Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Kristján Már Unnarsson skrifar 2. ágúst 2020 22:38 Aðalsteinn Svan Hjelm, markaðsstjóri Hvalaskoðunar á Hauganesi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. Þetta koma fram í fréttum Stöðvar 2. Hauganes er hundrað manna þorp á Árskógsströnd um þrjátíu kílómetra norðan Akureyrar og þar var búin að vera hröð uppsveifla í hvalaskoðun, með tólf manns í vinnu, allt þar til covid skall á. „Þetta er ekki svipur hjá sjón miðað við hvernig þetta hefur verið. En við erum fullir bjartsýni,“ segir Aðalsteinn Svan Hjelm, markaðsstjóri Hvalaskoðunar á Hauganesi. „Við erum náttúrlega búnir að afbóka alveg helling, nánast allt sem átti að koma í ár. En mér heyrist á flestum að þeir muni koma á næsta ári. Þannig að uppsveiflan heldur bara áfram um leið og covid hverfur.“ Frá Hauganesi á Árskógsströnd. Hvalaskoðunarbátarnir við bryggju.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hér þakka menn ríkisstjórninni fyrir ferðaávísunina. „Hún hefur slegið í gegn. Við erum að bjóða ferð fyrir ígildi einnar ávísunar hjá okkur. Þannig að það hefur gengið svona rosalega vel,“ segir Aðalsteinn en tekið skal fram að viðtalið var tekið áður en nýjustu samkomutakmarkanir vegna covid voru settar á í vikunni. Mars, apríl og maí voru nánast steindauðir, í júní náðu þeir fjórðungi gestafjöldans miðað við síðasta ár og vonast til að júlímánuður fari í 40 prósent miðað við í fyrra. Íslendingar eru farnir að meta hvalaskoðun. „Kannski sextíu prósent af okkar gestum núna eru Íslendingar,“ segir Aðalsteinn. Undanfarin ár hafi Íslendingar kannski verið þrjú prósent. Sveinn í Kálfskinni við höfnina á Hauganesi. Hvalaskoðunarbátarnir í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Margir halda að hvalaskoðun hafi byrjað á Húsavík. Þeir á Hauganesi segjast þó hafa verið fyrstir. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti Árskógsstrandarhrepps, áður bóndi í Kálfskinni, segir að enskur ferðafrömuður hafi bent þeim á tækifærið fyrir þremur áratugum. „Og hann segir: Af hverju sýnið þið ekki hvalina? Svo ég fer hér til sjómanna, bræðra sem voru duglegir sjómenn hér á Hauganesi, og spyr hvort þeir vilji prófa þetta að sýna ferðafólki hvali,“ segir Sveinn í Kálfskinni. „Sem verður á endanum til þess að við hefjum skipulagða hvalaskoðun hér með hópa árið ´93. Þá hefst ævintýrið,“ segir Aðalsteinn en tekur fram að Húsvíkingar hafi þó staðið sig vel í markaðssetningu. „Þeir eiga heiður skilinn fyrir vel unnin störf þar. En við erum elstir,“ segir Aðalsteinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira
Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. Þetta koma fram í fréttum Stöðvar 2. Hauganes er hundrað manna þorp á Árskógsströnd um þrjátíu kílómetra norðan Akureyrar og þar var búin að vera hröð uppsveifla í hvalaskoðun, með tólf manns í vinnu, allt þar til covid skall á. „Þetta er ekki svipur hjá sjón miðað við hvernig þetta hefur verið. En við erum fullir bjartsýni,“ segir Aðalsteinn Svan Hjelm, markaðsstjóri Hvalaskoðunar á Hauganesi. „Við erum náttúrlega búnir að afbóka alveg helling, nánast allt sem átti að koma í ár. En mér heyrist á flestum að þeir muni koma á næsta ári. Þannig að uppsveiflan heldur bara áfram um leið og covid hverfur.“ Frá Hauganesi á Árskógsströnd. Hvalaskoðunarbátarnir við bryggju.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hér þakka menn ríkisstjórninni fyrir ferðaávísunina. „Hún hefur slegið í gegn. Við erum að bjóða ferð fyrir ígildi einnar ávísunar hjá okkur. Þannig að það hefur gengið svona rosalega vel,“ segir Aðalsteinn en tekið skal fram að viðtalið var tekið áður en nýjustu samkomutakmarkanir vegna covid voru settar á í vikunni. Mars, apríl og maí voru nánast steindauðir, í júní náðu þeir fjórðungi gestafjöldans miðað við síðasta ár og vonast til að júlímánuður fari í 40 prósent miðað við í fyrra. Íslendingar eru farnir að meta hvalaskoðun. „Kannski sextíu prósent af okkar gestum núna eru Íslendingar,“ segir Aðalsteinn. Undanfarin ár hafi Íslendingar kannski verið þrjú prósent. Sveinn í Kálfskinni við höfnina á Hauganesi. Hvalaskoðunarbátarnir í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Margir halda að hvalaskoðun hafi byrjað á Húsavík. Þeir á Hauganesi segjast þó hafa verið fyrstir. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti Árskógsstrandarhrepps, áður bóndi í Kálfskinni, segir að enskur ferðafrömuður hafi bent þeim á tækifærið fyrir þremur áratugum. „Og hann segir: Af hverju sýnið þið ekki hvalina? Svo ég fer hér til sjómanna, bræðra sem voru duglegir sjómenn hér á Hauganesi, og spyr hvort þeir vilji prófa þetta að sýna ferðafólki hvali,“ segir Sveinn í Kálfskinni. „Sem verður á endanum til þess að við hefjum skipulagða hvalaskoðun hér með hópa árið ´93. Þá hefst ævintýrið,“ segir Aðalsteinn en tekur fram að Húsvíkingar hafi þó staðið sig vel í markaðssetningu. „Þeir eiga heiður skilinn fyrir vel unnin störf þar. En við erum elstir,“ segir Aðalsteinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira