Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2020 22:37 Harvey Weinstein í New York í dag þar sem hófust réttarhöld yfir honum. vísir/epa Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Weinstein, sem var kvikmyndaframleiðandi og lengi vel einn valdamesti maður í Hollywood, er ákærður fyrir nauðgun gagnvart einni konu og kynferðisbrot gagnvart annarri. Brotin eiga að hafa verið framin á tveimur dögum árið 2013. Fyrra brotið á að hafa verið framið þann 18. febrúar 2013. Þá nauðgaði Weinstein konu eftir að hafa ýtt henni inn á hótelherbergi, að sögn saksóknara. Kvöldið eftir er talið að hann hafi brotið kynferðislega gegn annarri konu á hótelsvítu í Beverly Hills. Bæði Weinstein og lögmenn hans hafa ítrekað neitað öllum ásökunum um saknæmt athæfi en afstaða hans til ákæranna í Los Angeles liggur ekki fyrir. Verði Weinstein fundinn sekur gæti hann átt allt að 28 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Hann mun koma síðar fyrir dóm í Los Angeles og svara til saka. Ákæruvaldið mælist til þess að trygging hans fyrir því að geta gengið laus á meðan málið er til meðferðar verði fimm milljónir Bandaríkjadala. Saksóknarinn í Los Angeles greindi frá ákærunni í dag, sama dag og réttarhöldin í máli New York-ríkis gegn Weinstein hófust fyrir ríkisdómstól á Manhattan. Þar er Weinstein ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum en fleiri tugir kvenna hafa undanfarin tvö ár sakað Weinstein um kynferðisofbeldi. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. 5. janúar 2020 14:19 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Weinstein, sem var kvikmyndaframleiðandi og lengi vel einn valdamesti maður í Hollywood, er ákærður fyrir nauðgun gagnvart einni konu og kynferðisbrot gagnvart annarri. Brotin eiga að hafa verið framin á tveimur dögum árið 2013. Fyrra brotið á að hafa verið framið þann 18. febrúar 2013. Þá nauðgaði Weinstein konu eftir að hafa ýtt henni inn á hótelherbergi, að sögn saksóknara. Kvöldið eftir er talið að hann hafi brotið kynferðislega gegn annarri konu á hótelsvítu í Beverly Hills. Bæði Weinstein og lögmenn hans hafa ítrekað neitað öllum ásökunum um saknæmt athæfi en afstaða hans til ákæranna í Los Angeles liggur ekki fyrir. Verði Weinstein fundinn sekur gæti hann átt allt að 28 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Hann mun koma síðar fyrir dóm í Los Angeles og svara til saka. Ákæruvaldið mælist til þess að trygging hans fyrir því að geta gengið laus á meðan málið er til meðferðar verði fimm milljónir Bandaríkjadala. Saksóknarinn í Los Angeles greindi frá ákærunni í dag, sama dag og réttarhöldin í máli New York-ríkis gegn Weinstein hófust fyrir ríkisdómstól á Manhattan. Þar er Weinstein ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum en fleiri tugir kvenna hafa undanfarin tvö ár sakað Weinstein um kynferðisofbeldi.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. 5. janúar 2020 14:19 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30
Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. 5. janúar 2020 14:19