir 25 ára. „Í rauninni eru þetta ellefu til tólf ára börn og upp í eldra fólk,“ segir Berglind. Það hefur samtölum vegna atburða í samfélaginu einnig aukist, nú síðast í byrjun desember. „Það er eins og óveðrið sem var núna seinast. Það kemur bara upp ákveðinn ótti og kvíði. Fólk upplifir bara mikinn kvíða. Hvað mun gerast, hvernig mun þetta fara?“ segir Berglind.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira