Óveður hefur gengið yfir allt landið í dag. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með fjórtán innanborðs fauk út af á Kjalarnesi og þá fauk byggingarkrani á hús í Garðabæ og olli miklum skemmdum. Björgunarsveitir sinntu fleiri en hundrað og tuttugu verkefnum á meðan lægðin gekk yfir. Fjallað er um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.
Einnig fjöllum við um spennuna milli Bandaríkjanna og Írans, fjölgun samtala hjá Hjálparsímanum á síðasta ári og kulnun meðal hjúkrunarfræðinga. Rætt verður við Helgu Völu Helgadóttur, formann velferðarnefndar, sem segir ríkisstjórnina bera ábyrgð á stöðunni á Landspítalanum.
Að auki fáum við að heyra fallega sögu um systkini sem hittust í fyrsta skipti á áttræðisaldri, hann frá Hveragerði og hún frá Orlando.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.
Innlent