„Við erum að fara að reyna að lifa með þessari veiru“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2020 15:14 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðir verði hertar á landamærunum sé örugglega hægt að slaka meira á sóttvarnaraðgerðum innanlands. Að sama skapi þurfi að herða sóttvarnaraðgerðir innanlands ef slaka eigi á aðgerðum á landamærunum. Það sé þó stjórnvalda að taka ákvörðun um þetta. „Ég vildi óska þess að það væri hægt að horfa fram í tímann og segja hvernig hlutirnir yrðu en þannig höfum við talað allan tímann að það er óvissa. Eina vissan er þessi óvissa um framtíðina. Hvort að það verði til gripið til harðra aðgerða, það er náttúrulega mjög umdeilt eins og umræðan hefur verið undanfarið. Sumir vilja mjög harðar aðgerðir, loka nánast landamærunum og loka nánast öllu hér innanlands á meðan aðrir vilja slaka meira á og svo framvegis,“ sagði Þórólfur á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Áður hafði hann sagt að það væri hans hlutverk að benda á sóttvarnarsjónarmið en stjórnvöld þyrftu að taka endanlega ákvarðanir um þær aðgerðir sem ráðast eigi í, það sé þeirra að vega og meta hvaða hagsmunir séu teknir til greina. „Við erum að fara að reyna að lifa með þessari veiru, í marga mánuði eða ár. Þá þurfa menn að horfa til annarra hluta.“ „Eg tel að mitt hlutverk í því sé að benda á sóttvarnarsjónarmið, hvað er líklegt að muni gerast ef við grípum til þessara aðgerða umfram aðrar aðgerðir. Ég tel að þetta þurfi stjórnvöld að vega og meta takandi tilliti til annarra hagsmuna,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að Íslendingar þyrftu að lifa með veirunni næstu mánuði og jafnvel ár, engar töfralausnir væru til í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Ég held að við verðum að beita skynsemi og þeim ráðum sem við höfum verið með. Það að lifa með þessaru veiru þýðir að við munum fá einhverja svona faraldra aftur og þess vegna er svo mikilvægt hér innanlands að við venjum okkur á að fara eftir einstaklingsbundnum sýkingarvörnum og kannski takmarka það sem við vorum vön að gera áður. Ég held að við höfum engar aðrar töfralausnir í því,“ sagði Þórólfur. Þó væri það þannig að mati Þórólfs að með því að herða aðgerðir á landamærunum væri hægt að slaka á aðgerðum innanlands. Hann tæki þó ekki ákvörðun um slíkt. „Hins vegar er það þannig að ef að við herðum aðgerðir á landamærunum þá getum við örugglega slakað meira á hérna innanlands, og öfugt. Ef við opnum landamærin þurfum við örugglega harðari aðgerðir hér innalands. Þetta er val sem að stjórnvöld þurfa að taka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðir verði hertar á landamærunum sé örugglega hægt að slaka meira á sóttvarnaraðgerðum innanlands. Að sama skapi þurfi að herða sóttvarnaraðgerðir innanlands ef slaka eigi á aðgerðum á landamærunum. Það sé þó stjórnvalda að taka ákvörðun um þetta. „Ég vildi óska þess að það væri hægt að horfa fram í tímann og segja hvernig hlutirnir yrðu en þannig höfum við talað allan tímann að það er óvissa. Eina vissan er þessi óvissa um framtíðina. Hvort að það verði til gripið til harðra aðgerða, það er náttúrulega mjög umdeilt eins og umræðan hefur verið undanfarið. Sumir vilja mjög harðar aðgerðir, loka nánast landamærunum og loka nánast öllu hér innanlands á meðan aðrir vilja slaka meira á og svo framvegis,“ sagði Þórólfur á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Áður hafði hann sagt að það væri hans hlutverk að benda á sóttvarnarsjónarmið en stjórnvöld þyrftu að taka endanlega ákvarðanir um þær aðgerðir sem ráðast eigi í, það sé þeirra að vega og meta hvaða hagsmunir séu teknir til greina. „Við erum að fara að reyna að lifa með þessari veiru, í marga mánuði eða ár. Þá þurfa menn að horfa til annarra hluta.“ „Eg tel að mitt hlutverk í því sé að benda á sóttvarnarsjónarmið, hvað er líklegt að muni gerast ef við grípum til þessara aðgerða umfram aðrar aðgerðir. Ég tel að þetta þurfi stjórnvöld að vega og meta takandi tilliti til annarra hagsmuna,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að Íslendingar þyrftu að lifa með veirunni næstu mánuði og jafnvel ár, engar töfralausnir væru til í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Ég held að við verðum að beita skynsemi og þeim ráðum sem við höfum verið með. Það að lifa með þessaru veiru þýðir að við munum fá einhverja svona faraldra aftur og þess vegna er svo mikilvægt hér innanlands að við venjum okkur á að fara eftir einstaklingsbundnum sýkingarvörnum og kannski takmarka það sem við vorum vön að gera áður. Ég held að við höfum engar aðrar töfralausnir í því,“ sagði Þórólfur. Þó væri það þannig að mati Þórólfs að með því að herða aðgerðir á landamærunum væri hægt að slaka á aðgerðum innanlands. Hann tæki þó ekki ákvörðun um slíkt. „Hins vegar er það þannig að ef að við herðum aðgerðir á landamærunum þá getum við örugglega slakað meira á hérna innanlands, og öfugt. Ef við opnum landamærin þurfum við örugglega harðari aðgerðir hér innalands. Þetta er val sem að stjórnvöld þurfa að taka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira