„Gat aldrei skilað þessari fokking skömm“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. ágúst 2020 07:02 Erna Hrönn og Bibbi spjölluðu saman í um tvær klukkustundir og um allt milli himins og jarðar. Söngkonan Erna Hrönn Ólafsdóttir er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar, oftast kallaður Bibbi, í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Þar opnaði Erna sig um þau áföll sem hún hefur þurft að vinna sig út úr síðustu ár og er enn að. „Ég opnaði hjartað upp á gátt og eiginlega alveg óvart. Lagði öll spilin á borðið og leyfði öllu að flakka. Hver hefði trúað léttinum og frelsinu í að segja hlutina upphátt og þurfa ekki lengur að fela sig. Ég hef einfaldlega engu að tapa og þetta er minn veruleiki í dag,“ skrifar Erna í stöðufærslu á Facebook eftir viðtalið við Snæbjörn. Erna segir í þættinum að hún hafi fengið hlutverk í leikverkinu Hárið á Akureyri fyrir nokkrum árum þar sem hún átti að leika ólétta konu. Á þeim tíma varð Erna sjálf ólétt en missti fóstrið og það hafi tekið á að vinna í því áfalli. Einum mánuði eftir fósturmissinn varð Erna aftur á móti aftur ófrísk. Í kjölfarið segist hún hafa upplifað mikinn kvíða þegar stúlkan kom í heiminn. Erna segir frá einum erfiðasta tíma lífsins í þættinum þegar hún varð fyrir kynferðisofbeldi. „Það byrjar í raun og veru að halla undan fæti hjá mér þegar að #metoo dettur í gang. Þá fer ég að horfast í augu við það sem gerðist í lok hljómsveitartímabils míns. Ég gat ekki tjáð mig á sínum tíma. Gerandi minn, konan hans var í einni grúbbunni, og ég gat ekki tjáð mig um það þar. Hún veit ekki af þessu svo ég viti. Fyrrverandi kona hans og barnsmóðir var í annarri grúbbunni og mér fannst erfitt að fara tjá mig um þetta þar. Þannig að ég ákvað bara að gera ekki neitt í því,“ segir Erna Hrönn í þættinum. Algengustu viðbrögðin „Það var eiginlega erfiðara, að þurfa halda þessu leyndu. Mig langaði ógeðslega mikið að klára þetta þarna en þá var ég alltaf að hugsa um alla hina. Þeim á eftir að líða svo illa með þetta. Ég gat aldrei skilað þessari fokking skömm. Ég fór og tala við eina dásamlega konu í Stígamótum og hún hefur hjálpað mér alveg gríðarlega mikið í nokkur ár. Það opnaði vissulega sárið og þá fór allt að flæða út. Ég skrifaði mig mikið í gegnum þetta, bara fyrir sjálfan mig. Ég er á þeim stað að mér finnst þessu ólokið og ég þarf að klára þetta. Þetta er ótrúlega stór hluti af því hver ég er í dag. Ég get ekki fyrirgefið sjálfum mér fyrir mín viðbrögð. Að hafa ekki ráðist á hann, öskrað á hann eða staðið á einhvern hátt með sjálfri mér. Viðbrögðin voru svo vandræðalega asnaleg. Ég komst að því þegar ég fór í Stígamót að þetta eru sko algengustu viðbrögð í heiminum.“ Hún segir að atvikið hafi átt sér stað í rútu úti á landi á tónleikaferðalagi. Maðurinn hafi ekki verið með henni í hljómsveit en unnið náið með bandinu. „Þarna er ég föst inni í rútu og vakna eina nóttina með drenginn aftan á mér og þarna veit ég í raun ekki hver hann er. Hann nauðgar mér. Svo þegar ég fer fram úr svefnrýminu og hann á eftir mér, þá sest ég í sætið mitt og fer að hlægja og segi, hvað var nú þetta? Það má enginn vita af þessu og ég er í svona brjálæðislegu hláturskasti. Megi hann fara til helvítis,“ segir Erna sem lærði síðar að þetta væru algengustu viðbrögð fórnarlamba. Hún segist vera á erfiðum stað í lífinu í dag hefur leitað sér aðstoðar hjá sjálfræðingi. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ernu Hrönn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Söngkonan Erna Hrönn Ólafsdóttir er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar, oftast kallaður Bibbi, í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Þar opnaði Erna sig um þau áföll sem hún hefur þurft að vinna sig út úr síðustu ár og er enn að. „Ég opnaði hjartað upp á gátt og eiginlega alveg óvart. Lagði öll spilin á borðið og leyfði öllu að flakka. Hver hefði trúað léttinum og frelsinu í að segja hlutina upphátt og þurfa ekki lengur að fela sig. Ég hef einfaldlega engu að tapa og þetta er minn veruleiki í dag,“ skrifar Erna í stöðufærslu á Facebook eftir viðtalið við Snæbjörn. Erna segir í þættinum að hún hafi fengið hlutverk í leikverkinu Hárið á Akureyri fyrir nokkrum árum þar sem hún átti að leika ólétta konu. Á þeim tíma varð Erna sjálf ólétt en missti fóstrið og það hafi tekið á að vinna í því áfalli. Einum mánuði eftir fósturmissinn varð Erna aftur á móti aftur ófrísk. Í kjölfarið segist hún hafa upplifað mikinn kvíða þegar stúlkan kom í heiminn. Erna segir frá einum erfiðasta tíma lífsins í þættinum þegar hún varð fyrir kynferðisofbeldi. „Það byrjar í raun og veru að halla undan fæti hjá mér þegar að #metoo dettur í gang. Þá fer ég að horfast í augu við það sem gerðist í lok hljómsveitartímabils míns. Ég gat ekki tjáð mig á sínum tíma. Gerandi minn, konan hans var í einni grúbbunni, og ég gat ekki tjáð mig um það þar. Hún veit ekki af þessu svo ég viti. Fyrrverandi kona hans og barnsmóðir var í annarri grúbbunni og mér fannst erfitt að fara tjá mig um þetta þar. Þannig að ég ákvað bara að gera ekki neitt í því,“ segir Erna Hrönn í þættinum. Algengustu viðbrögðin „Það var eiginlega erfiðara, að þurfa halda þessu leyndu. Mig langaði ógeðslega mikið að klára þetta þarna en þá var ég alltaf að hugsa um alla hina. Þeim á eftir að líða svo illa með þetta. Ég gat aldrei skilað þessari fokking skömm. Ég fór og tala við eina dásamlega konu í Stígamótum og hún hefur hjálpað mér alveg gríðarlega mikið í nokkur ár. Það opnaði vissulega sárið og þá fór allt að flæða út. Ég skrifaði mig mikið í gegnum þetta, bara fyrir sjálfan mig. Ég er á þeim stað að mér finnst þessu ólokið og ég þarf að klára þetta. Þetta er ótrúlega stór hluti af því hver ég er í dag. Ég get ekki fyrirgefið sjálfum mér fyrir mín viðbrögð. Að hafa ekki ráðist á hann, öskrað á hann eða staðið á einhvern hátt með sjálfri mér. Viðbrögðin voru svo vandræðalega asnaleg. Ég komst að því þegar ég fór í Stígamót að þetta eru sko algengustu viðbrögð í heiminum.“ Hún segir að atvikið hafi átt sér stað í rútu úti á landi á tónleikaferðalagi. Maðurinn hafi ekki verið með henni í hljómsveit en unnið náið með bandinu. „Þarna er ég föst inni í rútu og vakna eina nóttina með drenginn aftan á mér og þarna veit ég í raun ekki hver hann er. Hann nauðgar mér. Svo þegar ég fer fram úr svefnrýminu og hann á eftir mér, þá sest ég í sætið mitt og fer að hlægja og segi, hvað var nú þetta? Það má enginn vita af þessu og ég er í svona brjálæðislegu hláturskasti. Megi hann fara til helvítis,“ segir Erna sem lærði síðar að þetta væru algengustu viðbrögð fórnarlamba. Hún segist vera á erfiðum stað í lífinu í dag hefur leitað sér aðstoðar hjá sjálfræðingi. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ernu Hrönn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira