Ingólfur Þórarinsson og Rakel María Hjaltadóttir hafa ákveðið að fara í sitthvora áttina. Þau voru par í sex ár en þetta kemur fram á vefsíðu Fréttablaðsins.
Sambandinu lauk um mitt sumar. Ingólfur er einn vinsælasti tónlistamaður landsins og hefur hann gefið út tvö gríðarlega vinsæl lög á síðustu mánuðum. Fyrst lagið Í kvöld er gigg og nú síðast þjóðhátíðarlagið í ár, Takk fyrir mig.
Rakel María er förðunarfræðingur hjá RÚV og í Borgarleikhúsinu.