UEFA bannar áhorfendur í leiknum á móti Englandi á Laugardalsvellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 09:52 Laugardalsvöllur verður tómur þegar enska landsliðið mætir í næsta mánuði. Getty/Abdulhamid Hosbas Margir knattspyrnuáhugamenn hér á landi voru örugglega búnir að bíða spenntir eftir leik Íslands og Englands í Þjóðadeild UEFA sem fer fram á Laugardalsvellinum 5. september næstkomandi. Það er enn mánuður í leikinn og því ekki vitað hvernig ástandið verður á Íslandi þá hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. Það breytir ekki því að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú tekið þá ákvörðun að engir áhorfendur verði leyfðir á landsleikjum á vegum sambandsins í september. Alle Uefa-kamper i september spilles for tomme tribuner: https://t.co/SA6me7BTjw— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) August 4, 2020 Þetta kemur fram í frétt hjá norska knattspyrnusambandinu sem segir frá því að engir áhorfendur verði leyfðir á heimaleik liðsins á móti Austurríki sem fer fram 4. september. Ísland og England mætast daginn eftir eða 5. september. Þremur dögum síðar spilar íslenska landsliðið út í Belgíu á móti heimamönnum og þar verður heldur engir áhorfendur leyfðir. Það á síðan eftir að taka ákvörðun um hvernig þessu verður háttað í landsleikjaglugganum í október. Það er ljóst að þetta eru ekki skemmtilegar fréttir enda fögnuðu eflaust margir þegar Íslands og Englands drógust saman í riðil í Þjóðadeildinni. Þetta er fyrsti keppnisleikur Íslands og Englands á íslenskri grundu og fyrsti leikur enska A-landsliðsins hér á landi. Þetta er líka fyrsti leikur þjóðanna síðan að íslensku strákarnir sendu enska landsliðið heim á EM í Frakklandi sumarið 2016. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Margir knattspyrnuáhugamenn hér á landi voru örugglega búnir að bíða spenntir eftir leik Íslands og Englands í Þjóðadeild UEFA sem fer fram á Laugardalsvellinum 5. september næstkomandi. Það er enn mánuður í leikinn og því ekki vitað hvernig ástandið verður á Íslandi þá hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. Það breytir ekki því að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú tekið þá ákvörðun að engir áhorfendur verði leyfðir á landsleikjum á vegum sambandsins í september. Alle Uefa-kamper i september spilles for tomme tribuner: https://t.co/SA6me7BTjw— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) August 4, 2020 Þetta kemur fram í frétt hjá norska knattspyrnusambandinu sem segir frá því að engir áhorfendur verði leyfðir á heimaleik liðsins á móti Austurríki sem fer fram 4. september. Ísland og England mætast daginn eftir eða 5. september. Þremur dögum síðar spilar íslenska landsliðið út í Belgíu á móti heimamönnum og þar verður heldur engir áhorfendur leyfðir. Það á síðan eftir að taka ákvörðun um hvernig þessu verður háttað í landsleikjaglugganum í október. Það er ljóst að þetta eru ekki skemmtilegar fréttir enda fögnuðu eflaust margir þegar Íslands og Englands drógust saman í riðil í Þjóðadeildinni. Þetta er fyrsti keppnisleikur Íslands og Englands á íslenskri grundu og fyrsti leikur enska A-landsliðsins hér á landi. Þetta er líka fyrsti leikur þjóðanna síðan að íslensku strákarnir sendu enska landsliðið heim á EM í Frakklandi sumarið 2016.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira