Áskorun frá KSÍ: Allt samfélagið horfir til okkar og fylgist með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 08:45 Íslandsmótið í knattspyrnu hefst á ný í kvöld og Beitir Ólafsson og félagar í KR mæta þá FH. Vísir/Daníel Þór Knattspyrnusamband Íslands fékk í gær formlega staðfestingu frá ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum um það, að ný reglugerð KSÍ um framkvæmd æfinga og leikja, fylgi öllum kröfum um nauðsynlegar sóttvarnir. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni en leikir á Íslandsmótinu í knattspyrnu geta því hafist að nýju samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá sem birt hefur verið á vef KSÍ. KSÍ tókst að fá grænt ljós frá heilbrigðisyfirvöldum eftir að sambandið útbjó mjög ítarlega og mun harðari sóttvarnarreglur en áður voru við lýði. Markmið reglnanna er að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í knattspyrnu sé með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að leika knattspyrnu á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri. Reglur KSÍ um sóttvarnir hafa verið staðfestar - Knattspyrnusamband Íslands https://t.co/EfOnOZ8QBa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 13, 2020 Öll félög þurfa meðal annars að fylla út sérstakt eyðublað em allra fyrst og senda til KSÍ á covid19@ksi.is. Einnig er þarna að finna gátlista fyrir sóttvarnarfulltrúa og reglugerð þá sem stjórn KSÍ staðfesti fyrr í dag. „Töluverður fjöldi spurninga hefur borist KSÍ undanfarna daga. Meðal efnis hér á vefnum verða helstu spurningar og svör þar sem allar spurningarnar eru birtar ásamt svörum við þeim. Allir sem hafa spurningar ættu að leita fyrst að svörum hér á vefnum og ef spurningunni hefur ekki þegar verið svarað þá er um að gera að senda frekari fyrirspurnir til KSÍ á netfangið covid19@ksi.is,“ segir í fréttinni á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar kemur einnig fram áskorun á alla sem lifa í íslenska knattspyrnuheiminum á tímum kórónuveirunnar. „Allir hagsmunaaðilar; leikmenn, forráðamenn félaga, starfsmenn félaga og mannvirkja, dómarar, fjölmiðlar og allt áhugafólk um knattspyrnu, þurfa nú að snúa bökum saman og sýna að við erum traustsins verð,“ segir í áskorun KSÍ. Þar kemur líka fram að ábyrgðin er mikil hjá íslensku knattspyrnufjölskyldunni. „Við skulum ekki efast um það eina einustu mínútu að samfélagið allt horfir til okkar og fylgist með því hvernig tekst til að framfylgja þessum reglum. Með sameiginlegu átaki allra hagsmunaaðila getum við tryggt að hægt sé að stunda knattspyrnu áfram þó að takmarkanir séu miklar,“ segir í fréttinni á KSÍ. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands fékk í gær formlega staðfestingu frá ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum um það, að ný reglugerð KSÍ um framkvæmd æfinga og leikja, fylgi öllum kröfum um nauðsynlegar sóttvarnir. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni en leikir á Íslandsmótinu í knattspyrnu geta því hafist að nýju samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá sem birt hefur verið á vef KSÍ. KSÍ tókst að fá grænt ljós frá heilbrigðisyfirvöldum eftir að sambandið útbjó mjög ítarlega og mun harðari sóttvarnarreglur en áður voru við lýði. Markmið reglnanna er að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í knattspyrnu sé með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að leika knattspyrnu á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri. Reglur KSÍ um sóttvarnir hafa verið staðfestar - Knattspyrnusamband Íslands https://t.co/EfOnOZ8QBa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 13, 2020 Öll félög þurfa meðal annars að fylla út sérstakt eyðublað em allra fyrst og senda til KSÍ á covid19@ksi.is. Einnig er þarna að finna gátlista fyrir sóttvarnarfulltrúa og reglugerð þá sem stjórn KSÍ staðfesti fyrr í dag. „Töluverður fjöldi spurninga hefur borist KSÍ undanfarna daga. Meðal efnis hér á vefnum verða helstu spurningar og svör þar sem allar spurningarnar eru birtar ásamt svörum við þeim. Allir sem hafa spurningar ættu að leita fyrst að svörum hér á vefnum og ef spurningunni hefur ekki þegar verið svarað þá er um að gera að senda frekari fyrirspurnir til KSÍ á netfangið covid19@ksi.is,“ segir í fréttinni á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar kemur einnig fram áskorun á alla sem lifa í íslenska knattspyrnuheiminum á tímum kórónuveirunnar. „Allir hagsmunaaðilar; leikmenn, forráðamenn félaga, starfsmenn félaga og mannvirkja, dómarar, fjölmiðlar og allt áhugafólk um knattspyrnu, þurfa nú að snúa bökum saman og sýna að við erum traustsins verð,“ segir í áskorun KSÍ. Þar kemur líka fram að ábyrgðin er mikil hjá íslensku knattspyrnufjölskyldunni. „Við skulum ekki efast um það eina einustu mínútu að samfélagið allt horfir til okkar og fylgist með því hvernig tekst til að framfylgja þessum reglum. Með sameiginlegu átaki allra hagsmunaaðila getum við tryggt að hægt sé að stunda knattspyrnu áfram þó að takmarkanir séu miklar,“ segir í fréttinni á KSÍ.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira