Litla-Grá og Lítla-Hvít komnar til síns heima Sylvía Hall skrifar 10. ágúst 2020 09:52 Mjaldrasysturnar hafa verið fluttar í Klettsvík. Aðsend Mjöldrunum Litlu Grá og Litlu Hvít hefur verið komið fyrir í varanlegum heimkynnum sínum í Klettsvík við Vestmannaeyjar. Þær stöllur eru nú staðsettar í umönnunarlaug í kvínni þar sem þær aðlagast nýjum heimkynnum áður en þeim er endanlega sleppt út í kvína. Klettsvík er staðsett við mynni Vestmannaeyjahafnar en hópur sérfræðinga og dýralækna fylgdu Litlu Grá og Litlu Hvít í flutningunum. Hvalirnir eru sagðir við hestaheilsu og nærast vel eftir stutta ferð frá aðlögunarstað þeirra í Vestmannaeyjum. Mjaldrasysturnar voru fluttar frá Kína í júní á síðasta ári og tók ferðalagið nítján klukkustundir. Flugu þær frá Sjanghæ til Íslands og voru svo fluttar til Vestmannaeyja. Þetta er í fyrsta sinn sem Litla Grá og Litla Hvít eru í náttúrulegu umhverfi í hafinu síðan þær voru fluttar frá rússneskri hvalarannsóknarstöð árið 2011 að því er segir í fréttatilkynningu um flutninginn. Þær verða undir stöðugu eftirliti sérfræðinga á meðan þær aðlagast aðstæðum. Andy Bool, forstjóri SEA LIFE TRUST, segir það mikið ánægjuefni að mjaldrarnir séu komnir í Klettsvík. Þær séu nú einu skrefi nær því að vera sleppt út í kvína. „Eftir miklar æfingar og undirbúning þá er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi allt gengið betur en við þorðum að vona. Nú tekur við aðlögun undir ströngu eftirliti sérfræðinga og dýralækna. Ég á von á að við getum flutt fréttir af því þegar þeim verður endanlega sleppt út í kvína fljótlega,” segir Andy Bool. Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Tengdar fréttir Litla grá og Litla hvít tilbúnar að flytja í Klettsvík Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. 23. maí 2020 08:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mjöldrunum Litlu Grá og Litlu Hvít hefur verið komið fyrir í varanlegum heimkynnum sínum í Klettsvík við Vestmannaeyjar. Þær stöllur eru nú staðsettar í umönnunarlaug í kvínni þar sem þær aðlagast nýjum heimkynnum áður en þeim er endanlega sleppt út í kvína. Klettsvík er staðsett við mynni Vestmannaeyjahafnar en hópur sérfræðinga og dýralækna fylgdu Litlu Grá og Litlu Hvít í flutningunum. Hvalirnir eru sagðir við hestaheilsu og nærast vel eftir stutta ferð frá aðlögunarstað þeirra í Vestmannaeyjum. Mjaldrasysturnar voru fluttar frá Kína í júní á síðasta ári og tók ferðalagið nítján klukkustundir. Flugu þær frá Sjanghæ til Íslands og voru svo fluttar til Vestmannaeyja. Þetta er í fyrsta sinn sem Litla Grá og Litla Hvít eru í náttúrulegu umhverfi í hafinu síðan þær voru fluttar frá rússneskri hvalarannsóknarstöð árið 2011 að því er segir í fréttatilkynningu um flutninginn. Þær verða undir stöðugu eftirliti sérfræðinga á meðan þær aðlagast aðstæðum. Andy Bool, forstjóri SEA LIFE TRUST, segir það mikið ánægjuefni að mjaldrarnir séu komnir í Klettsvík. Þær séu nú einu skrefi nær því að vera sleppt út í kvína. „Eftir miklar æfingar og undirbúning þá er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi allt gengið betur en við þorðum að vona. Nú tekur við aðlögun undir ströngu eftirliti sérfræðinga og dýralækna. Ég á von á að við getum flutt fréttir af því þegar þeim verður endanlega sleppt út í kvína fljótlega,” segir Andy Bool.
Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Tengdar fréttir Litla grá og Litla hvít tilbúnar að flytja í Klettsvík Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. 23. maí 2020 08:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Litla grá og Litla hvít tilbúnar að flytja í Klettsvík Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. 23. maí 2020 08:00