Ferðamennirnir í rútum á leið til Reykjavíkur Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 09:48 Afar erfiðar aðstæður voru í og við Langjökul. Myndin er frá björgunaraðgerðunum í gærkvöldi. andsbjörg Ferðamennirnir sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær eru nú á leið til Reykjavíkur með rútum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins sem gerði út ferðina. Aðgerðum í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Gullfosskaffi verður því senn lokið. Ferðamennirnir, sem telja 39 manns auk um tíu leiðsögumanna, voru allir komnir í hús í fjöldahjálparstöðina um áttaleytið í morgun. Verið var að færa síðustu ferðamennina úr húsi snemma á tíunda tímanum. „Aðgerðum hérna á svæðinu er að ljúka á næsta klukkutíma eða svo,“ segir Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum í samtali við Vísi. „Björgunarsveitir og sjúkralið eru að fara af vettvangi, Rauði krossinn verður aðeins lengur eftir á og svo tala ég við mína sjálfboðaliða og við tökum stöðuna.“ Gekk eins og smurð vél Jón Grétar segir hópinn hafa verið fjölbreyttan, af nokkrum þjóðernum og á öllum aldri – sá yngsti sex ára. Þá segir hann aðgerðir í Gullfosskaffi hafa gengið afar vel en Rauði krossinn veitti þar sálræna aðstoð, mat og drykk og stóð fyrir fataúthlutun. „Það gekk eins og smurð vél. Rauði krossinn er þaulvanur í þessu og okkur tókst rosalega vel. Við erum búin að styrkja mjög mikið okkar fólk á Suðurlandi þannig að við erum tilbúin í þetta. En fólki leið auðvitað eftir atvikum.“ Hópurinn verður fluttur til Reykjavíkur í rútum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins sem gerði út ferðina. Um er að ræða fyrirtækið Mountaineers of Iceland, samkvæmt heimildum Vísis. Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins. Nú líkt og þá var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins. Enn er afar slæmt veður víða á landinu og á Suðurlandi en búið er að opna fyrir umferð um bæði Hellisheiði og Þrengsli, sem lokað var í gær vegna veðurs. Hópurinn frá Gullfossi ætti því að komast leiðar sinnar Reykjavíkur. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Allir ferðamennirnir komnir að Gullfossi Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. 8. janúar 2020 08:12 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Sjá meira
Ferðamennirnir sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær eru nú á leið til Reykjavíkur með rútum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins sem gerði út ferðina. Aðgerðum í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Gullfosskaffi verður því senn lokið. Ferðamennirnir, sem telja 39 manns auk um tíu leiðsögumanna, voru allir komnir í hús í fjöldahjálparstöðina um áttaleytið í morgun. Verið var að færa síðustu ferðamennina úr húsi snemma á tíunda tímanum. „Aðgerðum hérna á svæðinu er að ljúka á næsta klukkutíma eða svo,“ segir Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum í samtali við Vísi. „Björgunarsveitir og sjúkralið eru að fara af vettvangi, Rauði krossinn verður aðeins lengur eftir á og svo tala ég við mína sjálfboðaliða og við tökum stöðuna.“ Gekk eins og smurð vél Jón Grétar segir hópinn hafa verið fjölbreyttan, af nokkrum þjóðernum og á öllum aldri – sá yngsti sex ára. Þá segir hann aðgerðir í Gullfosskaffi hafa gengið afar vel en Rauði krossinn veitti þar sálræna aðstoð, mat og drykk og stóð fyrir fataúthlutun. „Það gekk eins og smurð vél. Rauði krossinn er þaulvanur í þessu og okkur tókst rosalega vel. Við erum búin að styrkja mjög mikið okkar fólk á Suðurlandi þannig að við erum tilbúin í þetta. En fólki leið auðvitað eftir atvikum.“ Hópurinn verður fluttur til Reykjavíkur í rútum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins sem gerði út ferðina. Um er að ræða fyrirtækið Mountaineers of Iceland, samkvæmt heimildum Vísis. Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins. Nú líkt og þá var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins. Enn er afar slæmt veður víða á landinu og á Suðurlandi en búið er að opna fyrir umferð um bæði Hellisheiði og Þrengsli, sem lokað var í gær vegna veðurs. Hópurinn frá Gullfossi ætti því að komast leiðar sinnar Reykjavíkur.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Allir ferðamennirnir komnir að Gullfossi Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. 8. janúar 2020 08:12 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Sjá meira
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00
Allir ferðamennirnir komnir að Gullfossi Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. 8. janúar 2020 08:12