Vilja rannsaka hegðun sendiherrans frekar Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 20:04 Robert Wood Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi. Getty/Hannah McKay Robert Wood Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, hefur hagað sér með móðgandi hætti gagnvart starfsfólki sendiráðsins. Þetta kemur fram í skýrslu innri endurskoðenda Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sem segir þó að þörf sé að ítarlegri rannsókn á hegðun sendiherrans. Í skýrslunni kemur fram að starfsandi í sendiráðinu hafi versnað í tíð sendiherrans. Meðal móðgandi og óviðeigandi ummæla ráðherrans eru ummæli um kynþátt, litarhaft, kyn og trú starfsmanna sendiráðsins. Hann er einnig sagður hafa beitt starfsmenn miklum þrýstingi, sakað þau um að vinna gegn sér og hótað að reka fólk sem hefur fært honum svör sem hann hefur ekki verið sáttur við. Johnson er auðjöfur og meðal annars meðeigandi í NFL-liðinu New York Jets. Hann hefur enga reynslu sem erindreki og var skipaður í stöðuna af Donald Trump, forseta, í ágúst 2017. New York Times sagði frá því í síðasta mánuði að Johnson hefði rætt við ráðamenn í Skotlandi um að halda Opna breska meistaramótið á velli Trump í Turnberry. Beiðni um slíkt er sögð hafa borist frá Trump sjálfum og á aðstoðarsendiherra hans að hafa varað Johnson við því að verða við henni. Slíkt gæti verið lögbrot. Johnson mun þó hafa fundist hann undir þrýstingi frá Hvíta húsinu og ræddi málið við David Mundell, innanríkisráðherra Skotlands. Í kjölfarið sendi aðstoðarsendiherrann póst til Utanríkisráðuneytisins og sagði starfsmönnum þar hvað hefði gerst. Johnson rak aðstoðarsendiherrann svo skömmu seinna. Í áðurnefndri skýrslu er haft eftir Johnson að hann biðjist afsökunar ef hann hefur óvitandi móðgað einhvern. Hann þvertekur þó fyrir að hafa komið fram við starfsmenn af vanvirðingu eða brotið gegn þeim á nokkurn hátt. Bandaríkin Donald Trump Bretland Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Robert Wood Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, hefur hagað sér með móðgandi hætti gagnvart starfsfólki sendiráðsins. Þetta kemur fram í skýrslu innri endurskoðenda Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sem segir þó að þörf sé að ítarlegri rannsókn á hegðun sendiherrans. Í skýrslunni kemur fram að starfsandi í sendiráðinu hafi versnað í tíð sendiherrans. Meðal móðgandi og óviðeigandi ummæla ráðherrans eru ummæli um kynþátt, litarhaft, kyn og trú starfsmanna sendiráðsins. Hann er einnig sagður hafa beitt starfsmenn miklum þrýstingi, sakað þau um að vinna gegn sér og hótað að reka fólk sem hefur fært honum svör sem hann hefur ekki verið sáttur við. Johnson er auðjöfur og meðal annars meðeigandi í NFL-liðinu New York Jets. Hann hefur enga reynslu sem erindreki og var skipaður í stöðuna af Donald Trump, forseta, í ágúst 2017. New York Times sagði frá því í síðasta mánuði að Johnson hefði rætt við ráðamenn í Skotlandi um að halda Opna breska meistaramótið á velli Trump í Turnberry. Beiðni um slíkt er sögð hafa borist frá Trump sjálfum og á aðstoðarsendiherra hans að hafa varað Johnson við því að verða við henni. Slíkt gæti verið lögbrot. Johnson mun þó hafa fundist hann undir þrýstingi frá Hvíta húsinu og ræddi málið við David Mundell, innanríkisráðherra Skotlands. Í kjölfarið sendi aðstoðarsendiherrann póst til Utanríkisráðuneytisins og sagði starfsmönnum þar hvað hefði gerst. Johnson rak aðstoðarsendiherrann svo skömmu seinna. Í áðurnefndri skýrslu er haft eftir Johnson að hann biðjist afsökunar ef hann hefur óvitandi móðgað einhvern. Hann þvertekur þó fyrir að hafa komið fram við starfsmenn af vanvirðingu eða brotið gegn þeim á nokkurn hátt.
Bandaríkin Donald Trump Bretland Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent