Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2020 13:10 Fyrirtækið er með starfsleyfi frá Ferðamálastofu. Vísir/birgir Ferðamálastofa hefur óskað eftir skýringum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland um ástæður þess að ákveðið var að fara með 39 manna hóp í skipulagða vélsleðaferð á Langjökul þrátt fyrir viðvaranir og slæma veðurspá. Þetta staðfestir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við Vísi. „Við höfðum samband við fyrirtækið í morgun og óskuðum eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að ákveðið var að fara í þessa ferð. Okkur hefur þegar borist afrit af öryggisáætluninni og svo eigum við von á skýringun fyrirtæksins á næstu dögum. En það er okkar afstaða þarna hafi ekki verið farið eftir þeim reglum sem gilda um öryggisáætlanir.“ Fyrirtækið er með starfsleyfi frá Ferðamálastofu en Skarphéðinn segir það of snemmt að segja til það hvort að fyrirtækið verði svipt starfsleyfi. Hann segir mjög ítarlegar lagaskyldur gilda um öryggismál og að það sé skylda yfirvalda að tryggja að þeim sé fylgt. Skarphéðinn Berg Steinarsson.Ferðamálastofa Fólki ani ekki út í einhverja vitleysu Skarphéðinn segir mestu skipta að fólkið hafi komist til byggða og að menn séu nokkuð heilir. „Þetta þarf að skoða vandlega svo að fólk sé ekki að ana út í einhverja vitleysu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lagt er í vélsleðaferð á vegum fyrirtæksins, þrátt fyrir viðvaranir um slæmt veður. Eru þrjú ár síðan hjón týndust í ferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins, en þá, líkt og nú, var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32 Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. 8. janúar 2020 12:07 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Ferðamálastofa hefur óskað eftir skýringum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland um ástæður þess að ákveðið var að fara með 39 manna hóp í skipulagða vélsleðaferð á Langjökul þrátt fyrir viðvaranir og slæma veðurspá. Þetta staðfestir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við Vísi. „Við höfðum samband við fyrirtækið í morgun og óskuðum eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að ákveðið var að fara í þessa ferð. Okkur hefur þegar borist afrit af öryggisáætluninni og svo eigum við von á skýringun fyrirtæksins á næstu dögum. En það er okkar afstaða þarna hafi ekki verið farið eftir þeim reglum sem gilda um öryggisáætlanir.“ Fyrirtækið er með starfsleyfi frá Ferðamálastofu en Skarphéðinn segir það of snemmt að segja til það hvort að fyrirtækið verði svipt starfsleyfi. Hann segir mjög ítarlegar lagaskyldur gilda um öryggismál og að það sé skylda yfirvalda að tryggja að þeim sé fylgt. Skarphéðinn Berg Steinarsson.Ferðamálastofa Fólki ani ekki út í einhverja vitleysu Skarphéðinn segir mestu skipta að fólkið hafi komist til byggða og að menn séu nokkuð heilir. „Þetta þarf að skoða vandlega svo að fólk sé ekki að ana út í einhverja vitleysu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lagt er í vélsleðaferð á vegum fyrirtæksins, þrátt fyrir viðvaranir um slæmt veður. Eru þrjú ár síðan hjón týndust í ferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins, en þá, líkt og nú, var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32 Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. 8. janúar 2020 12:07 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32
Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. 8. janúar 2020 12:07