Síðustu leikirnir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar kláruðust í kvöld er Bayern Munchen og Barcelona tryggðu sér tvö síðustu sætin í átta liða úrslitin.
Þessi tvö lið munu einmitt mætast í átta liða úrslitunum, 14. ágúst, en átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn fer fram í Portúgal.
Atalanta gegn PSG (12. ágúst), Leipzig gegn Atletico Madrid (13. ágúst) og Manchester City gegn Lyon (15. ágúst) eru hinar þrjár viðureignirnar.
12th: Atalanta vs. PSG
— Squawka News (@SquawkaNews) August 8, 2020
13th: RB Leipzig vs. Atlético
14th: Barcelona vs. Bayern
15th: Man City vs. OL
The #UCL quarter-finals are set. (@sbk) pic.twitter.com/5IxQ3cYhD9
Undanúrslitin fara svo fram 18. og 19. ágúst og úrslitaleikurinn sjálfur 23. ágúst.
Stöð 2 Sport mun að sjálfsögðu sýna frá öllum leikjunum sem og undanúrslitunum og úrslitunum og gera þeim góð skil.