Óþægilega sýnileg? Stjórn Samtakanna '78 skrifar 8. ágúst 2020 07:00 Í dag hefði Gleðigangan átt að hlykkjast um stræti Reykjavíkur með tilheyrandi látum, gáska, glimmeri og skýrum skilaboðum í bland. Gleðigangan er sannkölluð sýnileikasprengja sem er venjulega endapunktur nokkurra daga hátíðar þar sem baráttugleði og seigla hinsegin samfélagsins er í fyrirrúmi. Hinsegin dagar eru okkar tími til þess að fá að vera við sjálf, án þess að afsaka okkur og án þess að fela okkur. Sá tími árs þar sem við erum ekki frávik í umræðunni. Stjórn Hinsegin daga tók þá ábyrgu og góðu ákvörðun að fella niður eða fresta allri dagskrá hátíðarinnar, með tilheyrandi tómleikatilfinningu fyrir okkur sem hlökkum til allt árið. Í stað stórrar göngu og fjölbreyttra viðburða hefur sýnileiki hinsegin fólks því tekið á sig aðra mynd í vikunni, m.a. í dagskrá RÚV. Af ljótri, en þó blessunarlega afmarkaðri, umræðu á netinu má sjá að sumt fólk hefur átt erfitt með að kyngja því að þættir um hinsegin fólk hafi verið sýndir á besta tíma í nokkra daga í röð. Við vitum að aðeins brotabrot þeirra sem upplifa þessar tilfinningar láta þær flakka á opinberum vettvangi. Góðu fréttirnar fyrir þennan hóp eru þær að nú getur fólk loksins gert sér í hugarlund hvernig það er að alast upp án fjölbreyttra fyrirmynda á skjánum. Hvernig það er að sjá nánast aldrei sjálf sig eða sinn veruleika endurspeglast í kvikmyndum, sjónvarpi eða bókmenntum. Það var veruleiki okkar allra sem hér skrifum og við ætlum ekki að sitja undir því að það teljist eðlileg skoðun að þannig eigi það að vera. Við eigum betra skilið, hinsegin ungmenni eiga betra skilið og eldra hinsegin fólk á sko aldeilis betra skilið. Sýnileiki okkar er tímabær. Fólk gleymir því kannski, en hjá hinsegin fólki eru allir dagar hinsegin. Við verðum fyrir öráreiti allt árið um kring, við söknum sýnileikans allt árið um kring. Við breytum bókum fyrir börnin okkar svo þau megi fá fyrirmyndir og speglun allt árið um kring. Við fetum þá fínu línu að vera stolt og sýnileg, fyrir okkur sjálf sem og þau sem yngri eru, en látum jafnframt lítið fyrir okkur fara í aðstæðum þar sem við gætum orðið fyrir ofbeldi allt árið um kring. Við sættum okkur við að sögur gagnkynhneigðs sís fólks séu sagðar allt árið um kring, þær upphafðar og stillt upp eins og þær fangi veruleika allra. En nú eru Hinsegin dagar. Þeir eru uppbrot á því sem telst venjulegt og þess vegna eru þeir svona mikilvægir. Nú fær hinsegin samfélagið eina viku þar sem okkar raunveruleiki er sýndur og fólk eins og við er í aðalhlutverki. Fjölbreyttar fyrirmyndir, ólíkar upplifanir og allskonar fólk er mikilvægt fyrir allt samfélagið, ekki bara hinsegin fólk. Þegar við setjum okkur í spor hvers annars stuðlum við að samkennd og kærleika. Við hvetjum fólk til þess að æfa sig í því í dag og alla aðra daga. Gleðilega hinsegin daga. Stjórn Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag hefði Gleðigangan átt að hlykkjast um stræti Reykjavíkur með tilheyrandi látum, gáska, glimmeri og skýrum skilaboðum í bland. Gleðigangan er sannkölluð sýnileikasprengja sem er venjulega endapunktur nokkurra daga hátíðar þar sem baráttugleði og seigla hinsegin samfélagsins er í fyrirrúmi. Hinsegin dagar eru okkar tími til þess að fá að vera við sjálf, án þess að afsaka okkur og án þess að fela okkur. Sá tími árs þar sem við erum ekki frávik í umræðunni. Stjórn Hinsegin daga tók þá ábyrgu og góðu ákvörðun að fella niður eða fresta allri dagskrá hátíðarinnar, með tilheyrandi tómleikatilfinningu fyrir okkur sem hlökkum til allt árið. Í stað stórrar göngu og fjölbreyttra viðburða hefur sýnileiki hinsegin fólks því tekið á sig aðra mynd í vikunni, m.a. í dagskrá RÚV. Af ljótri, en þó blessunarlega afmarkaðri, umræðu á netinu má sjá að sumt fólk hefur átt erfitt með að kyngja því að þættir um hinsegin fólk hafi verið sýndir á besta tíma í nokkra daga í röð. Við vitum að aðeins brotabrot þeirra sem upplifa þessar tilfinningar láta þær flakka á opinberum vettvangi. Góðu fréttirnar fyrir þennan hóp eru þær að nú getur fólk loksins gert sér í hugarlund hvernig það er að alast upp án fjölbreyttra fyrirmynda á skjánum. Hvernig það er að sjá nánast aldrei sjálf sig eða sinn veruleika endurspeglast í kvikmyndum, sjónvarpi eða bókmenntum. Það var veruleiki okkar allra sem hér skrifum og við ætlum ekki að sitja undir því að það teljist eðlileg skoðun að þannig eigi það að vera. Við eigum betra skilið, hinsegin ungmenni eiga betra skilið og eldra hinsegin fólk á sko aldeilis betra skilið. Sýnileiki okkar er tímabær. Fólk gleymir því kannski, en hjá hinsegin fólki eru allir dagar hinsegin. Við verðum fyrir öráreiti allt árið um kring, við söknum sýnileikans allt árið um kring. Við breytum bókum fyrir börnin okkar svo þau megi fá fyrirmyndir og speglun allt árið um kring. Við fetum þá fínu línu að vera stolt og sýnileg, fyrir okkur sjálf sem og þau sem yngri eru, en látum jafnframt lítið fyrir okkur fara í aðstæðum þar sem við gætum orðið fyrir ofbeldi allt árið um kring. Við sættum okkur við að sögur gagnkynhneigðs sís fólks séu sagðar allt árið um kring, þær upphafðar og stillt upp eins og þær fangi veruleika allra. En nú eru Hinsegin dagar. Þeir eru uppbrot á því sem telst venjulegt og þess vegna eru þeir svona mikilvægir. Nú fær hinsegin samfélagið eina viku þar sem okkar raunveruleiki er sýndur og fólk eins og við er í aðalhlutverki. Fjölbreyttar fyrirmyndir, ólíkar upplifanir og allskonar fólk er mikilvægt fyrir allt samfélagið, ekki bara hinsegin fólk. Þegar við setjum okkur í spor hvers annars stuðlum við að samkennd og kærleika. Við hvetjum fólk til þess að æfa sig í því í dag og alla aðra daga. Gleðilega hinsegin daga. Stjórn Samtakanna ‘78.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun