Segir stjórnvöld fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 12:39 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Það geti orðið til að lama innlent efnahagslíf. Að sögn þingmannsins felst lausnin í nýsköpun sem hið opinbera myndi fjármagna. Undanfarna daga hefur umræða skapast um opnun og lokun landamæra vegna kórónuveirunnar nú þegar landsmenn standa frammi fyrir, að því er virðist, annarri bylgju faraldursins. Í umræðunni hafa hagræn áhrif verið vegin og metin og ólíkir hagsmunir togast á. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, sagði í grein sem hann birti í nýjasta tölublaði Vísbendingar að stjórnvöld hefðu gert mistök með því að opna landið fyrir ferðamönnum og ofmetið kosti þess að opna það. Þau hafi sömuleiðis vanmetið þá hættu sem opnunin skapaði fyrir efnahagslífið. Þá gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir að hafa látið hjá líða að ráðast í heildstæða athugun á hagrænum áhrifum við undirbúning opnun landsins. Aukin útbreiðsla veirunnar hér á landi hefur í för með sér sýkingarvarnir á borð við tveggja metra regluna og fjöldatakmarkanir sem setur innlenda atvinnustarfsemi og menntun í uppnám. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ríkisstjórnin hafi með opnun landsins fórnað minni hagsmunum fyrir meiri. „Það er verið að reyna að fá smá ferðaþjónustu inn – Það ekki nándar nærri sama ferþjónusta og var. Við náum því aldrei - en áhættan á sama tíma er að það lamist einmitt allt eins og gerðist hérna fyrr á árinu. Það eru stóru hagsmunirnir á móti. Efnahagslífið innanlands getur einmitt blómstrað mjög vel með aðkomu hins opinbera að nýsköpun þar sem ný störf koma í staðinn fyrir þau glötuðu í ferðaþjónustunni þangað til, mögulega, að ástandið í heiminum er orðið þannig að ferðaþjónustan geti komið inn á ný.“ Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 45.600 í júlí eða um 80,3% færri en í sama mánuði fyrir ári. Björn segir að þegar einkageirinn dregst saman vegna faraldursins fari fjöldi fólks á atvinnuleysisbætur og framleiðslugeta samfélagsins dregst verulega saman. Björn segir að framleiðnimöguleikarnir og mannauðurinn sé enn til staðar, það sé bara ekki verið að nýta það. Í staðinn fyrir þau störf sem glatast í ferðamennsku vegna veirunnar séu tækifæri í boði til nýsköpunar. „Fall í ferðaþjónustu býr til atvinnuleysi og þegar hið opinbera kemur ekki með eitthvað í staðinn þá verður minni framleiðni. Þá eru stjórnvöld að hunsa þá möguleika sem þau hafa til að laga efnahagslífið.“ Björn Leví birti í dag grein um málið á vefsvæði sínu sem hægt er að lesa hér. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45 Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Það geti orðið til að lama innlent efnahagslíf. Að sögn þingmannsins felst lausnin í nýsköpun sem hið opinbera myndi fjármagna. Undanfarna daga hefur umræða skapast um opnun og lokun landamæra vegna kórónuveirunnar nú þegar landsmenn standa frammi fyrir, að því er virðist, annarri bylgju faraldursins. Í umræðunni hafa hagræn áhrif verið vegin og metin og ólíkir hagsmunir togast á. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, sagði í grein sem hann birti í nýjasta tölublaði Vísbendingar að stjórnvöld hefðu gert mistök með því að opna landið fyrir ferðamönnum og ofmetið kosti þess að opna það. Þau hafi sömuleiðis vanmetið þá hættu sem opnunin skapaði fyrir efnahagslífið. Þá gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir að hafa látið hjá líða að ráðast í heildstæða athugun á hagrænum áhrifum við undirbúning opnun landsins. Aukin útbreiðsla veirunnar hér á landi hefur í för með sér sýkingarvarnir á borð við tveggja metra regluna og fjöldatakmarkanir sem setur innlenda atvinnustarfsemi og menntun í uppnám. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ríkisstjórnin hafi með opnun landsins fórnað minni hagsmunum fyrir meiri. „Það er verið að reyna að fá smá ferðaþjónustu inn – Það ekki nándar nærri sama ferþjónusta og var. Við náum því aldrei - en áhættan á sama tíma er að það lamist einmitt allt eins og gerðist hérna fyrr á árinu. Það eru stóru hagsmunirnir á móti. Efnahagslífið innanlands getur einmitt blómstrað mjög vel með aðkomu hins opinbera að nýsköpun þar sem ný störf koma í staðinn fyrir þau glötuðu í ferðaþjónustunni þangað til, mögulega, að ástandið í heiminum er orðið þannig að ferðaþjónustan geti komið inn á ný.“ Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 45.600 í júlí eða um 80,3% færri en í sama mánuði fyrir ári. Björn segir að þegar einkageirinn dregst saman vegna faraldursins fari fjöldi fólks á atvinnuleysisbætur og framleiðslugeta samfélagsins dregst verulega saman. Björn segir að framleiðnimöguleikarnir og mannauðurinn sé enn til staðar, það sé bara ekki verið að nýta það. Í staðinn fyrir þau störf sem glatast í ferðamennsku vegna veirunnar séu tækifæri í boði til nýsköpunar. „Fall í ferðaþjónustu býr til atvinnuleysi og þegar hið opinbera kemur ekki með eitthvað í staðinn þá verður minni framleiðni. Þá eru stjórnvöld að hunsa þá möguleika sem þau hafa til að laga efnahagslífið.“ Björn Leví birti í dag grein um málið á vefsvæði sínu sem hægt er að lesa hér.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45 Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45
Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53
Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent