Og svo deyjum við… Friðrik Agni Árnason skrifar 14. ágúst 2020 08:30 Hvenær staldraðir þú síðast við og spurðir þig hvað í fjandanum þú sért að gera? Hver er tilgangurinn? Ekkert okkar veit neitt í okkar haus. Svona í rauninni. Ekkert sem við gerum meikar endilega einhvern sens og þess vegna erum við alltaf að reyna búa til sens úr hlutunum sem við erum að gera. Við erum að leita að ástríðu okkar eins og hún sé fjársjóður falinn einhversstaðar við enda regnbogadruslu sem við svo aldrei finnum nema kannski sumir ,,heppnir”. Hve oft heyrum við okkur sjálf og aðra í kringum okkur segja: Já ég er bara að leita svolítið að sjálfum/sjálfri mér og hvað mig langar að gera. Ef við pælum samt í því. Hversu líklegt er að við vitum ekki sjálf hver okkar eigin ástríða er? Það er ömurlega glatað að vita það ekki. Það er eðlilegt en samt ótrúlega glatað. En er ekki líklegra að við vitum nákvæmlega hver hún er en höfum ekki kjarkinn til að fylgja henni eftir? Ástríða okkar sprettur að innan og ef við gefum okkur tíma og rými til að hlusta þá vitum við nákvæmlega hver hún er. Flest okkar erum bara of föst inn í mynstri heimssamfélagsins sem hefur búið til kassa og form sem við reynum af mesta megni að passa inn í. Sumir eru jafnvel tilbúnir að berjast fram í rauðan dauðann til að komast inn í kassann, bókstaflega. Þeir fatta kannski loksins í framhaldslífinu að sú barátta þjónaði engum tilgangi og þeir dóu til einskis. Það er ekki merkingin sem ég vil með mínum dauða. Fyrst ég þarf endilega að deyja þá vil ég allavega deyja með tilgangi. Og til þess að deyja með tilgangi þá þarf ég að lifa með tilgangi. Það er auðveldara að eltast við mynstur samfélagsins heldur en að horfast í augu við innri ástríðu og búa til sitt eigið mynstur. Það er ekki kassi eða hringur. Það er kannski bara flækjukúla. Og flækjukúlur hræða okkur. En við deyjum svo öll. Jafnvel þó þú farir í stríð fyrir málstað sem er ekki einu sinni þinn eigin málstaður og kemst hjá því að deyja þá deyrðu samt einhverntímann seinna. Því miður. Það er bara staðreynd. Við sem erum lifandi akkúrat núna á jörðinni eigum það sameiginlegt að við erum lifandi hér og nú á sama stað og tíma. Genin okkar eru ólík en það sem tengir okkur öll er að við höfum sömu örlög. Dauði. En okkar eigin tilgangur er skilgreindur af okkur sjálfum og okkur einum. Engin annar veit hver ástríða okkar er. Mér finnst yndislegt að tala við eldra fólk. Semsagt mjög gamalt fólk. Og heyra og skynja enga eftirsjá í því heldur einungis sátt og þakklæti. Manneskjan hefur kannski aldrei átt flottasta húsið, bílinn, ferðast mest eða átt margar milljónir í veskinu. En manneskjan hefur enga eftirsjá í hjartanu. Ég heimsótti þannig konu um daginn. Það komu augnablik í samtalinu sem hreinlega gáfu mér sting í hjartað af innblæstri; Ekkert stress, engar áhyggjur, þetta var allt bara svona eins og gengur. „Ég lufsast þetta svona áfram…” Og svo bara kemur minn tími. Hún sagði þetta síðasta kannski ekki en mér fannst það bergmála í loftinu og það var fallegt. Í dag svífur yfir okkur einhver óvissa, óöryggi og hræðsla. Gæti verið að undir öllu veiru veseninu sé þetta í grunninn sama hræðslan og við höfum alltaf haft? Hræðslan við endalokin? Veiran (sem er ekki einu sinni það skæð í sjálfu sér miðað við margt annað) er samt sem áður áminningin á vanmátt okkar gagnvart eigin dauða. Veiran er alltaf nálægt. Hún var það líka áður en hún flaug frá Kína. Allt sem við gerum og gerðum meikar engan sens í stóra samhenginu. Það er samt einmitt full ástæða til þess að gera allavega eitthvað og ekki deyja í tilgangsleysi. Þó að ekkert sem þú gerir skipti í raun máli þá getur þú alveg eins gert eitthvað eins og að gera ekkert, ekki satt? Nokkra hluti hef ég uppgötvað um sjálfan mig. Ég hef fundið út að ég skrifa mikið og hef alltaf skrifað. Ég kann það ekkert endilega en ég geri það bara samt. Sumt er flott og meikar kannski einhvern sens. Annað er glatað og er í skúffum. Það eru þó mín skrif og minn sannleikur. Ég dansa og kenni dans og geri það af einlægni. Ég tala út frá mínum sannleika og ég hvet aðra til dáða af einlægni. Stundum hugsa ég að ef við reynum öll eftir okkar bestu vitund að lifa í einlægni og sannleika, lærum og þroskumst sem ein heild að þá séum við nýta tímann okkar hérna betur. Í staðinn fyrir að reyna vera ódauðleg og hvort öðru merkilegri. Gera eitthvað í stað þess að gera ekkert. Því tíminn rennur út hvort sem er. Sem minnir mig á það. Ég þarf að hringja símtal sem ég hef verið hræddur við að hringja. Það tengist ástríðu minni og ég gæti fengið höfnun á hinum enda símalínunnar. En ég meina. Það skiptir ekki máli. Hvað er það versta sem kemur fyrir? Ef ég dey í miðju símtali þá dey ég allavega við að fylgja ástríðu minni og verð ekki bitur draugur í kassa. Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hvenær staldraðir þú síðast við og spurðir þig hvað í fjandanum þú sért að gera? Hver er tilgangurinn? Ekkert okkar veit neitt í okkar haus. Svona í rauninni. Ekkert sem við gerum meikar endilega einhvern sens og þess vegna erum við alltaf að reyna búa til sens úr hlutunum sem við erum að gera. Við erum að leita að ástríðu okkar eins og hún sé fjársjóður falinn einhversstaðar við enda regnbogadruslu sem við svo aldrei finnum nema kannski sumir ,,heppnir”. Hve oft heyrum við okkur sjálf og aðra í kringum okkur segja: Já ég er bara að leita svolítið að sjálfum/sjálfri mér og hvað mig langar að gera. Ef við pælum samt í því. Hversu líklegt er að við vitum ekki sjálf hver okkar eigin ástríða er? Það er ömurlega glatað að vita það ekki. Það er eðlilegt en samt ótrúlega glatað. En er ekki líklegra að við vitum nákvæmlega hver hún er en höfum ekki kjarkinn til að fylgja henni eftir? Ástríða okkar sprettur að innan og ef við gefum okkur tíma og rými til að hlusta þá vitum við nákvæmlega hver hún er. Flest okkar erum bara of föst inn í mynstri heimssamfélagsins sem hefur búið til kassa og form sem við reynum af mesta megni að passa inn í. Sumir eru jafnvel tilbúnir að berjast fram í rauðan dauðann til að komast inn í kassann, bókstaflega. Þeir fatta kannski loksins í framhaldslífinu að sú barátta þjónaði engum tilgangi og þeir dóu til einskis. Það er ekki merkingin sem ég vil með mínum dauða. Fyrst ég þarf endilega að deyja þá vil ég allavega deyja með tilgangi. Og til þess að deyja með tilgangi þá þarf ég að lifa með tilgangi. Það er auðveldara að eltast við mynstur samfélagsins heldur en að horfast í augu við innri ástríðu og búa til sitt eigið mynstur. Það er ekki kassi eða hringur. Það er kannski bara flækjukúla. Og flækjukúlur hræða okkur. En við deyjum svo öll. Jafnvel þó þú farir í stríð fyrir málstað sem er ekki einu sinni þinn eigin málstaður og kemst hjá því að deyja þá deyrðu samt einhverntímann seinna. Því miður. Það er bara staðreynd. Við sem erum lifandi akkúrat núna á jörðinni eigum það sameiginlegt að við erum lifandi hér og nú á sama stað og tíma. Genin okkar eru ólík en það sem tengir okkur öll er að við höfum sömu örlög. Dauði. En okkar eigin tilgangur er skilgreindur af okkur sjálfum og okkur einum. Engin annar veit hver ástríða okkar er. Mér finnst yndislegt að tala við eldra fólk. Semsagt mjög gamalt fólk. Og heyra og skynja enga eftirsjá í því heldur einungis sátt og þakklæti. Manneskjan hefur kannski aldrei átt flottasta húsið, bílinn, ferðast mest eða átt margar milljónir í veskinu. En manneskjan hefur enga eftirsjá í hjartanu. Ég heimsótti þannig konu um daginn. Það komu augnablik í samtalinu sem hreinlega gáfu mér sting í hjartað af innblæstri; Ekkert stress, engar áhyggjur, þetta var allt bara svona eins og gengur. „Ég lufsast þetta svona áfram…” Og svo bara kemur minn tími. Hún sagði þetta síðasta kannski ekki en mér fannst það bergmála í loftinu og það var fallegt. Í dag svífur yfir okkur einhver óvissa, óöryggi og hræðsla. Gæti verið að undir öllu veiru veseninu sé þetta í grunninn sama hræðslan og við höfum alltaf haft? Hræðslan við endalokin? Veiran (sem er ekki einu sinni það skæð í sjálfu sér miðað við margt annað) er samt sem áður áminningin á vanmátt okkar gagnvart eigin dauða. Veiran er alltaf nálægt. Hún var það líka áður en hún flaug frá Kína. Allt sem við gerum og gerðum meikar engan sens í stóra samhenginu. Það er samt einmitt full ástæða til þess að gera allavega eitthvað og ekki deyja í tilgangsleysi. Þó að ekkert sem þú gerir skipti í raun máli þá getur þú alveg eins gert eitthvað eins og að gera ekkert, ekki satt? Nokkra hluti hef ég uppgötvað um sjálfan mig. Ég hef fundið út að ég skrifa mikið og hef alltaf skrifað. Ég kann það ekkert endilega en ég geri það bara samt. Sumt er flott og meikar kannski einhvern sens. Annað er glatað og er í skúffum. Það eru þó mín skrif og minn sannleikur. Ég dansa og kenni dans og geri það af einlægni. Ég tala út frá mínum sannleika og ég hvet aðra til dáða af einlægni. Stundum hugsa ég að ef við reynum öll eftir okkar bestu vitund að lifa í einlægni og sannleika, lærum og þroskumst sem ein heild að þá séum við nýta tímann okkar hérna betur. Í staðinn fyrir að reyna vera ódauðleg og hvort öðru merkilegri. Gera eitthvað í stað þess að gera ekkert. Því tíminn rennur út hvort sem er. Sem minnir mig á það. Ég þarf að hringja símtal sem ég hef verið hræddur við að hringja. Það tengist ástríðu minni og ég gæti fengið höfnun á hinum enda símalínunnar. En ég meina. Það skiptir ekki máli. Hvað er það versta sem kemur fyrir? Ef ég dey í miðju símtali þá dey ég allavega við að fylgja ástríðu minni og verð ekki bitur draugur í kassa. Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun