Aðeins Ford óvinsælli en Trump við upphaf kosningaárs Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2020 16:02 Litlar sveiflur hafa verið á vinsældum Trump forseta lengst af forsetatíðar hans. Vísir/EPA Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta við upphaf kosningaárs eru þær minnstu sem nokkur sitjandi forseti hefur haft á þessum tímapunkti að Gerald Ford undanskildum. Ekki þarf þó mikið að breytast til að líkur Trump á endurkjöri batni. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember þar sem Trump forseti sækist eftir endurkjöri. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um voru 42,6% Bandaríkjamanna ánægð með störf forsetans á nýársdag en 52,9% voru óánægð með hann. Aðeins Ford var óvinsælli þegar hann sóttist eftir kjöri í upphafi árs 1976 (Ford tók við embætti forseta þegar Richard Nixon sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins tveimur árum áður). Hann naut þá stuðnings 39,3% landsmanna. Þrátt fyrir að vinsældir Ford hefðu þokast upp í 43,6% á kjördag tapaði hann fyrir Jimmy Carter í forsetakosningum þess árs. Nathaniel Rakich, greinandi Five Thirty Eight, bendir á að forsetar sem nutu stuðnings 43,6% eða færri á kjördag hafi allir tapað í kosningum frá tíð Dwights D. Eisenhower. Allir sem voru með meira en 48,4% stuðning hafi hins vegar unnið. Vinsældir forseta hafa tekið nokkrum breytingum frá 1. janúar á kosningaári til kjördags. Fimm af ellefu urðu vinsælli á þeim tíma en sex urðu óvinsælli. Gerald Ford skrifar undir náðun Nixon eftir að sá síðarnefndi sagði af sér embætti árið 1974. Ford tapaði fyrir Jimmy Carter tveimur árum síðar.Vísir/Getty Minni sveifla í vinsældum forseta Slæmu fréttirnar fyrir Trump eru þó að með vaxandi flokkadráttum í bandarískum stjórnmálum hafa vinsældir forseta sveiflast minna en áður. Þannig breyttust vinsældir Baracks Obama, forvera Trump í embætti, aðeins um 3,8 prósentustig á kosningaárinu 2012. Vinsældir Trump hafa aðeins sveiflast um níu prósentustig alla forsetatíð hans og hafa verið afar stöðugar á bilinu 40-44%. Jafnvel þó að Trump yki vinsældir sínar lítillega fram að kosningum ætti hann enn möguleika á að ná endurkjöri. Kosningarannsóknir New York Times hafa bent til þess að hann gæti náð endurkjöri með enn lægra hlutfalli atkvæða í nóvember en þegar hann vann með minnihluta atkvæða á landsvísu árið 2016. Ástæðan er sú að stuðningur við forsetann dreifist á skilvirkan hátt fyrir kjörmannakerfið sem notað er í forsetakosningum. Þrátt fyrir hlutfallslegar óvinsældir á landsvísu gæti Trump enn tryggt sér endurkjör með því að vinna í nokkrum lykilríkjum kjörmannakerfisins með tiltölulega naumum mun líkt og gerðist árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Sjá meira
Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta við upphaf kosningaárs eru þær minnstu sem nokkur sitjandi forseti hefur haft á þessum tímapunkti að Gerald Ford undanskildum. Ekki þarf þó mikið að breytast til að líkur Trump á endurkjöri batni. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember þar sem Trump forseti sækist eftir endurkjöri. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um voru 42,6% Bandaríkjamanna ánægð með störf forsetans á nýársdag en 52,9% voru óánægð með hann. Aðeins Ford var óvinsælli þegar hann sóttist eftir kjöri í upphafi árs 1976 (Ford tók við embætti forseta þegar Richard Nixon sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins tveimur árum áður). Hann naut þá stuðnings 39,3% landsmanna. Þrátt fyrir að vinsældir Ford hefðu þokast upp í 43,6% á kjördag tapaði hann fyrir Jimmy Carter í forsetakosningum þess árs. Nathaniel Rakich, greinandi Five Thirty Eight, bendir á að forsetar sem nutu stuðnings 43,6% eða færri á kjördag hafi allir tapað í kosningum frá tíð Dwights D. Eisenhower. Allir sem voru með meira en 48,4% stuðning hafi hins vegar unnið. Vinsældir forseta hafa tekið nokkrum breytingum frá 1. janúar á kosningaári til kjördags. Fimm af ellefu urðu vinsælli á þeim tíma en sex urðu óvinsælli. Gerald Ford skrifar undir náðun Nixon eftir að sá síðarnefndi sagði af sér embætti árið 1974. Ford tapaði fyrir Jimmy Carter tveimur árum síðar.Vísir/Getty Minni sveifla í vinsældum forseta Slæmu fréttirnar fyrir Trump eru þó að með vaxandi flokkadráttum í bandarískum stjórnmálum hafa vinsældir forseta sveiflast minna en áður. Þannig breyttust vinsældir Baracks Obama, forvera Trump í embætti, aðeins um 3,8 prósentustig á kosningaárinu 2012. Vinsældir Trump hafa aðeins sveiflast um níu prósentustig alla forsetatíð hans og hafa verið afar stöðugar á bilinu 40-44%. Jafnvel þó að Trump yki vinsældir sínar lítillega fram að kosningum ætti hann enn möguleika á að ná endurkjöri. Kosningarannsóknir New York Times hafa bent til þess að hann gæti náð endurkjöri með enn lægra hlutfalli atkvæða í nóvember en þegar hann vann með minnihluta atkvæða á landsvísu árið 2016. Ástæðan er sú að stuðningur við forsetann dreifist á skilvirkan hátt fyrir kjörmannakerfið sem notað er í forsetakosningum. Þrátt fyrir hlutfallslegar óvinsældir á landsvísu gæti Trump enn tryggt sér endurkjör með því að vinna í nokkrum lykilríkjum kjörmannakerfisins með tiltölulega naumum mun líkt og gerðist árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Sjá meira