Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 12:06 Áslaug Arna segir að lausnir séu í sjónmáli í máli Ólafs Helga og að fregna megi vænta frá ráðuneytinu á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið sé hörðum höndum að því að embættið verði starfhæft og vænta megi fregna frá ráðuneytinu á næstu dögum. „Við erum bara að vinna að þessu hörðum höndum að embættið sé starfhæft og erum í mjög góðu sambandi við fólkið og þetta er vinna í ráðuneytinu sem ég get ekki tjáð mig frekar um,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu. Þá segist hún ekki geta tjáð sig um það hvort Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi samþykkt eða neitað að fara til Vestmannaeyja. Óstaðfestar fréttir hafa verið um að Áslaug Arna hafi tilkynnt Ólafi Helga að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. Mikill óróleiki hefur verið vegna starfa Ólafs Helga á Suðurnesjum en hópur yfirmanna þar er sagður vlja losna við hann. Á móti hefur hópurinn verið sakaður um að grafa undan lögreglustjóranum. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum embættisins undir stjórn Ólafs Helga vinni gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Þá segir að Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninganna sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn eigi að taka við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Lýst er vonbrigðum með hvernig ráðuneytið hafi brugðist við. Nú sé þess vænst að dómsmálaráðherra grípi í taumana. Ólafur Helgi hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um hvort hann hafi verið beðinn um að flytja sig um set. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. 30. júlí 2020 12:12 „Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00 Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið sé hörðum höndum að því að embættið verði starfhæft og vænta megi fregna frá ráðuneytinu á næstu dögum. „Við erum bara að vinna að þessu hörðum höndum að embættið sé starfhæft og erum í mjög góðu sambandi við fólkið og þetta er vinna í ráðuneytinu sem ég get ekki tjáð mig frekar um,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu. Þá segist hún ekki geta tjáð sig um það hvort Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi samþykkt eða neitað að fara til Vestmannaeyja. Óstaðfestar fréttir hafa verið um að Áslaug Arna hafi tilkynnt Ólafi Helga að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. Mikill óróleiki hefur verið vegna starfa Ólafs Helga á Suðurnesjum en hópur yfirmanna þar er sagður vlja losna við hann. Á móti hefur hópurinn verið sakaður um að grafa undan lögreglustjóranum. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum embættisins undir stjórn Ólafs Helga vinni gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Þá segir að Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninganna sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn eigi að taka við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Lýst er vonbrigðum með hvernig ráðuneytið hafi brugðist við. Nú sé þess vænst að dómsmálaráðherra grípi í taumana. Ólafur Helgi hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um hvort hann hafi verið beðinn um að flytja sig um set.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. 30. júlí 2020 12:12 „Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00 Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. 30. júlí 2020 12:12
„Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00
Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02