Fleiri starfsmenn útgefanda Fréttablaðsins og DV, Torgs ehf, þurfa að fara í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni DV fyrir helgina.
Fréttablaðið greindi sjálft frá því að smitrakningateymi hafi ákveðið að fleiri þyrftu í sóttkví vegna smitsins.
Þá hefur öll ritstjórn DV að einum starfsmanni undanskildum verið sett í sóttkví eftir að hafa unnið með blaðamanni DV í hlutastarfi síðasta þriðjudag.
Ekki er gert ráð fyrir að fréttaþjónusta miðlanna raskist nokkuð vegna hertra aðgerða.