Stórstjörnur Man. City fá risabónus ef liðið vinnur Meistaradeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 09:00 Sergio Aguero fagnar Englandsmeistaratitlinum með Manchester City. Hann á von á vænum bónus vinni Manchester City Meistaradeildina efrtir sautján daga. Getty/ Shaun Botterill Stórstjörnur Manchester City hafa unnið marga titla á síðustu árum en þeir hafa aldrei fengið eins stóran bónus og bíður þeirra ef liðið vinnur Meistaradeildina 23. ágúst næstkomandi. Bestu leikmenn Man. City fá nefnilega sannkallaðan risabónus ef liðið vinnur Meistaradeildina. Manchester City hefur þannig háttinn á að leikmenn munu fá mismunandi háa bónusa vinni liðið Meistaradeildina. Það fer allt eftir samningnum hvers og eins. Manchester City er eina enska liðið sem á raunhæfa möguleika á því að gera eitthvað í Meistaradeildinni sem hefst aftur annað kvöld. Tottenham og Liverpool eru úr leik og Chelsea tapaði fyrri leiknum á móti Bayern München 3-0 á heimavelli sínum. Manchester City squad chase bonus of around £15million... with club stars set to earn £1m EACH if they win the Champions League https://t.co/Z3QqWtzHAg— MailOnline Sport (@MailSport) August 6, 2020 Manchester City liðið vann aftur á móti 2-1 útisigur á Real Madrid og er því í mjög góðri stöðu þegar seinni leikurinn fer fram í Manchester annað kvöld. Daily Mail segir þessum risabónusgreiðslum leikmanna Manchester City liðsins. Það er ljóst að það fá ekki allir slíka tröllabónusa en hann er hluti af bestu samningunum. Það þýðir að toppleikmenn eins og þeir Kevin De Bruyne, Sergio Aguero og David Silva fá eina milljón punda hver í bónus takist liðinu að vinna Meistaradeildina. Það þýðir 177 milljóna króna eingreiðslu sem er ágætis búbót. Alls munu eigendur Manchester City þurfa að borga fimmtán milljónir punda, 2,6 milljarða króna, í bónusgreiðslur verði Manchester City sjötta enska félagið til að vinna Meistaradeildina. Liverpool (6 sinnum), Manchester United (3), Nottingham Forest (2), Chelsea (1), Aston Villa (1) eru einu ensku félögin sem hafa unnið Evrópukeppni Meistaraliða og aðeins Liverpool, Manchester United og Chelsea hafa unnið keppnina síðan hún breyttist í Meistaradeildina. Manchester City hefur reyndar unnið Evrópukeppni en það var fyrir fimmtíu árum. City liðið vann þá UEFA-bikarinn eftir 2-1 sigur á pólska félaginu Górnik Zabrze í úrslitaleik í Vín. Seinni leikur Manchester City og Real Madrid fer fram annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en útsendingin hefst klukkan 18.50. Upphitunin fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst á sömu stöð klukkan 18.15. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Stórstjörnur Manchester City hafa unnið marga titla á síðustu árum en þeir hafa aldrei fengið eins stóran bónus og bíður þeirra ef liðið vinnur Meistaradeildina 23. ágúst næstkomandi. Bestu leikmenn Man. City fá nefnilega sannkallaðan risabónus ef liðið vinnur Meistaradeildina. Manchester City hefur þannig háttinn á að leikmenn munu fá mismunandi háa bónusa vinni liðið Meistaradeildina. Það fer allt eftir samningnum hvers og eins. Manchester City er eina enska liðið sem á raunhæfa möguleika á því að gera eitthvað í Meistaradeildinni sem hefst aftur annað kvöld. Tottenham og Liverpool eru úr leik og Chelsea tapaði fyrri leiknum á móti Bayern München 3-0 á heimavelli sínum. Manchester City squad chase bonus of around £15million... with club stars set to earn £1m EACH if they win the Champions League https://t.co/Z3QqWtzHAg— MailOnline Sport (@MailSport) August 6, 2020 Manchester City liðið vann aftur á móti 2-1 útisigur á Real Madrid og er því í mjög góðri stöðu þegar seinni leikurinn fer fram í Manchester annað kvöld. Daily Mail segir þessum risabónusgreiðslum leikmanna Manchester City liðsins. Það er ljóst að það fá ekki allir slíka tröllabónusa en hann er hluti af bestu samningunum. Það þýðir að toppleikmenn eins og þeir Kevin De Bruyne, Sergio Aguero og David Silva fá eina milljón punda hver í bónus takist liðinu að vinna Meistaradeildina. Það þýðir 177 milljóna króna eingreiðslu sem er ágætis búbót. Alls munu eigendur Manchester City þurfa að borga fimmtán milljónir punda, 2,6 milljarða króna, í bónusgreiðslur verði Manchester City sjötta enska félagið til að vinna Meistaradeildina. Liverpool (6 sinnum), Manchester United (3), Nottingham Forest (2), Chelsea (1), Aston Villa (1) eru einu ensku félögin sem hafa unnið Evrópukeppni Meistaraliða og aðeins Liverpool, Manchester United og Chelsea hafa unnið keppnina síðan hún breyttist í Meistaradeildina. Manchester City hefur reyndar unnið Evrópukeppni en það var fyrir fimmtíu árum. City liðið vann þá UEFA-bikarinn eftir 2-1 sigur á pólska félaginu Górnik Zabrze í úrslitaleik í Vín. Seinni leikur Manchester City og Real Madrid fer fram annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en útsendingin hefst klukkan 18.50. Upphitunin fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst á sömu stöð klukkan 18.15.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira