Rob hafði ekki hugmynd um slæma veðurspá á leiðinni á Langjökul Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. janúar 2020 12:32 Breskur ferðamaður sem var á meðal þeirra 39 sem bjargað var af Langjökli seint í nótt eftir vélsleðaferð í vondu veðri með Mountaineers of Iceland er fullur af þakklæti til þeirra sem komu að björgunaraðgerðum. Hann segir enga hugmynd hafa haft af slæmri veðurspá þegar lagt var á jökulinn. Um er að ræða daglegar vélsleðaferðir hjá Mountaineers of Iceland þar sem farið er frá Gullfossi upp á jökulinn í um klukkutímalanga vélsleðaferð. Fólkið í ferðinni var af alls kyns þjóðernum og sömuleiðis á öllum aldri. Sex ára barn var á meðal þeirra sem lentu í háskanum en ferðin hófst um klukkan eitt í gær. Fólkið þurfti að grafa sig í fönn við bíla Mountaineers of Iceland en einn bíll fyrirtækisins bilaði. Þá var björgunarsveitarfólk ekki komið á staðinn fyrr en um eitt í nótt, um tólf tímum síðar. Fleiri klukkutíma tók að flytja fólkið í fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss þangað sem enn var verið að ferja ferðamenn á sjöunda tímanum í morgun. „Ég er ánægður og vil þakka öllum fyrir að hafa bjargað okkur af jöklinum,“ sagði Rob frá Englandi í samtali við fréttamann við komuna til Reykjavíkur á tólfta tímanum í morgun. Hann var í hópi fólks sem hafði verið flutt í rútu á vegum björgunarsveitarinnar frá fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss og til höfuðborgarinnar. Ferðalangarnir voru greinilega þreyttir við komuna til Reykjavíkur og vildu fæstir ræða við fjölmiðlamenn á þeirri stundu. Hlý rúm og næring væntanlega á dagskrá. Rob viðurkenndi að hafa verið fullur efasemda um tíma. Aðspurður hvort hann hafi vitað að veðurspáin væri slæm kom Rob af fjöllum. „Nei, við vissum ekkert,“ segir Rob. Hann bætir við að þegar ferðin hafi verið um hálfnuð hafi þau fengið upplýsingar um veðrið og snúið við. „Ég er glaður að vera kominn niður,“ segir Rob augljóslega létt enda lífsreynsla sem fæstir vilja lenda í. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið óttasleginn þegar fólkið var byrjað að grafa sig í fönn svaraði Rob: „Jú, ég held að allir hefðu verið það.“ 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Breskur ferðamaður sem var á meðal þeirra 39 sem bjargað var af Langjökli seint í nótt eftir vélsleðaferð í vondu veðri með Mountaineers of Iceland er fullur af þakklæti til þeirra sem komu að björgunaraðgerðum. Hann segir enga hugmynd hafa haft af slæmri veðurspá þegar lagt var á jökulinn. Um er að ræða daglegar vélsleðaferðir hjá Mountaineers of Iceland þar sem farið er frá Gullfossi upp á jökulinn í um klukkutímalanga vélsleðaferð. Fólkið í ferðinni var af alls kyns þjóðernum og sömuleiðis á öllum aldri. Sex ára barn var á meðal þeirra sem lentu í háskanum en ferðin hófst um klukkan eitt í gær. Fólkið þurfti að grafa sig í fönn við bíla Mountaineers of Iceland en einn bíll fyrirtækisins bilaði. Þá var björgunarsveitarfólk ekki komið á staðinn fyrr en um eitt í nótt, um tólf tímum síðar. Fleiri klukkutíma tók að flytja fólkið í fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss þangað sem enn var verið að ferja ferðamenn á sjöunda tímanum í morgun. „Ég er ánægður og vil þakka öllum fyrir að hafa bjargað okkur af jöklinum,“ sagði Rob frá Englandi í samtali við fréttamann við komuna til Reykjavíkur á tólfta tímanum í morgun. Hann var í hópi fólks sem hafði verið flutt í rútu á vegum björgunarsveitarinnar frá fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss og til höfuðborgarinnar. Ferðalangarnir voru greinilega þreyttir við komuna til Reykjavíkur og vildu fæstir ræða við fjölmiðlamenn á þeirri stundu. Hlý rúm og næring væntanlega á dagskrá. Rob viðurkenndi að hafa verið fullur efasemda um tíma. Aðspurður hvort hann hafi vitað að veðurspáin væri slæm kom Rob af fjöllum. „Nei, við vissum ekkert,“ segir Rob. Hann bætir við að þegar ferðin hafi verið um hálfnuð hafi þau fengið upplýsingar um veðrið og snúið við. „Ég er glaður að vera kominn niður,“ segir Rob augljóslega létt enda lífsreynsla sem fæstir vilja lenda í. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið óttasleginn þegar fólkið var byrjað að grafa sig í fönn svaraði Rob: „Jú, ég held að allir hefðu verið það.“
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira