Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2020 10:25 Masako Mori, dómsmálaráðherra Japans, segir ásakanir Ghosn ekki eiga við rök að styðjast. AP/Eugene Hoshiko Dómsmálaráðherra Japans segir að ásakanir Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, um að hann hafi verið órétti beittur séu ekki studdar neinum rökum. Ghosn tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega í gær eftir að hann flúði Japan á meðan hann gekk laus gegn tryggingu rétt fyrir áramót.Á blaðamannafundi í Beirút lýsti Ghosn því sem hann sagði „grimmilega“ meðferð sem hann hefði hlotið hjá japönskum saksóknurum. Ghosn er ákærður fyrir fjármálalegt misferli í starfi í Japan. Hann fullyrðir að saksóknararnir hafi yfirheyrt hann í allt að átta klukkustundir á dag án þess að hann fengi að hafa lögmann með sér. Þeir hafi reynt að þvinga játningu út úr honum. Masako Mori, dómsmálaráðherra Japans, svaraði Ghosn í yfirlýsingu í morgun og sakaði hann um að fara með fleipur um japanskt réttarkerfi til að réttlæta ólöglegan flótta sinn frá landinu. Flótti Ghosn væri glæpur sem ekki ætti að líða í neinu ríki, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Mín upplifun af því að hlusta á hann var sú að það voru fáar yfirlýsingar sem voru studdar nokkrum sönnunum. EF hann vill sanna sakleysi sitt ætti hann að koma fyrir sanngjörn réttarhöld hér,“ sagði Mori. Ghosn fullyrti í gær að hann ætti „enga möguleika“ á sanngjörnum réttarhöldum í Japan. Honum tókst að lauma sér úr landi og flúði til Líbanon þangað sem hann á ættir að rekja. Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19 Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Eiginkona Ghosn sökuð um að hafa framið meinsæri í Japan Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Carole Ghosn en talið er að hún sé með eiginmanni sínum sem flúði til Líbanons. 7. janúar 2020 10:20 Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér og á hann að hafa óttast að fá ekki sanngjörn réttarhöld. 30. desember 2019 23:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra Japans segir að ásakanir Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, um að hann hafi verið órétti beittur séu ekki studdar neinum rökum. Ghosn tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega í gær eftir að hann flúði Japan á meðan hann gekk laus gegn tryggingu rétt fyrir áramót.Á blaðamannafundi í Beirút lýsti Ghosn því sem hann sagði „grimmilega“ meðferð sem hann hefði hlotið hjá japönskum saksóknurum. Ghosn er ákærður fyrir fjármálalegt misferli í starfi í Japan. Hann fullyrðir að saksóknararnir hafi yfirheyrt hann í allt að átta klukkustundir á dag án þess að hann fengi að hafa lögmann með sér. Þeir hafi reynt að þvinga játningu út úr honum. Masako Mori, dómsmálaráðherra Japans, svaraði Ghosn í yfirlýsingu í morgun og sakaði hann um að fara með fleipur um japanskt réttarkerfi til að réttlæta ólöglegan flótta sinn frá landinu. Flótti Ghosn væri glæpur sem ekki ætti að líða í neinu ríki, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Mín upplifun af því að hlusta á hann var sú að það voru fáar yfirlýsingar sem voru studdar nokkrum sönnunum. EF hann vill sanna sakleysi sitt ætti hann að koma fyrir sanngjörn réttarhöld hér,“ sagði Mori. Ghosn fullyrti í gær að hann ætti „enga möguleika“ á sanngjörnum réttarhöldum í Japan. Honum tókst að lauma sér úr landi og flúði til Líbanon þangað sem hann á ættir að rekja.
Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19 Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Eiginkona Ghosn sökuð um að hafa framið meinsæri í Japan Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Carole Ghosn en talið er að hún sé með eiginmanni sínum sem flúði til Líbanons. 7. janúar 2020 10:20 Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér og á hann að hafa óttast að fá ekki sanngjörn réttarhöld. 30. desember 2019 23:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19
Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14
Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00
Eiginkona Ghosn sökuð um að hafa framið meinsæri í Japan Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Carole Ghosn en talið er að hún sé með eiginmanni sínum sem flúði til Líbanons. 7. janúar 2020 10:20
Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér og á hann að hafa óttast að fá ekki sanngjörn réttarhöld. 30. desember 2019 23:02