Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Kristján Már Unnarsson skrifar 2. ágúst 2020 22:38 Aðalsteinn Svan Hjelm, markaðsstjóri Hvalaskoðunar á Hauganesi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. Þetta koma fram í fréttum Stöðvar 2. Hauganes er hundrað manna þorp á Árskógsströnd um þrjátíu kílómetra norðan Akureyrar og þar var búin að vera hröð uppsveifla í hvalaskoðun, með tólf manns í vinnu, allt þar til covid skall á. „Þetta er ekki svipur hjá sjón miðað við hvernig þetta hefur verið. En við erum fullir bjartsýni,“ segir Aðalsteinn Svan Hjelm, markaðsstjóri Hvalaskoðunar á Hauganesi. „Við erum náttúrlega búnir að afbóka alveg helling, nánast allt sem átti að koma í ár. En mér heyrist á flestum að þeir muni koma á næsta ári. Þannig að uppsveiflan heldur bara áfram um leið og covid hverfur.“ Frá Hauganesi á Árskógsströnd. Hvalaskoðunarbátarnir við bryggju.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hér þakka menn ríkisstjórninni fyrir ferðaávísunina. „Hún hefur slegið í gegn. Við erum að bjóða ferð fyrir ígildi einnar ávísunar hjá okkur. Þannig að það hefur gengið svona rosalega vel,“ segir Aðalsteinn en tekið skal fram að viðtalið var tekið áður en nýjustu samkomutakmarkanir vegna covid voru settar á í vikunni. Mars, apríl og maí voru nánast steindauðir, í júní náðu þeir fjórðungi gestafjöldans miðað við síðasta ár og vonast til að júlímánuður fari í 40 prósent miðað við í fyrra. Íslendingar eru farnir að meta hvalaskoðun. „Kannski sextíu prósent af okkar gestum núna eru Íslendingar,“ segir Aðalsteinn. Undanfarin ár hafi Íslendingar kannski verið þrjú prósent. Sveinn í Kálfskinni við höfnina á Hauganesi. Hvalaskoðunarbátarnir í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Margir halda að hvalaskoðun hafi byrjað á Húsavík. Þeir á Hauganesi segjast þó hafa verið fyrstir. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti Árskógsstrandarhrepps, áður bóndi í Kálfskinni, segir að enskur ferðafrömuður hafi bent þeim á tækifærið fyrir þremur áratugum. „Og hann segir: Af hverju sýnið þið ekki hvalina? Svo ég fer hér til sjómanna, bræðra sem voru duglegir sjómenn hér á Hauganesi, og spyr hvort þeir vilji prófa þetta að sýna ferðafólki hvali,“ segir Sveinn í Kálfskinni. „Sem verður á endanum til þess að við hefjum skipulagða hvalaskoðun hér með hópa árið ´93. Þá hefst ævintýrið,“ segir Aðalsteinn en tekur fram að Húsvíkingar hafi þó staðið sig vel í markaðssetningu. „Þeir eiga heiður skilinn fyrir vel unnin störf þar. En við erum elstir,“ segir Aðalsteinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Sjá meira
Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. Þetta koma fram í fréttum Stöðvar 2. Hauganes er hundrað manna þorp á Árskógsströnd um þrjátíu kílómetra norðan Akureyrar og þar var búin að vera hröð uppsveifla í hvalaskoðun, með tólf manns í vinnu, allt þar til covid skall á. „Þetta er ekki svipur hjá sjón miðað við hvernig þetta hefur verið. En við erum fullir bjartsýni,“ segir Aðalsteinn Svan Hjelm, markaðsstjóri Hvalaskoðunar á Hauganesi. „Við erum náttúrlega búnir að afbóka alveg helling, nánast allt sem átti að koma í ár. En mér heyrist á flestum að þeir muni koma á næsta ári. Þannig að uppsveiflan heldur bara áfram um leið og covid hverfur.“ Frá Hauganesi á Árskógsströnd. Hvalaskoðunarbátarnir við bryggju.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hér þakka menn ríkisstjórninni fyrir ferðaávísunina. „Hún hefur slegið í gegn. Við erum að bjóða ferð fyrir ígildi einnar ávísunar hjá okkur. Þannig að það hefur gengið svona rosalega vel,“ segir Aðalsteinn en tekið skal fram að viðtalið var tekið áður en nýjustu samkomutakmarkanir vegna covid voru settar á í vikunni. Mars, apríl og maí voru nánast steindauðir, í júní náðu þeir fjórðungi gestafjöldans miðað við síðasta ár og vonast til að júlímánuður fari í 40 prósent miðað við í fyrra. Íslendingar eru farnir að meta hvalaskoðun. „Kannski sextíu prósent af okkar gestum núna eru Íslendingar,“ segir Aðalsteinn. Undanfarin ár hafi Íslendingar kannski verið þrjú prósent. Sveinn í Kálfskinni við höfnina á Hauganesi. Hvalaskoðunarbátarnir í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Margir halda að hvalaskoðun hafi byrjað á Húsavík. Þeir á Hauganesi segjast þó hafa verið fyrstir. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti Árskógsstrandarhrepps, áður bóndi í Kálfskinni, segir að enskur ferðafrömuður hafi bent þeim á tækifærið fyrir þremur áratugum. „Og hann segir: Af hverju sýnið þið ekki hvalina? Svo ég fer hér til sjómanna, bræðra sem voru duglegir sjómenn hér á Hauganesi, og spyr hvort þeir vilji prófa þetta að sýna ferðafólki hvali,“ segir Sveinn í Kálfskinni. „Sem verður á endanum til þess að við hefjum skipulagða hvalaskoðun hér með hópa árið ´93. Þá hefst ævintýrið,“ segir Aðalsteinn en tekur fram að Húsvíkingar hafi þó staðið sig vel í markaðssetningu. „Þeir eiga heiður skilinn fyrir vel unnin störf þar. En við erum elstir,“ segir Aðalsteinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum