Veiran á landinu barst ekki frá „öruggu ríki“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 11:22 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg ef ná á utan um þessa aðra bylgju kórónuveirufaraldursins. Það hangi hins vegar fleira á spítunni. Vísir/Vilhelm Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í aðsendri grein sem hann birti á Vísi. Greinin er svar við skrifum Ólafs Haukssonar almannatengils þar sem hann ýjar að því að Íslensk erfðagreining hafi stuðlað að því að kórónuveiran bærist til landsins. Það hafi fyrirtækið gert með því að hætta skimun á landamærunum með stuttum fyrirvara „og þess vegna hafi orðið að hætta að skima eftir veirunni í þeim sem komu frá löndum sem töldust örugg og þess vegna hafi veiran komist inn í landið aftur,“ skrifar Ólafur. Kári hafnar þessari söguskýringu í grein sinni og segir brotthvarf fyrirtækisins ekki hafa verið fyrirvaralaust. Íslensk erfðagreining hafi þannig séð alfarið um skimun á landamærunum í tvær vikur - „og hjálpaði Landspítalanum að taka við henni með því að þjálfa fyrir hann átján starfsmenn og gefa honum heimasmíðaðan hugbúnað sem er algjör forsenda þess að spítalinn geti sinnt verkefninu. Það er því alrangt að við höfum hlaupist á brott,“ skrifar Kári. Þar að auki hafi fyrirtækið haldið áfram að raðgreina veiruna úr öllum sýnum sem greinst hafa á landinu, getan til þess sé hvergi annars staðar en hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir umrædda raðgreiningu hafa verið nauðsynlega til þess að rekja smit. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga „Svo er það staðreynd að tæknilega hefur skimun á landamærum gengið vel og ekki síður hjá Landspítalanum en okkur. Nokkrir sýktir einstaklingar hafa komist í gegn án þess að veiran fyndist en í öllum tilfellum hefur verið hægt að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu utan einu,“ skrifar Kári og vísar þar til þess afbrigðis veirunnar sem stjórnvöld glíma nú við. Eins og fram hefur komið á upplýsingafundum almannavarna að undanförnu þá hafi sýkingar síðustu daga sýnt fram á að tvær gerðir veirunnar hafi farið á flug hér á landi. Búið sé að ná tökum á annarri þeirra en önnur sé ennþá að skjóta upp kollinum. „Það er smit af veirunni með mynstur stökkbreytinga sem er mjög sjaldgæft og gæti ekki verið frá einu af „öruggu“ löndunum sem eru undanþegin skimun,“ skrifar Kári. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. Kári segir Íslenska erfðagreiningu því ekki hafa hætt skimun á landamærum fyrr en fyrirtækið var búið að sjá til þess að Landspítalinn gæti tekið við að skima í sama magni og af jafn miklum gæðum. „Þegar maður leggur saman reynslu af skimun ÍE og Landspítalans er ljóst að það komast mjög fáir smitaðir inn í landið þegar það er skimað en þó einstaka. Það er líka ljóst að oftast er hægt að koma í veg fyrir að þeir sem sleppa inn valdi miklum skaða en ekki alltaf.“ Grein Kára má nálgast í heild með því að smella hér. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hagsmunir Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í aðsendri grein sem hann birti á Vísi. Greinin er svar við skrifum Ólafs Haukssonar almannatengils þar sem hann ýjar að því að Íslensk erfðagreining hafi stuðlað að því að kórónuveiran bærist til landsins. Það hafi fyrirtækið gert með því að hætta skimun á landamærunum með stuttum fyrirvara „og þess vegna hafi orðið að hætta að skima eftir veirunni í þeim sem komu frá löndum sem töldust örugg og þess vegna hafi veiran komist inn í landið aftur,“ skrifar Ólafur. Kári hafnar þessari söguskýringu í grein sinni og segir brotthvarf fyrirtækisins ekki hafa verið fyrirvaralaust. Íslensk erfðagreining hafi þannig séð alfarið um skimun á landamærunum í tvær vikur - „og hjálpaði Landspítalanum að taka við henni með því að þjálfa fyrir hann átján starfsmenn og gefa honum heimasmíðaðan hugbúnað sem er algjör forsenda þess að spítalinn geti sinnt verkefninu. Það er því alrangt að við höfum hlaupist á brott,“ skrifar Kári. Þar að auki hafi fyrirtækið haldið áfram að raðgreina veiruna úr öllum sýnum sem greinst hafa á landinu, getan til þess sé hvergi annars staðar en hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir umrædda raðgreiningu hafa verið nauðsynlega til þess að rekja smit. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga „Svo er það staðreynd að tæknilega hefur skimun á landamærum gengið vel og ekki síður hjá Landspítalanum en okkur. Nokkrir sýktir einstaklingar hafa komist í gegn án þess að veiran fyndist en í öllum tilfellum hefur verið hægt að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu utan einu,“ skrifar Kári og vísar þar til þess afbrigðis veirunnar sem stjórnvöld glíma nú við. Eins og fram hefur komið á upplýsingafundum almannavarna að undanförnu þá hafi sýkingar síðustu daga sýnt fram á að tvær gerðir veirunnar hafi farið á flug hér á landi. Búið sé að ná tökum á annarri þeirra en önnur sé ennþá að skjóta upp kollinum. „Það er smit af veirunni með mynstur stökkbreytinga sem er mjög sjaldgæft og gæti ekki verið frá einu af „öruggu“ löndunum sem eru undanþegin skimun,“ skrifar Kári. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. Kári segir Íslenska erfðagreiningu því ekki hafa hætt skimun á landamærum fyrr en fyrirtækið var búið að sjá til þess að Landspítalinn gæti tekið við að skima í sama magni og af jafn miklum gæðum. „Þegar maður leggur saman reynslu af skimun ÍE og Landspítalans er ljóst að það komast mjög fáir smitaðir inn í landið þegar það er skimað en þó einstaka. Það er líka ljóst að oftast er hægt að koma í veg fyrir að þeir sem sleppa inn valdi miklum skaða en ekki alltaf.“ Grein Kára má nálgast í heild með því að smella hér.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hagsmunir Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Hagsmunir Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til 11. ágúst 2020 11:00