Rannsókn WHO á uppruna Covid hafin Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2020 14:59 Frá Wuhan þegar verið var að skima starfsmenn verksmiðju þar í maí. EPA/LI KE Meðlimir rannsóknarteymis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa átt í ítarlegum viðræðum við vísindamenn í Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran uppgötvaðist fyrst. Teymi þetta vinnur að því að rannsaka uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Umræðurnar sneru meðal annars að heilsu dýra í kringum borgina en í upphafi faraldursins lokuðu yfirvöld í borginni markaði þar sem lifandi villt dýr gengu kaupum og sölu. Þá höfðu margir sölumenn á markaðinum greinst með Covid-19. Vísindamenn WHO segjast líklegast að veiran hafi borist úr leðurblökum í menn, í gegnum óþekktan millilið. Enn sem komið er eru einungis tveir vísindamenn í rannsóknarteyminu. Þeir voru sendir til að taka fyrstu viðtölin og leggja grunninn fyrir alþjóðlegt teymi vísindamanna sem á að rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún barst í menn. Í frétt Reuters segir að ekki liggi fyrir hvenær restin af meðlimum teymisins hefja vinnu þeirra í Kína. Í dag hafa 18,3 milljónir manna smitast af Covid-19 á heimsvísu, svo vitað sé. Þar af hafa 695 þúsund dáið. Yfirvöld í Kína hafa verið gagnrýnd fyrir hvernig haldið var á spöðunum varðandi faraldurinn í upphafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið hvað háværastur í þeim efnum en gagnrýnendur hans segja að með því vilji hann beina athyglinni frá eigin viðbrögðum við faraldrinum. Bandaríkin hafa orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 4,7 milljónir smitast og rúmlega 155 þúsund dáið. Komið hefur í ljós að kínverskir embættismenn reyndu í upphafi að kæfa niður sögusagnir um mögulegan faraldur. Læknir sem varaði við veirunni þann 30. desember var handtekinn og látinn viðurkenna að hafa sett fram „falskar fullyrðingar“. Hann dó svo vegna veirunnar. Trump, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og aðrir hafa haldið því fram að veiran hafi upprunalega borist frá rannsóknarstofu í Wuhan þar sem rannsóknir á leðurblökum og kórónuveirum fer fram. Þeir hafa þó ekki fært neinar sannanir fyrir því og vísindamenn segja veiruna sjálfa bera þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að niðurstöður rannsóknarinnar gætu mögulega komið á óvart. Það að veiran hafi fyrst greinst í Wuhan feli ekki sjálfkrafa í sér að þar hafi hún fyrst borist úr dýrum í menn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Meðlimir rannsóknarteymis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa átt í ítarlegum viðræðum við vísindamenn í Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran uppgötvaðist fyrst. Teymi þetta vinnur að því að rannsaka uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Umræðurnar sneru meðal annars að heilsu dýra í kringum borgina en í upphafi faraldursins lokuðu yfirvöld í borginni markaði þar sem lifandi villt dýr gengu kaupum og sölu. Þá höfðu margir sölumenn á markaðinum greinst með Covid-19. Vísindamenn WHO segjast líklegast að veiran hafi borist úr leðurblökum í menn, í gegnum óþekktan millilið. Enn sem komið er eru einungis tveir vísindamenn í rannsóknarteyminu. Þeir voru sendir til að taka fyrstu viðtölin og leggja grunninn fyrir alþjóðlegt teymi vísindamanna sem á að rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún barst í menn. Í frétt Reuters segir að ekki liggi fyrir hvenær restin af meðlimum teymisins hefja vinnu þeirra í Kína. Í dag hafa 18,3 milljónir manna smitast af Covid-19 á heimsvísu, svo vitað sé. Þar af hafa 695 þúsund dáið. Yfirvöld í Kína hafa verið gagnrýnd fyrir hvernig haldið var á spöðunum varðandi faraldurinn í upphafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið hvað háværastur í þeim efnum en gagnrýnendur hans segja að með því vilji hann beina athyglinni frá eigin viðbrögðum við faraldrinum. Bandaríkin hafa orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 4,7 milljónir smitast og rúmlega 155 þúsund dáið. Komið hefur í ljós að kínverskir embættismenn reyndu í upphafi að kæfa niður sögusagnir um mögulegan faraldur. Læknir sem varaði við veirunni þann 30. desember var handtekinn og látinn viðurkenna að hafa sett fram „falskar fullyrðingar“. Hann dó svo vegna veirunnar. Trump, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og aðrir hafa haldið því fram að veiran hafi upprunalega borist frá rannsóknarstofu í Wuhan þar sem rannsóknir á leðurblökum og kórónuveirum fer fram. Þeir hafa þó ekki fært neinar sannanir fyrir því og vísindamenn segja veiruna sjálfa bera þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að niðurstöður rannsóknarinnar gætu mögulega komið á óvart. Það að veiran hafi fyrst greinst í Wuhan feli ekki sjálfkrafa í sér að þar hafi hún fyrst borist úr dýrum í menn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira