Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2020 10:25 Masako Mori, dómsmálaráðherra Japans, segir ásakanir Ghosn ekki eiga við rök að styðjast. AP/Eugene Hoshiko Dómsmálaráðherra Japans segir að ásakanir Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, um að hann hafi verið órétti beittur séu ekki studdar neinum rökum. Ghosn tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega í gær eftir að hann flúði Japan á meðan hann gekk laus gegn tryggingu rétt fyrir áramót.Á blaðamannafundi í Beirút lýsti Ghosn því sem hann sagði „grimmilega“ meðferð sem hann hefði hlotið hjá japönskum saksóknurum. Ghosn er ákærður fyrir fjármálalegt misferli í starfi í Japan. Hann fullyrðir að saksóknararnir hafi yfirheyrt hann í allt að átta klukkustundir á dag án þess að hann fengi að hafa lögmann með sér. Þeir hafi reynt að þvinga játningu út úr honum. Masako Mori, dómsmálaráðherra Japans, svaraði Ghosn í yfirlýsingu í morgun og sakaði hann um að fara með fleipur um japanskt réttarkerfi til að réttlæta ólöglegan flótta sinn frá landinu. Flótti Ghosn væri glæpur sem ekki ætti að líða í neinu ríki, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Mín upplifun af því að hlusta á hann var sú að það voru fáar yfirlýsingar sem voru studdar nokkrum sönnunum. EF hann vill sanna sakleysi sitt ætti hann að koma fyrir sanngjörn réttarhöld hér,“ sagði Mori. Ghosn fullyrti í gær að hann ætti „enga möguleika“ á sanngjörnum réttarhöldum í Japan. Honum tókst að lauma sér úr landi og flúði til Líbanon þangað sem hann á ættir að rekja. Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19 Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Eiginkona Ghosn sökuð um að hafa framið meinsæri í Japan Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Carole Ghosn en talið er að hún sé með eiginmanni sínum sem flúði til Líbanons. 7. janúar 2020 10:20 Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér og á hann að hafa óttast að fá ekki sanngjörn réttarhöld. 30. desember 2019 23:02 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Dómsmálaráðherra Japans segir að ásakanir Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, um að hann hafi verið órétti beittur séu ekki studdar neinum rökum. Ghosn tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega í gær eftir að hann flúði Japan á meðan hann gekk laus gegn tryggingu rétt fyrir áramót.Á blaðamannafundi í Beirút lýsti Ghosn því sem hann sagði „grimmilega“ meðferð sem hann hefði hlotið hjá japönskum saksóknurum. Ghosn er ákærður fyrir fjármálalegt misferli í starfi í Japan. Hann fullyrðir að saksóknararnir hafi yfirheyrt hann í allt að átta klukkustundir á dag án þess að hann fengi að hafa lögmann með sér. Þeir hafi reynt að þvinga játningu út úr honum. Masako Mori, dómsmálaráðherra Japans, svaraði Ghosn í yfirlýsingu í morgun og sakaði hann um að fara með fleipur um japanskt réttarkerfi til að réttlæta ólöglegan flótta sinn frá landinu. Flótti Ghosn væri glæpur sem ekki ætti að líða í neinu ríki, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Mín upplifun af því að hlusta á hann var sú að það voru fáar yfirlýsingar sem voru studdar nokkrum sönnunum. EF hann vill sanna sakleysi sitt ætti hann að koma fyrir sanngjörn réttarhöld hér,“ sagði Mori. Ghosn fullyrti í gær að hann ætti „enga möguleika“ á sanngjörnum réttarhöldum í Japan. Honum tókst að lauma sér úr landi og flúði til Líbanon þangað sem hann á ættir að rekja.
Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19 Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Eiginkona Ghosn sökuð um að hafa framið meinsæri í Japan Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Carole Ghosn en talið er að hún sé með eiginmanni sínum sem flúði til Líbanons. 7. janúar 2020 10:20 Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér og á hann að hafa óttast að fá ekki sanngjörn réttarhöld. 30. desember 2019 23:02 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19
Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14
Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00
Eiginkona Ghosn sökuð um að hafa framið meinsæri í Japan Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Carole Ghosn en talið er að hún sé með eiginmanni sínum sem flúði til Líbanons. 7. janúar 2020 10:20
Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér og á hann að hafa óttast að fá ekki sanngjörn réttarhöld. 30. desember 2019 23:02