Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2020 13:54 Kristinn Ólafsson ræddi við fréttastofu í hádeginu eftir fjórtán klukkustunda útkall. Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers of Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. Kristinn Ólafsson var á meðal þeirra sem staddur var í húsakynnum Hjálparsveitar skáta í Reykjavík við Malarhöfða þangað sem rúta með stóran hluta hópsins kom fyrir hádegi í dag. Ferðamennirnir voru greinilega þreyttir eftir atburði gærdagsins og næturinnar. Athygli hefur vakið að lagt var í ferðina á jökulinn upp úr hádegi í gær en aðeins átti að vera um klukkustundareisu á vélsleðum að ræða. Sex ára barn var á meðal ferðamannanna auk fleiri barna. Ekki var óskað eftir aðstoð björgunarsveitanna fyrr en á níunda tímanum. „Við fáum útkall eitthvað í kringum hálf níu leytið og leggjum af stað um níu. Það tekur um þrjá tíma að komast austur. Lítði skyggni alla leið á Hellisheiði. Þegar við komum á svæðið um eittleytið er ástandið ótrúlega gott. Það hafði tekist að koma bílum þarna uppeftir. Síðan komu snjóbílar um leið og við á svæðið. Þá var hægt að koma fólkinu inn í heita bíla. Þá strax batnaði ástandið til muna,“ segir Kristinn. Hann segir hópinn hafa verið staðsettan austan af Langjökli um fjóra kílómetra frá bækistöðvum Mountaineers of Iceland í Skálpanesi. „Það var mjög blint, ekkert skyggni. Við vorum að keyra eftir siglingartækjum, GPS tækjum. Við vorum að sjá kannski tvo til þrjá metra fram fyrir okkur stundum. Mikil ofankoma, mikill vindur þannig að þetta var alveg snarbrjálað veður. Mjög krefjandi aðstæður. Snjórinn smaug inn um allt. Tækin áttu í erfiðleikum með að ganga. Snjór í lofthreinsurum og bílum. Þetta var bara erfitt en gekk alveg ótrúlega vel.“ Hann segir að það hafi nýst sveitinni vel að þekkja umhverfið vel og kunna til verka. „Þetta er hættulegt ef menn vita ekki hvar þeir eru og hvað þeir eru að gera. Sem betur fer þekkjum við þetta svæði orðið ágætlega. Við björgunarsveitirnar erum búnar að kynna okkur þetta svæði vel. Við höfum farið þarna nokkrum sinnum áður í útköll. Á góðum dögum förum við og kynnum okkur svæðið, vitum hvað við erum komin út í.“ Hann segir að þrátt fyrir allt hafi fólk verið ótrúlega vel á sig komið. „Það voru allir í samfestingum, með hjálma og vettlinga. Það voru komnir bílar á svæðið. Búið að troða fólkinu inn í bíla og skýla því fyrir vindi. Þannig að það leit betur út en maður átti von á,“ segir Kristinn. Ferðalangarnir hafi verið skelkaðir. „Þetta voru krefjandi og erfiðar aðstæður. Fyrir fólk sem er ekki vant svona veðri þá hefur þetta áhrif á það.“ Hann skilur ekkert í Mountaineers of Iceland að hafa lagt af stað í ferðalagið í ljósi slæmrar veðurspár. „Mér finnst það mjög undarleg ákvörðun. Það var gul viðvörun og þetta útkall kom okkur mjög mikið á óvart. Við ræddum það á leiðinni. Við áttum ekki von á að neitt svona væri að fara að gerast. Það voru flestir sem héldu sig heima.“ Einn ferðamannanna sagðist í viðtali við fréttastofu í morgun ekki hafa haft neina hugmynd um að von væri á slæmu veðri þegar lagt var í hann. Ólafur Tryggvason og Herbert Hauksson hjá Mountaineers of Iceland hafa ekki viljað tjá sig við fréttastofu um atburði gærdagsins og næturinnar. Eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi eru þrjú ár liðin síðan hjón týndust í vélsleðaferð fyrirtækisins á Langjökli og fékk greiddar skaða- og miskabætur vegna atburðanna. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers of Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. Kristinn Ólafsson var á meðal þeirra sem staddur var í húsakynnum Hjálparsveitar skáta í Reykjavík við Malarhöfða þangað sem rúta með stóran hluta hópsins kom fyrir hádegi í dag. Ferðamennirnir voru greinilega þreyttir eftir atburði gærdagsins og næturinnar. Athygli hefur vakið að lagt var í ferðina á jökulinn upp úr hádegi í gær en aðeins átti að vera um klukkustundareisu á vélsleðum að ræða. Sex ára barn var á meðal ferðamannanna auk fleiri barna. Ekki var óskað eftir aðstoð björgunarsveitanna fyrr en á níunda tímanum. „Við fáum útkall eitthvað í kringum hálf níu leytið og leggjum af stað um níu. Það tekur um þrjá tíma að komast austur. Lítði skyggni alla leið á Hellisheiði. Þegar við komum á svæðið um eittleytið er ástandið ótrúlega gott. Það hafði tekist að koma bílum þarna uppeftir. Síðan komu snjóbílar um leið og við á svæðið. Þá var hægt að koma fólkinu inn í heita bíla. Þá strax batnaði ástandið til muna,“ segir Kristinn. Hann segir hópinn hafa verið staðsettan austan af Langjökli um fjóra kílómetra frá bækistöðvum Mountaineers of Iceland í Skálpanesi. „Það var mjög blint, ekkert skyggni. Við vorum að keyra eftir siglingartækjum, GPS tækjum. Við vorum að sjá kannski tvo til þrjá metra fram fyrir okkur stundum. Mikil ofankoma, mikill vindur þannig að þetta var alveg snarbrjálað veður. Mjög krefjandi aðstæður. Snjórinn smaug inn um allt. Tækin áttu í erfiðleikum með að ganga. Snjór í lofthreinsurum og bílum. Þetta var bara erfitt en gekk alveg ótrúlega vel.“ Hann segir að það hafi nýst sveitinni vel að þekkja umhverfið vel og kunna til verka. „Þetta er hættulegt ef menn vita ekki hvar þeir eru og hvað þeir eru að gera. Sem betur fer þekkjum við þetta svæði orðið ágætlega. Við björgunarsveitirnar erum búnar að kynna okkur þetta svæði vel. Við höfum farið þarna nokkrum sinnum áður í útköll. Á góðum dögum förum við og kynnum okkur svæðið, vitum hvað við erum komin út í.“ Hann segir að þrátt fyrir allt hafi fólk verið ótrúlega vel á sig komið. „Það voru allir í samfestingum, með hjálma og vettlinga. Það voru komnir bílar á svæðið. Búið að troða fólkinu inn í bíla og skýla því fyrir vindi. Þannig að það leit betur út en maður átti von á,“ segir Kristinn. Ferðalangarnir hafi verið skelkaðir. „Þetta voru krefjandi og erfiðar aðstæður. Fyrir fólk sem er ekki vant svona veðri þá hefur þetta áhrif á það.“ Hann skilur ekkert í Mountaineers of Iceland að hafa lagt af stað í ferðalagið í ljósi slæmrar veðurspár. „Mér finnst það mjög undarleg ákvörðun. Það var gul viðvörun og þetta útkall kom okkur mjög mikið á óvart. Við ræddum það á leiðinni. Við áttum ekki von á að neitt svona væri að fara að gerast. Það voru flestir sem héldu sig heima.“ Einn ferðamannanna sagðist í viðtali við fréttastofu í morgun ekki hafa haft neina hugmynd um að von væri á slæmu veðri þegar lagt var í hann. Ólafur Tryggvason og Herbert Hauksson hjá Mountaineers of Iceland hafa ekki viljað tjá sig við fréttastofu um atburði gærdagsins og næturinnar. Eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi eru þrjú ár liðin síðan hjón týndust í vélsleðaferð fyrirtækisins á Langjökli og fékk greiddar skaða- og miskabætur vegna atburðanna.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira