Eftirminnilegustu leikirnir við Dani á stórmótum: Sár vonbrigði, stórkostlegur Snorri og Aron stimplar sig inn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2020 08:00 Ísland og Danmörk hafa marga hildina háð á stórmótum í gegnum tíðina. Ísland mætir Danmörku í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Í tilefni af leiknum hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Dana á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 25-16 Danmörk, HM 1986Úr umfjöllun Morgunblaðsins um frækinn og sögulegan sigur Íslands á Danmörku á HM 1986.skjáskot af timarit.isEftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum sínum gegn Dönum á stórmótum unnu Íslendingar gömlu herraþjóðina í milliriðli á HM í Sviss 1986. Staðan í hálfleik var jöfn, 10-10, en Ísland var miklu sterkari í seinni hálfleik og vann hann, 15-6, og leikinn, 25-16. Þetta var ekki bara fyrsti sigur Íslands á Danmörku á stórmóti heldur einnig stærsti sigur Íslendinga á stórmóti. Einar Þorvarðarson varði frábærlega í íslenska markinu og Atli Hilmarsson var markahæstur Íslendinga með átta mörk. Páll Ólafsson nýtti tækifærið sem hann fékk vel og skoraði fjögur mörk. „Eftir þennan leik þori ég að fullyrða að Einar Þorvarðarson er einn besti markvörður í heimi,“ sagði Atli um félaga sinn við Morgunblaðið eftir leikinn. Leif Mikkelsen, þjálfara Dana, var ekki jafn ánægður og sagði daginn þann versta í sínu lífi. Ísland endaði í 6. sæti á HM í Sviss og tryggði sér þar með sæti á öðrum Ólympíuleikunum í röð.Mörk Íslands: Atli Hilmarsson 8, Kristján Arason 6/1, Páll Ólafsson 4, Þorbergur Aðalsteinsson 2, Bjarni Guðmundsson 2, Sigurður Gunnarsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Þorgils Óttar Mathiesen 1.Ísland 41-42 Danmörk, HM 2007Snorri Steinn skoraði 15 mörk í leiknum fræga gegn Dönum í 8-liða úrslitum HM 2007.vísir/gettyGeðheilsu landans vegna er best að eyða sem fæstum orðum í leik Íslands og Danmerkur í 8-liða úrslitum HM 2007. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og gríðarlega spennandi en endirinn var grátlegur fyrir Íslendinga. Lars Möller Madsen skoraði sigurmark Dana á lokasekúndunum en í sókninni á undan átti Alexander Petersson skot í stöng danska marksins. Snorri Steinn Guðjónsson átti ótrúlegan leik og skoraði 15 mörk. Hann skoraði m.a. markið sem tryggði Íslendingum framlengingu úr vítakasti í blálokin. Ísland endaði að lokum í 8. sæti á HM 2007 eftir að hafa aðeins verið nokkrum sentímetrum frá því að komast í undanúrslit.Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 15/4, Ólafur Stefánsson 6/2, Logi Geirsson 6, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Róbert Gunnarsson 4, Alexander Petersson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Sigfús Sigurðsson 1.Ísland 32-32 Danmörk, ÓL 2008Af forsíðu Fréttablaðsins 17. ágúst 2008. Guðjón Valur Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson sjást þar ræða við Ulrik Wilbæk, landsliðsþjálfara Dana, sem var heitt í hamsi eftir jafnteflið við Íslendinga.skjáskot af timarit.is.Aftur skoraði Snorri Steinn jöfnunarmark úr vítakasti gegn Danmörku þegar allt var undir. Danir voru afar ósáttir við vítadóminn og þjálfari þeirra, Ulrik Wilbek, lét öllum illum látum. Til orðaskipta kom milli hans og Guðjóns Vals Sigurðssonar eftir leikinn. Snorri var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Hann fagnaði jöfnunarmarkinu með því að hlaupa undir eina stúkuna í íþróttahúsinu. Líkt og leikurinn á HM ári fyrr var leikur liðanna á Ólympíuleikunum í Peking æsispennandi og vel spilaður. Endirinn var þó öllu ánægjulegri en í Hamborg 2007. Með stiginu tryggði Ísland sér sæti í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna. Framhaldið þekkja svo allir. Íslendingar unnu Pólverja í 8-liða úrslitum og tryggðu sér svo sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna með sigri á Spánverjum. Íslenska liðið kom svo heim með silfurpening um hálsinn.Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8/4, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Ólafur Stefánsson 5, Arnór Atlason 4, Alexander Petersson 3, Róbert Gunnarsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Sigfús Sigurðsson 1.Ísland 27-22 Danmörk, EM 2010Aron átti sinn fyrsta stórleik á stórmóti gegn Danmörku á EM 2010.vísir/epaEftir að hafa kastað frá sér sigrum gegn Serbíu og Austurríki þurfti Ísland að vinna Danmörku í lokaleik sínum í B-riðli á EM 2010. Staðan í hálfleik var 13-15, Íslandi í vil. Í seinni hálfleik skoruðu Danir aðeins níu mörk gegn tólf mörkum Íslendinga sem léku frábæra vörn. Björgvin Páll Gústavsson átti líka frábæran leik í íslenska markinu og varði 19 skot (46%). Eftir að hafa nánast ekkert spilað í fyrstu tveimur leikjum Íslands á EM fékk Aron Pálmarsson, þá 19 ára, stórt tækifæri gegn Dönum og stimplaði sig inn með fimm mörkum. Þetta var fyrsti sigur Íslands á ríkjandi meisturum á stórmóti. Með honum tryggði íslenska liðið sér efsta sætið í B-riðli. Íslendingar fóru svo alla leið í undanúrslit, töpuðu þar fyrir Frökkum en sigruðu svo Pólverja í leiknum um 3. sætið og fengu því verðlaun á öðru stórmótinu í röð.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 6, Aron Pálmarsson 5, Alexander Petersson 4, Róbert Gunnarsson 4, Arnór Atlason 3, Snorri Steinn Guðjónsson 3/3, Sverre Jakobsson 1, Ólafur Stefánsson 1. EM 2020 í handbolta Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Ísland mætir Danmörku í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Í tilefni af leiknum hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Dana á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 25-16 Danmörk, HM 1986Úr umfjöllun Morgunblaðsins um frækinn og sögulegan sigur Íslands á Danmörku á HM 1986.skjáskot af timarit.isEftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum sínum gegn Dönum á stórmótum unnu Íslendingar gömlu herraþjóðina í milliriðli á HM í Sviss 1986. Staðan í hálfleik var jöfn, 10-10, en Ísland var miklu sterkari í seinni hálfleik og vann hann, 15-6, og leikinn, 25-16. Þetta var ekki bara fyrsti sigur Íslands á Danmörku á stórmóti heldur einnig stærsti sigur Íslendinga á stórmóti. Einar Þorvarðarson varði frábærlega í íslenska markinu og Atli Hilmarsson var markahæstur Íslendinga með átta mörk. Páll Ólafsson nýtti tækifærið sem hann fékk vel og skoraði fjögur mörk. „Eftir þennan leik þori ég að fullyrða að Einar Þorvarðarson er einn besti markvörður í heimi,“ sagði Atli um félaga sinn við Morgunblaðið eftir leikinn. Leif Mikkelsen, þjálfara Dana, var ekki jafn ánægður og sagði daginn þann versta í sínu lífi. Ísland endaði í 6. sæti á HM í Sviss og tryggði sér þar með sæti á öðrum Ólympíuleikunum í röð.Mörk Íslands: Atli Hilmarsson 8, Kristján Arason 6/1, Páll Ólafsson 4, Þorbergur Aðalsteinsson 2, Bjarni Guðmundsson 2, Sigurður Gunnarsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Þorgils Óttar Mathiesen 1.Ísland 41-42 Danmörk, HM 2007Snorri Steinn skoraði 15 mörk í leiknum fræga gegn Dönum í 8-liða úrslitum HM 2007.vísir/gettyGeðheilsu landans vegna er best að eyða sem fæstum orðum í leik Íslands og Danmerkur í 8-liða úrslitum HM 2007. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og gríðarlega spennandi en endirinn var grátlegur fyrir Íslendinga. Lars Möller Madsen skoraði sigurmark Dana á lokasekúndunum en í sókninni á undan átti Alexander Petersson skot í stöng danska marksins. Snorri Steinn Guðjónsson átti ótrúlegan leik og skoraði 15 mörk. Hann skoraði m.a. markið sem tryggði Íslendingum framlengingu úr vítakasti í blálokin. Ísland endaði að lokum í 8. sæti á HM 2007 eftir að hafa aðeins verið nokkrum sentímetrum frá því að komast í undanúrslit.Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 15/4, Ólafur Stefánsson 6/2, Logi Geirsson 6, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Róbert Gunnarsson 4, Alexander Petersson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Sigfús Sigurðsson 1.Ísland 32-32 Danmörk, ÓL 2008Af forsíðu Fréttablaðsins 17. ágúst 2008. Guðjón Valur Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson sjást þar ræða við Ulrik Wilbæk, landsliðsþjálfara Dana, sem var heitt í hamsi eftir jafnteflið við Íslendinga.skjáskot af timarit.is.Aftur skoraði Snorri Steinn jöfnunarmark úr vítakasti gegn Danmörku þegar allt var undir. Danir voru afar ósáttir við vítadóminn og þjálfari þeirra, Ulrik Wilbek, lét öllum illum látum. Til orðaskipta kom milli hans og Guðjóns Vals Sigurðssonar eftir leikinn. Snorri var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Hann fagnaði jöfnunarmarkinu með því að hlaupa undir eina stúkuna í íþróttahúsinu. Líkt og leikurinn á HM ári fyrr var leikur liðanna á Ólympíuleikunum í Peking æsispennandi og vel spilaður. Endirinn var þó öllu ánægjulegri en í Hamborg 2007. Með stiginu tryggði Ísland sér sæti í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna. Framhaldið þekkja svo allir. Íslendingar unnu Pólverja í 8-liða úrslitum og tryggðu sér svo sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna með sigri á Spánverjum. Íslenska liðið kom svo heim með silfurpening um hálsinn.Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8/4, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Ólafur Stefánsson 5, Arnór Atlason 4, Alexander Petersson 3, Róbert Gunnarsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Sigfús Sigurðsson 1.Ísland 27-22 Danmörk, EM 2010Aron átti sinn fyrsta stórleik á stórmóti gegn Danmörku á EM 2010.vísir/epaEftir að hafa kastað frá sér sigrum gegn Serbíu og Austurríki þurfti Ísland að vinna Danmörku í lokaleik sínum í B-riðli á EM 2010. Staðan í hálfleik var 13-15, Íslandi í vil. Í seinni hálfleik skoruðu Danir aðeins níu mörk gegn tólf mörkum Íslendinga sem léku frábæra vörn. Björgvin Páll Gústavsson átti líka frábæran leik í íslenska markinu og varði 19 skot (46%). Eftir að hafa nánast ekkert spilað í fyrstu tveimur leikjum Íslands á EM fékk Aron Pálmarsson, þá 19 ára, stórt tækifæri gegn Dönum og stimplaði sig inn með fimm mörkum. Þetta var fyrsti sigur Íslands á ríkjandi meisturum á stórmóti. Með honum tryggði íslenska liðið sér efsta sætið í B-riðli. Íslendingar fóru svo alla leið í undanúrslit, töpuðu þar fyrir Frökkum en sigruðu svo Pólverja í leiknum um 3. sætið og fengu því verðlaun á öðru stórmótinu í röð.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 6, Aron Pálmarsson 5, Alexander Petersson 4, Róbert Gunnarsson 4, Arnór Atlason 3, Snorri Steinn Guðjónsson 3/3, Sverre Jakobsson 1, Ólafur Stefánsson 1.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira