Barcelona og Bayern Munchen voru í gærkvöldi síðustu liðin til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Meistaradeildin klárast með öðru sniði í ár vegna kórónuveirunnar og fara átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn fram í Portúgal.
Bayern vann öruggan 4-1 sigur á Chelsea í síðari leik liðanna og samanlagt 7-1 á meðan Barcelona vann 3-1 sigur á Napoli. Sú viðureign endaði samanlagt 4-1.
Öll mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér að neðan.