Fullyrðir að Sancho spili fyrir Dortmund í vetur - Frestur United liðinn Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2020 15:41 Jadon Sancho skoraði 17 mörk í þýsku 1. deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Hann varð þriðji markahæstur í deildinni. vísir/getty Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. Sancho ferðaðist með félögum sínum í Dortmund til Sviss í dag þar sem liðið verður í æfingabúðum næstu daga. Þessi tvítugi, enski kantmaður hafði samkvæmt The Guardian samið við United um laun upp á 250.000 pund á viku en United og Dortmund virðast ekki hafa náð saman um kaupverð. Dortmund hafði gefið frest til dagsins í dag til að ná samningum þar sem félagið vildi klára málið áður en undirbúningur hæfist fyrir nýtt tímabil. „Við erum með Sancho í okkar áætlunum. Hann mun spila fyrir okkur á næstu leiktíð. Þessi ákvörðun er varanleg. Ég hygg að þetta svari öllum spurningum. Við fórum í það strax síðasta sumar að breyta launum Jadons í samræmi við hans þróun. Við það tilefni var samningurinn framlengdur til ársins 2023,“ sagði Michael Zorc, íþróttastjóri Dortmund. "Last summer we adjusted Jadon's salary to match the development of his performances. So in context, we had already extended his contract until 2023 back then." pic.twitter.com/m2emQ4pedg— Borussia Dortmund (@BlackYellow) August 10, 2020 The Guardian segir að ummæli Zorcs beri að taka hæfilega alvarlega og að ætla megi að þau séu látin falla til að styrkja stöðu Dortmund í viðræðum við United. United vilji greiða samtals 90 milljónir punda, í þremur árlegum greiðslum, auk 18 milljóna punda sem velti á árangri Sancho og United. Dortmund telji hann hins vegar um 20% verðmætari. Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Dortmund gefur Man Utd lokadagsetningu til að klára kaupin á Sancho Borussia Dortmund hefur gefið Manchester United vikufrest til að klára að ganga frá kaupum á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho. United þarf að klára kaupin í síðasta lagi 10. ágúst. 3. ágúst 2020 16:00 Man Utd þarf að ná Meistaradeildarsæti til að fá Sancho Jadon Sancho, 20 ára gamall leikmaður Dortmund, er sagður vilja koma til Manchester United eftir yfirstandandi tímabil ef liðið nær Meistaradeildarsæti. 15. júlí 2020 17:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. Sancho ferðaðist með félögum sínum í Dortmund til Sviss í dag þar sem liðið verður í æfingabúðum næstu daga. Þessi tvítugi, enski kantmaður hafði samkvæmt The Guardian samið við United um laun upp á 250.000 pund á viku en United og Dortmund virðast ekki hafa náð saman um kaupverð. Dortmund hafði gefið frest til dagsins í dag til að ná samningum þar sem félagið vildi klára málið áður en undirbúningur hæfist fyrir nýtt tímabil. „Við erum með Sancho í okkar áætlunum. Hann mun spila fyrir okkur á næstu leiktíð. Þessi ákvörðun er varanleg. Ég hygg að þetta svari öllum spurningum. Við fórum í það strax síðasta sumar að breyta launum Jadons í samræmi við hans þróun. Við það tilefni var samningurinn framlengdur til ársins 2023,“ sagði Michael Zorc, íþróttastjóri Dortmund. "Last summer we adjusted Jadon's salary to match the development of his performances. So in context, we had already extended his contract until 2023 back then." pic.twitter.com/m2emQ4pedg— Borussia Dortmund (@BlackYellow) August 10, 2020 The Guardian segir að ummæli Zorcs beri að taka hæfilega alvarlega og að ætla megi að þau séu látin falla til að styrkja stöðu Dortmund í viðræðum við United. United vilji greiða samtals 90 milljónir punda, í þremur árlegum greiðslum, auk 18 milljóna punda sem velti á árangri Sancho og United. Dortmund telji hann hins vegar um 20% verðmætari.
Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Dortmund gefur Man Utd lokadagsetningu til að klára kaupin á Sancho Borussia Dortmund hefur gefið Manchester United vikufrest til að klára að ganga frá kaupum á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho. United þarf að klára kaupin í síðasta lagi 10. ágúst. 3. ágúst 2020 16:00 Man Utd þarf að ná Meistaradeildarsæti til að fá Sancho Jadon Sancho, 20 ára gamall leikmaður Dortmund, er sagður vilja koma til Manchester United eftir yfirstandandi tímabil ef liðið nær Meistaradeildarsæti. 15. júlí 2020 17:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Dortmund gefur Man Utd lokadagsetningu til að klára kaupin á Sancho Borussia Dortmund hefur gefið Manchester United vikufrest til að klára að ganga frá kaupum á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho. United þarf að klára kaupin í síðasta lagi 10. ágúst. 3. ágúst 2020 16:00
Man Utd þarf að ná Meistaradeildarsæti til að fá Sancho Jadon Sancho, 20 ára gamall leikmaður Dortmund, er sagður vilja koma til Manchester United eftir yfirstandandi tímabil ef liðið nær Meistaradeildarsæti. 15. júlí 2020 17:30