Grímur sagðar virka vel en buff fjölga dropum í loftinu Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2020 22:32 Grímur sem heilbrigðisstarfsfólk notar helst virkuðu vel í rannsókninni. Þorkell Þorkelsson/Landspítali Buff og klútar gera lítið til að draga úr því að fólk sem smitast hefur af Covid-19 smiti út frá sér. Vísindamenn við Duke háskólann í Bandaríkjunum luku nýverið við rannsókn þar sem skilvirkni fjórtán tegunda gríma gegn Covid-19 var könnuð og var þetta meðal niðurstaða rannsóknarinnar. Aðrar grímur draga nánast alfarið úr dreifingu agna sem gætu borið veiruna. Covid-19 smitast aðallega með dropa- og snertismiti. Dropar sem koma þegar fólk hnerrar, hóstar eða talar geta hangið í loftinu og smitað þannig. Sérstaklega í lokuðum rýmum. Vísindamennirnir skoðuðu fjórtán mismunandi grímur. Grímurnar voru settar á manneskju sem prófaði að tala með grímurnar og án grímu. Ljósgeislar og myndavélar voru svo notaðar til að skoða dropana sem bárust frá viðkomandi. Ekki var skoðað hvort að grímur stöðvi þessa dropa á leiðinni inn. Í ljós kom að fleiri dropar bárust frá fólki með buff en frá fólki sem var ekki með neitt fyrir vitum sínum. Buffin sjálf stöðva ekki dropana heldur brutu þá upp svo fleiri en smærri dropar bárust út í loftið. Þar að auki hanga smærri dropar lengur í loftinu en stærri. Hálsklútar voru það næstversta sem skoðað var. Rannsóknin sýndi þó fram á að heimagerðar grímur úr bómull virkuðu mjög vel. Best virkaði þó N95 gríma, sem heilbrigðisstarfsfólk á víglínunum, ef svo má að orði komast, nota gjarnan. Aðrar grímur sem heilbrigðisstarfsfólk notar einnig mikið reyndust sömuleiðis vel. Haft er eftir einum af þeim sem komu að rannsókninni á vef Sky að grímur séu einföld og ódýr leið til að sporna gegn dreifingu Covid-19. Um helmingur þeirra sem smitast séu án einkenna og viti oft ekki að þau séu smituð. Þannig geti þó ómeðvitað dreift veirunni með því að hnerra eða jafnvel tala. „Ef allir væru með grímur, myndum við stöðva um 99 prósent af þessum dropum, áður en þeir ná til annarra,“ sagði Eric Westman. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Buff og klútar gera lítið til að draga úr því að fólk sem smitast hefur af Covid-19 smiti út frá sér. Vísindamenn við Duke háskólann í Bandaríkjunum luku nýverið við rannsókn þar sem skilvirkni fjórtán tegunda gríma gegn Covid-19 var könnuð og var þetta meðal niðurstaða rannsóknarinnar. Aðrar grímur draga nánast alfarið úr dreifingu agna sem gætu borið veiruna. Covid-19 smitast aðallega með dropa- og snertismiti. Dropar sem koma þegar fólk hnerrar, hóstar eða talar geta hangið í loftinu og smitað þannig. Sérstaklega í lokuðum rýmum. Vísindamennirnir skoðuðu fjórtán mismunandi grímur. Grímurnar voru settar á manneskju sem prófaði að tala með grímurnar og án grímu. Ljósgeislar og myndavélar voru svo notaðar til að skoða dropana sem bárust frá viðkomandi. Ekki var skoðað hvort að grímur stöðvi þessa dropa á leiðinni inn. Í ljós kom að fleiri dropar bárust frá fólki með buff en frá fólki sem var ekki með neitt fyrir vitum sínum. Buffin sjálf stöðva ekki dropana heldur brutu þá upp svo fleiri en smærri dropar bárust út í loftið. Þar að auki hanga smærri dropar lengur í loftinu en stærri. Hálsklútar voru það næstversta sem skoðað var. Rannsóknin sýndi þó fram á að heimagerðar grímur úr bómull virkuðu mjög vel. Best virkaði þó N95 gríma, sem heilbrigðisstarfsfólk á víglínunum, ef svo má að orði komast, nota gjarnan. Aðrar grímur sem heilbrigðisstarfsfólk notar einnig mikið reyndust sömuleiðis vel. Haft er eftir einum af þeim sem komu að rannsókninni á vef Sky að grímur séu einföld og ódýr leið til að sporna gegn dreifingu Covid-19. Um helmingur þeirra sem smitast séu án einkenna og viti oft ekki að þau séu smituð. Þannig geti þó ómeðvitað dreift veirunni með því að hnerra eða jafnvel tala. „Ef allir væru með grímur, myndum við stöðva um 99 prósent af þessum dropum, áður en þeir ná til annarra,“ sagði Eric Westman.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55
Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53
„Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27
„Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30