Kolbeinn loksins með AIK sem er í fallbaráttu Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2020 16:10 Kolbeinn Sigþórsson og félagar hans þurfa að snúa við afar döpru gengi AIK. vísir/getty Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. Kolbeinn hefur ekki spilað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta frá því 2. júlí. Í frétt Fotbollskanalen í dag er bent á að meiðsli og veikindi hafi sett mikinn svip á veru Kolbeins hjá AIK eftir að hann kom til félagsins í fyrravor. Á meðan að Kolbeinn hefur verið frá keppni hefur AIK verið á hraðri niðurleið en liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu sex leikjum sínum. AIK er í 13. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, stigi frá neðsta sæti, eftir að hafa barist um titilinn fram á síðustu stundu í fyrra. Forráðamenn AIK ráku þjálfarann Rikard Norling og réðu Bartosz Grzelak um síðustu mánaðamót, en það virðist litlu hafa skilað. Grzelak er ánægður með að geta nú teflt Kolbeini fram en vildi ekkert gefa uppi um hvort framherjinn væri í nægilega góðu ástandi til að byrja leikinn á morgun. „Ef hann væri ekki jákvæður og liði vel fyrir þennan leik þá væri hann jú ekki í hópnum. Hann hefur fengið sitt uppbyggingartímabil sem er núna lokið. Það er gott að geta fengið inn mann með þá reynslu og hæfileika sem hann hefur,“ sagði Grzelak. Endurkoma Kolbeins gefur fyrirheit um að hann geti látið til sín taka með íslenska landsliðinu í haust. Ísland mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni 5. og 8. september en leikurinn mikilvægi við Rúmeníu, í umspili um sæti á EM, er svo 8. október. Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Kolbeinn kom inn af bekknum í sigri Kolbeinn Sigþórsson hóf leik á varamannabekk AIK þegar liðið heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. júní 2020 17:35 Kolbeinn ekki í ástandi til að byrja leiki AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu. 21. júní 2020 11:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. Kolbeinn hefur ekki spilað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta frá því 2. júlí. Í frétt Fotbollskanalen í dag er bent á að meiðsli og veikindi hafi sett mikinn svip á veru Kolbeins hjá AIK eftir að hann kom til félagsins í fyrravor. Á meðan að Kolbeinn hefur verið frá keppni hefur AIK verið á hraðri niðurleið en liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu sex leikjum sínum. AIK er í 13. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, stigi frá neðsta sæti, eftir að hafa barist um titilinn fram á síðustu stundu í fyrra. Forráðamenn AIK ráku þjálfarann Rikard Norling og réðu Bartosz Grzelak um síðustu mánaðamót, en það virðist litlu hafa skilað. Grzelak er ánægður með að geta nú teflt Kolbeini fram en vildi ekkert gefa uppi um hvort framherjinn væri í nægilega góðu ástandi til að byrja leikinn á morgun. „Ef hann væri ekki jákvæður og liði vel fyrir þennan leik þá væri hann jú ekki í hópnum. Hann hefur fengið sitt uppbyggingartímabil sem er núna lokið. Það er gott að geta fengið inn mann með þá reynslu og hæfileika sem hann hefur,“ sagði Grzelak. Endurkoma Kolbeins gefur fyrirheit um að hann geti látið til sín taka með íslenska landsliðinu í haust. Ísland mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni 5. og 8. september en leikurinn mikilvægi við Rúmeníu, í umspili um sæti á EM, er svo 8. október.
Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Kolbeinn kom inn af bekknum í sigri Kolbeinn Sigþórsson hóf leik á varamannabekk AIK þegar liðið heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. júní 2020 17:35 Kolbeinn ekki í ástandi til að byrja leiki AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu. 21. júní 2020 11:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Sjá meira
Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00
Kolbeinn kom inn af bekknum í sigri Kolbeinn Sigþórsson hóf leik á varamannabekk AIK þegar liðið heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. júní 2020 17:35
Kolbeinn ekki í ástandi til að byrja leiki AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu. 21. júní 2020 11:00