Aron Pálmarsson, stjarna handboltalandsliðsins, segist vera algjörlega heill heilsu og er klár í átökin á EM.
„Standið er gott og ég finn ekki fyrir neinu. Ég er klár,“ sagði Aron fyrir æfingu liðsins í gær.
„Mótið leggst vel í mig og aðstæður fínar. Ég er ánægður með hópinn og er spenntur.“
Aron dregur ekki dul yfir það að eðlilega stefni íslenska liðið að því að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti á ÓL í Tókýó.
„Fyrsta markmið er að komast upp úr riðlinum og það vita allir af þessu umspili fyrir Ólympíuleikana. Það er eitthvað sem alla dreymir um að spila á Ólympíuleikunum. Við erum í hálfgerðum dauðariðli og erum að fókusera á að komast upp úr honum.“
Aron er brattur og hefur trú á því að hann muni spila vel á mótinu.
„Mér finnst ég hafa spilað vel í vetur og gengið vel. Nú vil ég taka þetta á næsta level.