Of snemmt að fagna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 19:07 Frá upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Vísir/Arnar Það er of snemmt að fagna árangri af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til þótt færri hafi greinst smitaðir af covid-19 í gær en undanfarna daga að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi smitaðra 10. mars var álíka mikill og nú, en þá liðu tæpar fjórar vikur þar til faraldurinn náði hámarki og fjöldi fólks hafði verið lagður inn á sjúkrahús. Þrír til viðbótar greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru tveir í sóttkví. Alls eru nú 83 með staðfest smit, einn er á sjúkrahúsi og 734 í sóttkví. Þann 10. mars voru 82 með staðfest smit, álíka margir og í dag, og tveir voru á sjúkrahúsi. Tæpum fjórum vikum síðar, þann 5. apríl, þegar fjöldi virkra smita náði hámarki, voru tæplega ellefu hundruð sýktir og 34 voru á sjúkrahúsi. Uppsafnað höfðu þá 86 lagst inn á sjúkrahús en þegar mest lét voru 44 inniliggjandi samtímis sem var þann 2. apríl. Sóttvarnalæknir segir að enn þurfi nokkrir dagar að líða áður en hægt sé að spá fyrir með vissu um þróun faraldursins nú. „Eins og áður hefur komið fram þá er búist við að sjá sveiflur milli daga þannig ég held að það sé of snemmt að fagna árangri. Við þurfum að láta nokkra daga líða áfram áður en að við förum að slá einhverju föstu varðandi árangurinn af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag. Álag hefur aukist á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu að sögn Óskars Reykdalssonar forstjóra sem ítrekar mikilvægi þess að fólk sem finni fyrir einkennum hringi í sína heilsugæslu eða hafi samband ígegnum netspjall, í stað þess að mæta á svæðið. Bætt hefur verið verulega í sýnatöku á heilsugæslunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð „Það er nóg eftir af sumrinu“ Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. 27 daga frostlausum kafla lokið Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Það er of snemmt að fagna árangri af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til þótt færri hafi greinst smitaðir af covid-19 í gær en undanfarna daga að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi smitaðra 10. mars var álíka mikill og nú, en þá liðu tæpar fjórar vikur þar til faraldurinn náði hámarki og fjöldi fólks hafði verið lagður inn á sjúkrahús. Þrír til viðbótar greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru tveir í sóttkví. Alls eru nú 83 með staðfest smit, einn er á sjúkrahúsi og 734 í sóttkví. Þann 10. mars voru 82 með staðfest smit, álíka margir og í dag, og tveir voru á sjúkrahúsi. Tæpum fjórum vikum síðar, þann 5. apríl, þegar fjöldi virkra smita náði hámarki, voru tæplega ellefu hundruð sýktir og 34 voru á sjúkrahúsi. Uppsafnað höfðu þá 86 lagst inn á sjúkrahús en þegar mest lét voru 44 inniliggjandi samtímis sem var þann 2. apríl. Sóttvarnalæknir segir að enn þurfi nokkrir dagar að líða áður en hægt sé að spá fyrir með vissu um þróun faraldursins nú. „Eins og áður hefur komið fram þá er búist við að sjá sveiflur milli daga þannig ég held að það sé of snemmt að fagna árangri. Við þurfum að láta nokkra daga líða áfram áður en að við förum að slá einhverju föstu varðandi árangurinn af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag. Álag hefur aukist á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu að sögn Óskars Reykdalssonar forstjóra sem ítrekar mikilvægi þess að fólk sem finni fyrir einkennum hringi í sína heilsugæslu eða hafi samband ígegnum netspjall, í stað þess að mæta á svæðið. Bætt hefur verið verulega í sýnatöku á heilsugæslunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð „Það er nóg eftir af sumrinu“ Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. 27 daga frostlausum kafla lokið Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira