Kolbeinn í botnbaráttu í fyrsta sinn: „Erfitt að vera utan vallar“ Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2020 16:30 Kolbeinn Sigþórsson í leiknum við Östersund í fyrrakvöld. VÍSIR/GETTY Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson sneri aftur til keppni í gær en náði ekki að koma í veg fyrir enn eitt tap AIK sem er einu stigi frá botnsæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Kolbeinn hafði verið frá keppni í rúman mánuð þegar hann lék seinni hálfleikinn í 1-0 tapi gegn Östersund í gær. Í fjarveru Kolbeins hefur AIK gengið allt í óhag, enn verr en fyrr á leiktíðinni, en liðið vann aðeins einn leik af níu þá daga sem Kolbeins naut ekki við. Kolbeinn segir í samtali við Fotbollskanalen að það hafi verið afar erfitt að fylgjast með sínu liði síðustu vikur. „Já, auðvitað. Ég vil vera á vellinum og reyna að hjálpa til og nýta mína reynslu. Þegar þú getur ekki sinnt þínu starfi, ert á hliðarlínunni og sérð að liðið nær ekki að gera það sem að allir vilja, þá er erfitt að vera utan vallar. Það er allt auðveldara þegar hlutirnir ganga vel en svona er boltinn og við verðum að átta okkur á þeirri stöðu sem við erum í. Við verðum að snúa genginu við eins fljótt og hægt er,“ sagði Kolbeinn, feginn að vera farinn að geta spilað aftur. „Það var frábært að komast aftur inn á völlinn. Ég hefði viljað gera það fyrr því ég hef misst af níu leikjum, en ég er ánægður með að vera kominn aftur og vonandi get ég staðið fyrir mínu,“ sagði Kolbeinn. Ný reynsla fyrir mig Kolbeinn kom til AIK í fyrravor eftir leiðindatíma hjá Nantes í Frakklandi þar sem meiðsli og deilur við eiganda félagsins urðu til þess að hann spilaði varla fótbolta í tvö og hálft ár. Hann hefur einnig spilað með Ajax og AZ í Hollandi, þar sem hann raðaði inn mörkum, og aldrei leikið með liði í eins slæmri stöðu og AIK er nú. „Ég hef aldrei verið í botnbaráttu áður svo þetta er ný reynsla fyrir mig. Það hefur samt gengið upp og niður, og pressa verið til staðar, hvar sem ég hef verið en með öðrum hætti en núna. Við erum með nógu gott lið til að snúa genginu við,“ segir Kolbeinn sem er ekki viss um að hann sé kominn í líkamlegt ástand til að byrja leikinn við Falkenberg á sunnudag. „Við verðum að sjá til. Ég spilaði mínar fyrstu mínútur núna og hafði bara viku til að undirbúa mig fyrir þennan leik. Við sjáum til hvernig ég jafna mig en ef það gengur vel eru allar líkur á að ég verði klár í slaginn.“ Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kolbeinn lék sinn fyrsta leik í rúman mánuð Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. ágúst 2020 19:02 Kolbeinn loksins með AIK sem er í fallbaráttu Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. 12. ágúst 2020 16:10 Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Sjá meira
Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson sneri aftur til keppni í gær en náði ekki að koma í veg fyrir enn eitt tap AIK sem er einu stigi frá botnsæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Kolbeinn hafði verið frá keppni í rúman mánuð þegar hann lék seinni hálfleikinn í 1-0 tapi gegn Östersund í gær. Í fjarveru Kolbeins hefur AIK gengið allt í óhag, enn verr en fyrr á leiktíðinni, en liðið vann aðeins einn leik af níu þá daga sem Kolbeins naut ekki við. Kolbeinn segir í samtali við Fotbollskanalen að það hafi verið afar erfitt að fylgjast með sínu liði síðustu vikur. „Já, auðvitað. Ég vil vera á vellinum og reyna að hjálpa til og nýta mína reynslu. Þegar þú getur ekki sinnt þínu starfi, ert á hliðarlínunni og sérð að liðið nær ekki að gera það sem að allir vilja, þá er erfitt að vera utan vallar. Það er allt auðveldara þegar hlutirnir ganga vel en svona er boltinn og við verðum að átta okkur á þeirri stöðu sem við erum í. Við verðum að snúa genginu við eins fljótt og hægt er,“ sagði Kolbeinn, feginn að vera farinn að geta spilað aftur. „Það var frábært að komast aftur inn á völlinn. Ég hefði viljað gera það fyrr því ég hef misst af níu leikjum, en ég er ánægður með að vera kominn aftur og vonandi get ég staðið fyrir mínu,“ sagði Kolbeinn. Ný reynsla fyrir mig Kolbeinn kom til AIK í fyrravor eftir leiðindatíma hjá Nantes í Frakklandi þar sem meiðsli og deilur við eiganda félagsins urðu til þess að hann spilaði varla fótbolta í tvö og hálft ár. Hann hefur einnig spilað með Ajax og AZ í Hollandi, þar sem hann raðaði inn mörkum, og aldrei leikið með liði í eins slæmri stöðu og AIK er nú. „Ég hef aldrei verið í botnbaráttu áður svo þetta er ný reynsla fyrir mig. Það hefur samt gengið upp og niður, og pressa verið til staðar, hvar sem ég hef verið en með öðrum hætti en núna. Við erum með nógu gott lið til að snúa genginu við,“ segir Kolbeinn sem er ekki viss um að hann sé kominn í líkamlegt ástand til að byrja leikinn við Falkenberg á sunnudag. „Við verðum að sjá til. Ég spilaði mínar fyrstu mínútur núna og hafði bara viku til að undirbúa mig fyrir þennan leik. Við sjáum til hvernig ég jafna mig en ef það gengur vel eru allar líkur á að ég verði klár í slaginn.“
Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kolbeinn lék sinn fyrsta leik í rúman mánuð Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. ágúst 2020 19:02 Kolbeinn loksins með AIK sem er í fallbaráttu Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. 12. ágúst 2020 16:10 Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Sjá meira
Kolbeinn lék sinn fyrsta leik í rúman mánuð Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. ágúst 2020 19:02
Kolbeinn loksins með AIK sem er í fallbaráttu Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. 12. ágúst 2020 16:10
Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00