Þurfti að gista inn í skála í Básum vegna vatnavaxta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. ágúst 2020 14:24 Há vatnsstaðar er í ám og lækjum vegna úrkomu síðasta sólarhringinn á vestanverður landinu. Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðum. Talsverðri úrkomu er spáð á Suður- og Vesturlandi í dag og útlit fyrir vatnavexti í ám og lækjum. Skálavörður í Básum segir að rignt hafi linnulaust frá því í fyrradag og að nánast ófært sé á svæðinu. Sökum rigningatíðar undanfarna daga er há vatnsstaða fyrir í mörgum ám og lækjum. Veðurstofa Íslands varar við grjóthruni og skriðuföllum á suður- og vesturlandi. Ferðafólk er beðið um að sýna sérstaka aðgát við vatnsföll, vöð og undir bröttum brekkum. Margar ár á svæðinu eru illfærar. „Það er enn þá mikið í ánum en farið að sjatna heldur í þeim, það tekur einhvern tíma fyrir þær að ná fyrra jafnvægi þannig að það verður áfram mikið í þeim og er enn varasamt að fara yfir vöð“ Segir Arnór Tumi Jóhannsson, veðurfræðingur, sem bendir á að þetta eigi sérstaklega við um sunnanvert hálendið og Vesturland. „Ég veit til þess að fólk hafi lent í vandræðum við árnar á leiðinni inn í Þórsmörk. Annars á þetta við um þessar ár sem eru í kringum þessar helstu ferðaleiðir og gönguleiðir á sunnanverðu hálendinu“ Þóra Björg Ragnarsdóttir, skálavörður í Básum á Goðalandi tekur undir þetta og lýsir aðstæðum í Þórsmörk. „Það byrjaði að rigna seinni part fyrradags og rigndi bara sleitulaust þangað til í morgun. Það hafa verði miklir vatnavextir, Hvannáin er kannski stærsta hindrunin hingað inn eftir núna og svo er Krossáin er ófærð, traktorinn er ekki að fara yfir úr Langadal sem segir svolítið mikið“ Þóra bauð ferðamanni í vanda á tjaldstæðinu gistingu skálanum í nótt. „Hann lá eiginlega bara í polli,“ segir Þóra og bætti við að umræddur ferðamaður hefði þegið boð hennar með þökkum. Þrátt fyrir að veður fari skánandi mælir hún ekki með ferðum um svæðið. „Nema þá bara á breyttum bílum. Ég væri ekki að leika mér að fara hingað, árnar eru það þungar.“ Veður Tengdar fréttir Há vatnsstaða í mörgum ám og lækjum Vatnsstaða er nú há í mörgum ám og lækjum á landinu vegna rigningatíðar undanfarinna daga. 9. ágúst 2020 11:40 Vætusamt vestantil á landinu Veðurstofan spáir suðlægri átt og víða dálítilli vætu sunnan- og vestanlands, en björtu með köflum norðaustan til. 10. ágúst 2020 07:52 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Talsverðri úrkomu er spáð á Suður- og Vesturlandi í dag og útlit fyrir vatnavexti í ám og lækjum. Skálavörður í Básum segir að rignt hafi linnulaust frá því í fyrradag og að nánast ófært sé á svæðinu. Sökum rigningatíðar undanfarna daga er há vatnsstaða fyrir í mörgum ám og lækjum. Veðurstofa Íslands varar við grjóthruni og skriðuföllum á suður- og vesturlandi. Ferðafólk er beðið um að sýna sérstaka aðgát við vatnsföll, vöð og undir bröttum brekkum. Margar ár á svæðinu eru illfærar. „Það er enn þá mikið í ánum en farið að sjatna heldur í þeim, það tekur einhvern tíma fyrir þær að ná fyrra jafnvægi þannig að það verður áfram mikið í þeim og er enn varasamt að fara yfir vöð“ Segir Arnór Tumi Jóhannsson, veðurfræðingur, sem bendir á að þetta eigi sérstaklega við um sunnanvert hálendið og Vesturland. „Ég veit til þess að fólk hafi lent í vandræðum við árnar á leiðinni inn í Þórsmörk. Annars á þetta við um þessar ár sem eru í kringum þessar helstu ferðaleiðir og gönguleiðir á sunnanverðu hálendinu“ Þóra Björg Ragnarsdóttir, skálavörður í Básum á Goðalandi tekur undir þetta og lýsir aðstæðum í Þórsmörk. „Það byrjaði að rigna seinni part fyrradags og rigndi bara sleitulaust þangað til í morgun. Það hafa verði miklir vatnavextir, Hvannáin er kannski stærsta hindrunin hingað inn eftir núna og svo er Krossáin er ófærð, traktorinn er ekki að fara yfir úr Langadal sem segir svolítið mikið“ Þóra bauð ferðamanni í vanda á tjaldstæðinu gistingu skálanum í nótt. „Hann lá eiginlega bara í polli,“ segir Þóra og bætti við að umræddur ferðamaður hefði þegið boð hennar með þökkum. Þrátt fyrir að veður fari skánandi mælir hún ekki með ferðum um svæðið. „Nema þá bara á breyttum bílum. Ég væri ekki að leika mér að fara hingað, árnar eru það þungar.“
Veður Tengdar fréttir Há vatnsstaða í mörgum ám og lækjum Vatnsstaða er nú há í mörgum ám og lækjum á landinu vegna rigningatíðar undanfarinna daga. 9. ágúst 2020 11:40 Vætusamt vestantil á landinu Veðurstofan spáir suðlægri átt og víða dálítilli vætu sunnan- og vestanlands, en björtu með köflum norðaustan til. 10. ágúst 2020 07:52 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Há vatnsstaða í mörgum ám og lækjum Vatnsstaða er nú há í mörgum ám og lækjum á landinu vegna rigningatíðar undanfarinna daga. 9. ágúst 2020 11:40
Vætusamt vestantil á landinu Veðurstofan spáir suðlægri átt og víða dálítilli vætu sunnan- og vestanlands, en björtu með köflum norðaustan til. 10. ágúst 2020 07:52