Fyrsti ráðherra Skotlands brjáluð út í leikmenn Aberdeen Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2020 14:45 Nicola Sturgeon húðskammaði leikmenn Aberdeen fyrir gáleysi og dómgreindarbrest. getty/Andrew Milligan Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, er reið út í leikmenn skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen. Búið er að fresta leik Aberdeen og St Johnstone sem átti að fara fram á morgun eftir að tveir leikmenn Aberdeen greindust með kórónuveiruna. Sex aðrir leikmenn liðsins eru í sóttkví. Eftir leik gegn Rangers á laugardaginn fóru nokkrir leikmenn Aberdeen á barinn. Talið er að þeir hafi smitast þar en smitum í Aberdeen hefur fjölgað mikið að undanförnu. Sturgeon er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt leikmenn Aberdeen fyrir dómgreindarleysi. „Við gerum þær kröfur á almenning að hegða sér með ábyrgum hætti. Þegar fótboltamenn greinast með Covid, og ekki vegna óheppni heldur vegna brots á reglum, getum við ekki tekið minnstu áhættu að smitin dreifi sér í aðra hluta landsins,“ sagði Sturgeon. „Ég er frekar brjáluð út af þessu því þetta hefði ekki átt að gerast. Ef reglum er ekki fylgt er fjandinn laus.“ Úr leik Aberdeen og Rangers í 1. umferð skosku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.getty/Craig Williamson Fyrst í stað var búist við því að leikur Aberdeen og St Johnstone myndi fara fram en honum var frestað að ósk skosku ríkisstjórnarinnar eftir fund íþrótta- og lýðheilsuráðherra Skotlands, Joe Fitzpatrick, skoska knattspyrnusambandsins og skosku deildarinnar. Aberdeen á að mæta Hamilton Academical á miðvikudaginn í næstu viku og Celtic á sunnudeginum þar á eftir. Ekki liggur fyrir hvort Aberdeen fái einhvers konar refsingu frá skoska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar leikmanna liðsins. Fótbolti Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, er reið út í leikmenn skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen. Búið er að fresta leik Aberdeen og St Johnstone sem átti að fara fram á morgun eftir að tveir leikmenn Aberdeen greindust með kórónuveiruna. Sex aðrir leikmenn liðsins eru í sóttkví. Eftir leik gegn Rangers á laugardaginn fóru nokkrir leikmenn Aberdeen á barinn. Talið er að þeir hafi smitast þar en smitum í Aberdeen hefur fjölgað mikið að undanförnu. Sturgeon er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt leikmenn Aberdeen fyrir dómgreindarleysi. „Við gerum þær kröfur á almenning að hegða sér með ábyrgum hætti. Þegar fótboltamenn greinast með Covid, og ekki vegna óheppni heldur vegna brots á reglum, getum við ekki tekið minnstu áhættu að smitin dreifi sér í aðra hluta landsins,“ sagði Sturgeon. „Ég er frekar brjáluð út af þessu því þetta hefði ekki átt að gerast. Ef reglum er ekki fylgt er fjandinn laus.“ Úr leik Aberdeen og Rangers í 1. umferð skosku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.getty/Craig Williamson Fyrst í stað var búist við því að leikur Aberdeen og St Johnstone myndi fara fram en honum var frestað að ósk skosku ríkisstjórnarinnar eftir fund íþrótta- og lýðheilsuráðherra Skotlands, Joe Fitzpatrick, skoska knattspyrnusambandsins og skosku deildarinnar. Aberdeen á að mæta Hamilton Academical á miðvikudaginn í næstu viku og Celtic á sunnudeginum þar á eftir. Ekki liggur fyrir hvort Aberdeen fái einhvers konar refsingu frá skoska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar leikmanna liðsins.
Fótbolti Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti