Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2020 21:55 Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. Erlendar rannsóknir sýna að grímunotkun geti orðið til þess að smitmagn sem kemur út vitum sýkts einstaklings sem ber grímur verði minna en ella. „Það hefur komið í ljós að það sem að einstaklingar geta gert til að vernda sig og vernda aðra er að reyna að minka hugsanlega einhvers konar smitmagn sem kemur úr vitum þeirra. Við erum ekki að tala um 100 pósent vörn. Við erum að tala um bara að minka það sem fer út í andrúmsloftið þegar við erum í lokuðum rýmum eða getum ekki tryggt alveg þessa tveggja metra reglu sem mælt er með,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þeir sem smitast af sýktum einstaklingi sem ber grímu þegar smit á sér stað - verði þá minna veikir, jafnvel einkennalausir. Það sama á við um þá sem bera grímu þegar þeir smitast. „Það er talið að með þessari grímunotkun hafi verið sýnt fram á að hugsanlega verði veikindin sem um ræðir minna alvarleg. Hugsanlega fleiri einkennalausir sem fá smit án þess að átta sig á því en mynda samt sem áður mótefni,“ sagði Bryndís. Grímur hafa verið mikið milli tannana á fólki undanfarið.Getty Þó sé ekki mælt með grímunotkun á stöðum þar sem einstaklingur er í einrúmi eða fjarlægðartakmörk tryggð. „Það er áhugavert að vita að t.d. ef að 70-80 prósent einstaklinga í ákveðnum rými nota grímur þá er hægt að minka smitmagn það mikið að hugsanlega verður minna um alvarleg smit út frá þeim,“ sagði Bryndís. Þó erfitt sé að mæla með notkun buffs og rúllukragabola sem vörn fyrir vitum segir hún að það geti að einhverju leyti tryggt vörn, ólíkt því sem áður var talið. „Hugsanlega veitir það einhvers konar vörn fyrir því að við séum ekki að hósta eða anda eða öskra frá okkur ákveðnum smitögnum einmitt á því tímabili sem við erum hugsanlega smitandi en einkennalaus,“ sagði Bryndís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. Erlendar rannsóknir sýna að grímunotkun geti orðið til þess að smitmagn sem kemur út vitum sýkts einstaklings sem ber grímur verði minna en ella. „Það hefur komið í ljós að það sem að einstaklingar geta gert til að vernda sig og vernda aðra er að reyna að minka hugsanlega einhvers konar smitmagn sem kemur úr vitum þeirra. Við erum ekki að tala um 100 pósent vörn. Við erum að tala um bara að minka það sem fer út í andrúmsloftið þegar við erum í lokuðum rýmum eða getum ekki tryggt alveg þessa tveggja metra reglu sem mælt er með,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þeir sem smitast af sýktum einstaklingi sem ber grímu þegar smit á sér stað - verði þá minna veikir, jafnvel einkennalausir. Það sama á við um þá sem bera grímu þegar þeir smitast. „Það er talið að með þessari grímunotkun hafi verið sýnt fram á að hugsanlega verði veikindin sem um ræðir minna alvarleg. Hugsanlega fleiri einkennalausir sem fá smit án þess að átta sig á því en mynda samt sem áður mótefni,“ sagði Bryndís. Grímur hafa verið mikið milli tannana á fólki undanfarið.Getty Þó sé ekki mælt með grímunotkun á stöðum þar sem einstaklingur er í einrúmi eða fjarlægðartakmörk tryggð. „Það er áhugavert að vita að t.d. ef að 70-80 prósent einstaklinga í ákveðnum rými nota grímur þá er hægt að minka smitmagn það mikið að hugsanlega verður minna um alvarleg smit út frá þeim,“ sagði Bryndís. Þó erfitt sé að mæla með notkun buffs og rúllukragabola sem vörn fyrir vitum segir hún að það geti að einhverju leyti tryggt vörn, ólíkt því sem áður var talið. „Hugsanlega veitir það einhvers konar vörn fyrir því að við séum ekki að hósta eða anda eða öskra frá okkur ákveðnum smitögnum einmitt á því tímabili sem við erum hugsanlega smitandi en einkennalaus,“ sagði Bryndís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
„Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27
„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00