Sportpakkinn: Síðustu dagar erfiðastir en vallarstjórinn segir að spilað verði á vellinum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2020 19:00 Kristinn á vellinum í gær. vísir/skjáskot Síðustu dagar hafa verið erfiðastir fyrir vallarstarfsmenn á Laugardalsvelli sem vakta völlinn. 26. mars mæta Íslendingar, Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar. Vallarstjórinn segir að spilað verði á vellinum en Arnar Björnsson hitti Kristinn Jóhannesson á vellinum í gær. „Það hefur gengið nokkuð vel. Það er búið að vera ágætis desember og nóvember og áramótin voru góð,“ sagði vallarstjórinn. „Síðustu fjórir til fimm dagar hafa verið erfiðastir af öllum hinum mánuðunum,“ en er Kristinn ekki orðinn stressaður? „Nei, nei. Við fórum inn í veturinn vitandi það að það væri ekki sól og sumar á þessum tíma. Við bjuggumst við þessu. Samkvæmt öllu er þetta á áætlun.“ Miklar umbreytingar hafa verið í veðrinu í janúar. Frost, snjór, rigning en Kristinn segir að starfsmennirnir séu vel á verði. „Við erum með rosalega góðan starfshóp. Við fundum vel, hittumst og ræðum saman hvort að það sé ég eða Bjarni Hannesson eða mitt starfsfólk.“ „Við erum daglega að vakta veðurspár og erum úti á vellinum daglega að losa polla, ýta snjó, moka snjó og koma í veg fyrir mestu skemmdirnar.“ „Síðan eru ákveðin veðurskilyrði sem við ráðum bara ekkert við þannig að nú er bara léttur snjór yfir honum og örlítill klaki hér og þar.“ Kristinn segir að það verði spilað á Laugardalsvelli í mars. „Já. Við ætlum að spila hér og svo spilum við erlendis fimm dögum seinna,“ sagði brosandi Kristinn sem átti þá við úrslitaleikinn sem fer fram ytra. Allt innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vallarstjórinn bjartsýnn EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Sportpakkinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið erfiðastir fyrir vallarstarfsmenn á Laugardalsvelli sem vakta völlinn. 26. mars mæta Íslendingar, Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar. Vallarstjórinn segir að spilað verði á vellinum en Arnar Björnsson hitti Kristinn Jóhannesson á vellinum í gær. „Það hefur gengið nokkuð vel. Það er búið að vera ágætis desember og nóvember og áramótin voru góð,“ sagði vallarstjórinn. „Síðustu fjórir til fimm dagar hafa verið erfiðastir af öllum hinum mánuðunum,“ en er Kristinn ekki orðinn stressaður? „Nei, nei. Við fórum inn í veturinn vitandi það að það væri ekki sól og sumar á þessum tíma. Við bjuggumst við þessu. Samkvæmt öllu er þetta á áætlun.“ Miklar umbreytingar hafa verið í veðrinu í janúar. Frost, snjór, rigning en Kristinn segir að starfsmennirnir séu vel á verði. „Við erum með rosalega góðan starfshóp. Við fundum vel, hittumst og ræðum saman hvort að það sé ég eða Bjarni Hannesson eða mitt starfsfólk.“ „Við erum daglega að vakta veðurspár og erum úti á vellinum daglega að losa polla, ýta snjó, moka snjó og koma í veg fyrir mestu skemmdirnar.“ „Síðan eru ákveðin veðurskilyrði sem við ráðum bara ekkert við þannig að nú er bara léttur snjór yfir honum og örlítill klaki hér og þar.“ Kristinn segir að það verði spilað á Laugardalsvelli í mars. „Já. Við ætlum að spila hér og svo spilum við erlendis fimm dögum seinna,“ sagði brosandi Kristinn sem átti þá við úrslitaleikinn sem fer fram ytra. Allt innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vallarstjórinn bjartsýnn
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Sportpakkinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki